Kemur ríkisstjórnin með aðgerðarpakka fyrir heimilin sem tekið verður fagnandi?

Boginn hefur verið þaninn mikið og kominn tími fyrir langþreytta landsmenn af klassanum venjulegt fólk að fá góðar fréttir.

Þegar maður heyrir um aðgerðarpakka sem þennan veit maður ekki við hverju má búast, en þetta er það sem ég vona; að komið verði til móts við fólk með afgerandi hætti, þannig að það geti losnað undan ólánum sínum á stuttum tíma.

Þær leiðir sem ég sé fyrir mér eru þessar:

  • Niðurfelling verðtryggingar á húsnæðisólánum fyrir eitt heimili - þýðir að fólk sem skuldar í húsnæði getur aftur séð fram á bjarta tíma.
  • Auknar verðbætur sem hafa hlutfallslegt gilidi miðað við verð á húsnæði og þeim vöxtum sem verið er að borga af ólánum.
  • Aðgerðir vegna erlendra ólána - annað en sú hugmynd sem Lýsing hefur verið að kynna, sem felur í sér að frysting óláns til þriggja mánaðar kostar 7000 kall, það þarf að borga helminginn og að ólánstíminn lengist um þrjá mánuði.

Aðal málið finnst mér að finna leiðir sem gera duglegu fólki mögulegt að eiga þak yfir eigin höfuð, fararskjóta, skjólfatnað og mat. Og að það fái tækifæri til að byggja upp eigin velferð og velja úr kostum til framtíðar.

Þetta er mín von.


mbl.is Aðgerðaáætlun kynnt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband