Bestu vestrar kvikmyndasögunnar

Ég vil benda tryggum lesendum mínum sem gaman hafa af kvikmyndaskrifum á að upptalning mín og umfjöllun um 20 bestu vestrana birtist í októberhefti Hann/Hún sem víðs vegar er hægt að fá ókeypis. Smelltu hér til að lesa pdf útgáfu tímaritsins.

Tímaritið mun birta fleiri greinar frá mér á næstu mánuðum.

hannhunokt2008.jpg

Annars hef ég svo mörg járn í eldinum á þessum krepputímum að það gefst lítill tími til að blogga.

 

Að gefnu tilefni: opnunaratriði Once Upon A Time in the West:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Jón

Ágætis samantekt, þó það séu nokkrar villur í lokin...
Færslurnar eru full stuttar m.v. venjulega gagnrýni hjá þér, en varla við öðru að búast í þriggja síðna tímaritsgrein. Verst að nú bætast við 10 myndir sem ég þarf að horfa á.

Hvað varð annars um 20 bestu vísindaskáldsögurnar? Þarf maður að bíða lengi eftir efstu sætunum þar?

Einar Jón, 2.11.2008 kl. 16:11

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Rétt hjá þér Einar, upphafleg og óklippt grein var um 10 blaðsíður, en það er svolítið mikið fyrir opnu. Ég hef verið upptekinn við ýmislegt en lofa þér að klára vísindaskáldsögurnar fljótlega. Takk fyrir að halda mér enn og aftur við efnið.

Hrannar Baldursson, 2.11.2008 kl. 16:26

3 Smámynd: Einar Jón

Gott mál. Það er náttúrulega ekki hægt að búast við að þú látir 3-5 setningar um hverja mynd nægja.

Á maður einhvern tímann eftir að sjá "directors cut" á þessari samantekt hér eða á www.seenthismovie.com?

Einar Jón, 2.11.2008 kl. 18:00

4 identicon

DON?

Little Big Man og A Man Called Horse !

Common ...

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 20:31

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hafliði: Little Big Man var númer 21 á listanum. Dustin Hoffman á náttúrulega stórleik í þeirri mynd. Ég er ekki jafn hrifinn af A Man Colled Horse, þó að vissulega hafi Richard Harris verið afburðarleikari í eftirminnilegu hlutverki.

Hrannar Baldursson, 2.11.2008 kl. 20:41

6 Smámynd: Ómar Ingi

Sko kallinn

á ég eitthvað í þessu ?

Allvega gott hjá þér vinur

Ómar Ingi, 2.11.2008 kl. 21:17

7 identicon

Sæll Don, ég var bara að stríða þér. Það er ekki séns að vera tæmandi í svona listum og smekkur manna er auðvitað mismunandi. Minn listiyrði ekki ósvipaður, fyrir utan það að ég hefði meira af Jóni Væna og svo færu Young Guns á minn lista. Svakalegar bubblegum myndir en fínar hvað varðar skemmtanagildi.

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:08

8 identicon

mer finnst Open Range eiga erindi þarna og svo náttúrulega sú nyjasta Appaloosa

loki (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 12:08

9 identicon

Það var enginn með harmoniku í Once Upon a Time in the West.  Hefurðu séð hana eða?

Reynir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 14:04

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Reynir: skoðaðu fyrsta atriði myndarinnar í færslunni.

Hrannar Baldursson, 3.11.2008 kl. 16:18

11 Smámynd: Hrannar Baldursson

Reynir: þetta er rétt hjá þér. Ég hugsa alltof mikið á ensku. Auðvitað á þetta að vera MUNNHARPA, sem heitir á ensku harmonica.

Hrannar Baldursson, 3.11.2008 kl. 18:24

12 identicon

En ég spyr eins og auli.....hvert var "gefna tilefnið"?

Matthías Arngrímsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 17:21

13 Smámynd: Hrannar Baldursson

Matti: atriðið úr Once Upon a Time in the West sýnir Charles Bronson spila á munnhörpu (sem að ég kallaði harmoniku, sjálfsagt vegna þess að ég starfa allan daginn á ensku). Kíktu á athugasemd Reynis, og þá áttarðu þig á samhenginu.

Hrannar Baldursson, 6.11.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband