Lítum á björtu hliðarnar: 5 viskukorn

winzip

"Sá gefur mannkyni mikið sem getur komið hinum mestu reglum lífsins fyrir í stuttum setningum, sem auðvelt er að muna og birta svo í huganum öðru hverju."

Samuel Johnson

 

"Besta leiðin til að gera drauma þína að veruleika er með því að vakna."

Paul Valéry

 

Funeral1

"Við skulum lifa lífinu þannig að þegar við deyjum verður jafnvel umsjónarmaður útfarinnar miður sín."

Mark Twain

 

"Að tala um 'bara orð' er eins og að tala um 'bara sprengiefni'."

C.J. Ducasse

 

"Raunverulegt gildi einstaklings má finna í því sem hann gerir þegar hann hefur ekkert að gera."

Skilaboð frá Megiddo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 25.11.2008 kl. 21:40

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Góðir punktar. Hvað gerir þú þegar þú hefur ekkert að gera?

Villi Asgeirsson, 26.11.2008 kl. 07:04

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Villi, þegar ég hef ekkert að gera reyni ég að skilja heiminn örlítið betur, og er nokkuð innhverfur því að ég:

  • Reyni að átta mig dýpri hugsunum, bæði eigin og þeirra sem ég umgengst. Þoli illa spjall og baktal.
  • Tefli til að átta mig betur á rökhugsun og mannlegum karakter.
  • Les til að víkka sjóndeildarhringinn. Les skáldsögur af sama tilgangi og ég horfi á kvikmyndir.
  • Skrifa til að koma reiðu á eigin pælingar. Með slíkum pælingum dýpkar oft á skilningnum.
  • Horfi á kvikmyndir og hugsa um þær til að átta mig betur á eðli sögunnar, hvort sem er mannkynssögunnar, sögum úr lífi okkar eða lífið allt.
  • Bý til vefsíður.
  • Reyni að átta mig á hvernig hægt sé að bæta heiminn aðeins, og reyni að skilja hvernig við getum gert betur.
  • Stundum slæ ég þessu upp í kæruleysi og geri eitthvað allt annað, eins og til dæmis ekkert, en þá vakna bara nýjar hugmyndir.
Hvað um þig, Villi?

Hrannar Baldursson, 26.11.2008 kl. 08:00

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

- Ég rembist við að skrifa handrit svo systir þín geti orðið kvikmyndastjarna. Er að virka fínt. Það er svo gott sem tilbúið.

- Les bækur bæði skáldsögur og annað, sjálfsagt til að skilja heiminn betur.

- Blogga.

- Set upp vefsíður sem ég hef svo ekki tíma til að þróa.

Veit ekki. Hef ekki svo mikinn tíma aflögu.

Villi Asgeirsson, 26.11.2008 kl. 08:24

5 identicon

ég fer og leik mér með bolta eða leggst niður og hlusta á góða tónlist bið að heilsa öllum Hrannar!

Oddur (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 10:54

6 identicon

Sorrý - ég hef alltaf eitthvað að gera - nema þegar ég ákveð að gera ekkert og 'tengja bara', sem er sosum líka að gera eitthvað.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband