Hvað gerir þú þegar þú hefur ekkert að gera?


Stolið úr eigin athugasemdum frá færslu gærkvöldsins, Lítum á björtu hliðarnar: 5 viskukorn...

Þegar ég hef ekkert að gera reyni ég að skilja heiminn örlítið betur, og er nokkuð innhverfur því að ég:

  • Reyni að átta mig dýpri hugsunum, bæði eigin og þeirra sem ég umgengst. Þoli illa spjall og baktal.
  • Tefli til að átta mig betur á rökhugsun og mannlegum karakter.
  • Les til að víkka sjóndeildarhringinn. Les skáldsögur af sama tilgangi og ég horfi á kvikmyndir.
  • Skrifa til að koma reiðu á eigin pælingar. Með slíkum pælingum dýpkar oft á skilningnum.
  • Horfi á kvikmyndir og hugsa um þær til að átta mig betur á eðli sögunnar, hvort sem er mannkynssögunnar, sögum úr lífi okkar eða lífið allt.
  • Bý til vefsíður.
  • Reyni að átta mig á hvernig hægt sé að bæta heiminn aðeins, og reyni að skilja hvernig við getum gert betur.
  • Stundum slæ ég þessu upp í kæruleysi og geri eitthvað allt annað, eins og til dæmis ekkert, en þá vakna bara nýjar hugmyndir.

Hvað um þig?

 

 


Bloggfærslur 26. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband