Hver er áhættan fyrir þjóðina og ábyrgð okkar há í milljörðum fari Glitnir á hausinn?
30.9.2008 | 21:19

Fari Glitnir á hausinn, tekur fyrirtækið þá íslenska Ríkið og þjóðina með sér í fallinu, nú þegar við höfum yfirtekið og gengist í ábyrgð við 75% allra skulda fyrirtækisins, hvað svo sem þær eru háar?
Ef rétt er að Glitnir hafi verið við það að fara á hausinn, fyrirtæki sem hefur haft yfir gífurlegu fjármagni að ráða og sýnt hefur hagnað upp á marga milljarða síðustu ársfjórðunga, getur þá ekki vel verið að þessir 84 milljarðar sem þjóðin er að leggja til fyrir bankann gufi upp eins og allir hinir milljarðarnir sem hafa verið að gufa upp fyrir augum Glitnismanna?
Án þess að ég sé nokkuð að spá að það gerist, er ég knúinn til að spyrja hvað muni gerast ef Glitnir fer á hausinn í þessari stöðu. Tapar þjóðin einfaldlega þessum 84 milljörðum eða verður hún einnig skuldbundin til að greiða alla þá tugi eða hundruði milljarða sem Glitnir hugsanlega skuldar til viðbótar?
Þýða þessi kaup að héðan í frá sé þjóðin ábyrg fyrir öllum viðskiptum Glitnis?
Ég bara verð að spyrja. Mér finnst þetta knýjandi spurningar og hef ekki nógu miklar upplýsingar til að svara þessu sjálfur.
![]() |
Moody's lækkar einkunn Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig útskýrum við kaup Ríkisstjórnar Íslands á Glitni fyrir 84 milljarða króna?
29.9.2008 | 12:00
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Blogghvíld
11.9.2008 | 21:35
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Hvernig tengjast trúarbrögð og stjórnmál í hugum Sarah Palin, John McCain, Barack Obama og Joe Biden?
10.9.2008 | 22:56
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.9.2008 kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
The Dark Knight (2008) (IMAX Experience) ***1/2
7.9.2008 | 10:44
Geymdu gögnin þín á öruggum stað
3.9.2008 | 21:17
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Myndir þú misnota þér aðstæður til að græða ógeðslega mikið?
1.9.2008 | 18:52
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)