Guðni Ágústsson rýkur reiður út eftir erfiðar spurningar frá Sverri Stormsker í þætti Sverris á Útvarpi Sögu

Á leiðinni heim úr vinnu var ég að vafra á milli útvarpsstöðva, og heyrði þá frekar sjaldgæfan hlut. Sverrir Stormsker og Guðni Ágústsson áttu ágætis samræðu, og fannst mér hún það áhugaverð að ég fletti upp á Útvarpi Sögu þegar ég kom heim. Hins vegar gerðist það að Sverrir fór að fara í þær fínustu hjá Guðna.

Sverrir hélt ýmsu fram um greindarleysi Íslendinga á sinn róttæka hátt og rökstuddi sínar fullyrðingar ágætlega, svona miðað við tónlistarmann - sem gerir hann sjálfsagt að jafnoka fjármálaráðherra, en til umræðu voru mál sem þjóðin hefur mikinn áhuga á: bensín og díselmál, ríkisstjórnina, skattamál, landbúnaðarmál, og tollmál.

author_icon_14855Sverrir leyfði Guðna ekki alltaf að ljúka málin sínu og truflaði hann með sífellum spurningum og var reyndar með svolítinn sorakjaft sem hann er reyndar þekktur fyrir, var þannig eins og broddfluga sem sífellt truflaði.

Guðni túlkaði innígrip Sverris sem dónaskap, en þetta er að mínu áliti einmitt það sem vantar í íslenska samfélagsumræðu, að spyrja spurninga sem skipta máli. Spurning hvort að leiðtogar þjóðarinnar hafi ekki haft það of gott gagnvart gagnrýnni hugsun?

Sverrir fær hrósið, en ég skil ekki alveg hvernig Guðni gat leyft sér að láta áheyrendur heyra hann gefast upp gegn vélkjaftinum Sverri, í stað þess að snúa þessu upp í góðlátlegt grín og halda höfði, nokkuð sem ég efasðist ekki um að hann myndi gera. Guðni kom mér á óvart með því að gefast upp gegn Sverri.

 

Myndir: Alþingi og bloggsíða Sverris


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: tatum

Heyrði ekki þáttinn en ætla pottþétt að hlusta á hann í endurflutningi held það sé á laugardag. þú spyrð hvort: leiðtogar þjóðarinnar hafi ekki haft það of gott gagnvart gagnrýnni hugsun?  Ég er ekki í nokkrum vafa um það, að fjölmiðlafólk hér á landi er alltof mjúkt í spurningum sínum, þetta sýnir sig núna aftur og aftur þegar "þessir háu herrar" geta leyft sér að rjúka úr hverju viðtalinu á fætur öðru, jafnvel hreytandi í spyrlana að þau séu með dónaskap að vera spyrja .  Ég vil fara  að sjá breytingar þar á!  Ekki hlífa þessu fólki, þau hlífa ekki þjóðinni!

tatum, 30.7.2008 kl. 18:08

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Er Sverrir að verða ofur útvarpsmaður, það verður að teljast nokkuð undarlegt að fyrrverandi Ráðherra og aðal uppistandari í þorrablótum Sunnlendinga skyldi gefast upp fyrir Sverri

Það er alltaf erfitt að verja málstað sem er svo eftir allt ekki málstaður, þvílík úlfakreppa sem framsóknarflokkurinn er kominn í "og með þessa menn í forustu" eins og Guðna og Bjarna.

Ég spái því að Framsóknarflokkurinn fá ekki yfir 5% fylgi á landsvísu í næstu kosningum !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 30.7.2008 kl. 18:13

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sjálfur heyrði ég ekki fyrsta klukkutímann. Það verður örugglega áhugavert að heyra hvað þeir ræddu í upphafi. Ég hef aðeins einu sinni séð mann fara jafn illa út úr viðtali, það var Kristján Jóhannsson.

Hrannar Baldursson, 30.7.2008 kl. 20:15

4 Smámynd: Ómar Ingi

Ég bað Sverri alveg sérstkalega að láta Helv Beljuna sem hann er hafa það , það virðist sem að Sverrir hafi svarað mínum bænum.

Skil ekki fólk sem kýs þetta og finnst hann fyndin.

Fólk bara hlýtur að vera fífl !

Ómar Ingi, 30.7.2008 kl. 20:17

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hef ég ekki hingað til verið aðdáandi SS en "batnandi mönnum er best að lifa" og þetta átti Guðni inni!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.7.2008 kl. 21:08

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sverrir Stormsker er einkar orðvar og vandaður útvarpsmaður.

Komið hefur til tals að sögnl náinna vina hans að hann kasti Stormskersnafninu fyrir róða og taki upp Orðvar þess í stað.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.7.2008 kl. 21:46

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af hverju reynirðu ekki sjálfur fara  þátt hjá Sverri, Hrannar?

PS: Eru tónlistarmenn eitthvað slappir í rökhugsun að þínu áliti?

Jón Valur Jensson, 30.7.2008 kl. 21:46

8 Smámynd: Ómar Ingi

Jón Valur held að allir geti staðir sig betur en Guðni hjá Sverri enda er Guðni mesta #### sem Ísland hefur af sér getið

það er mín skoðun og hef ég mikla meðaumkun með því fólki sem kýs hann og hans flokk.

Ómar Ingi, 30.7.2008 kl. 21:55

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jón Valur: Sverrir myndi hakka mig svo herfilega í sig, þar sem ég er miklu skjótari með penna en kjafti. Tónlistarmenn eru jafn slappir í rökhugsun og allar aðrar stéttir, og jafn góðir líka. Ég trúi ekki bókstaflega á slíkar alhæfingar. Ég notaði þetta dæmi vegna þess að þeir Sverrir og Guðni ræddu aðeins um menntun fjármálaráðherra. Greind er heldur engan veginn bundin við menntun.

Heimir:

Anna: Ég veit nú ekki hvort að Guðni hafi átt þetta inni. Hann er ljúfur og góður maður, nokkuð sem ég er viss um, en hann var einfaldlega kaffærður af Sverri, sem er ekki alveg á sama stigi.

Ómar: Þarna er ég ekki sammála þér, og myndi aldrei kalla Guðna einhverjum nöfnum. En það var gaman að fylgjast með þeim þar til Guðni rauk á dyr.

Reyndar grunar mig að Guðna hafi helst sárnað að fá aldrei tækifæri til að ljúka máli sínu, og því ekki séð tilgang í að sitja áfram í viðtalinu, þar sem að hann er ekki vanur því að fólk grípi fram í fyrir honum á meðan hann vandar mál sitt.

Hrannar Baldursson, 30.7.2008 kl. 22:00

10 identicon

JVJ mun nota sömu taktík og venjulega: Ég er betri en þú, skörp rökhyggja mín hefur svarað þessu áður á blogginu mínu ;)

Og borgareinræðisherran rýkur úr sjónvarpssal, þetta er tákn um lélega stjórnmálamenn; Sjaldan eða aldrei hefur ísland átt jafn framúrskarandi lélega stjórnmálamenn.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 22:00

11 Smámynd: Hrannar Baldursson

DoctorE: Kannski þetta sé eitthvað tískuþema hjá stjórnmálamönnum á Íslandi, að rjúka út séu þeir spurðir óþægilegra spurninga á óþægilegri stundu. Undarlegt.

Hrannar Baldursson, 30.7.2008 kl. 22:06

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðni er orðfimur og skemmtilegur viðmælandi í fjölmiðlaþáttum. Enginn stækkar sig á því að gera lítið úr honum. Ævisaga hans er sömuleiðis mjög áhugaverður lestur.

Og látum þetta ekki dragast niður í suma lágkúruna sem tíðkast á netinu (þeir taki til sín sem eiga; ég er ekki að tala til þín, Hrannar).

Jón Valur Jensson, 30.7.2008 kl. 22:24

13 Smámynd: Villi Asgeirsson

Alltaf að missa af. Af hverju er þátturinn ekki strímaður? Annars er hallærislegt að ganga út. Betra að sitja þarna og þegja, leyfa Stormskerinu að blaðra sjálfan sig í kaf. Ég hefði sennilega skipt yfir í nei/já svör ef Stormskerið hefði verið að skjóta mig í kaf, sem hann eflaust getur með bundið fyrir munninn.

Villi Asgeirsson, 30.7.2008 kl. 22:31

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

HRANNAR!...sammála Guðni er ekki slæmur sem manneskja, alls ekki!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.7.2008 kl. 23:02

15 identicon

http://www.stormsker.net/Midjan.html

Hér má heyra öll viðtöl Sverris til og með 16. júli, nýjustu þættirnir ættu að fara detta inn. Hann hefur meira segja fengið Hannes Hólmstein mæta tvisvar og í seinna skiptið var hann nú alveg kominn með nóg af honum (þ.e. Hannes af Sverri) og er sá eini sem ég hef heyrt ná að láta Sverri hætta að spyrja sömu spurninguna aftur og aftur.

Baldur (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 00:08

16 Smámynd: Hrannar Baldursson

Villi: Sjálfsagt, en kannski þráði Guðni bara svona miklu meira að fara út í sólina heldur en að vera kaffærður af stormskerinu.

Anna: Ég þekki hann ekki persónulega, en hef unun af því að hlusta á manninn tala. Hefði hann gerst klerkur hefði hann bjargað íslensku kirkjunni úr þeirri krísu sem hún virðist vera í núna.

Baldur: Takk fyrir þetta.

Hrannar Baldursson, 31.7.2008 kl. 00:29

17 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

nákvæmlega Hrannar....hann er úr allt annari öld!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.7.2008 kl. 01:02

18 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Gaman þegar spyrlar fá að stjórna umræðunni svona einu sinni. Skil vel að stjórnmálamenn sem eru búnir að venjast of góðu lengi komi jarmandi af fjöllum þegar einhver nennir að spyrja þá loksins réttu spurninganna. Nema að það hafi verið eitthvert óþol hjá Guðna að fá að komast út í sólina aftur :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 31.7.2008 kl. 06:24

19 Smámynd: Hrannar Baldursson

Anna: og líklega af öðru svæði líka, enda vill Guðni nú koma í veg fyrir endurflutning þáttarins, samkvæmt Sverri, nokkuð sem lítur afar illa út fyrir hann.

Kjartan: Þetta snýst ekki um það að Sverrir hafi þóst vera stjórnandi, heldur spurði hann af miklum ákafa og vildi greinilega sitja við sama borð og viðmælandinn, og fá að spyrja eins og hann langaði til. Hann var að leita ákveðins jafnræðiss í samræðunni, sem mér fannst áhugavert.

Hrannar Baldursson, 31.7.2008 kl. 07:46

20 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hrannar, takk fyrir að vekja athygli á þessu! Guðni greyið er ekki einn, en þjóðin er í djúpum skít núna (e, deep shit) og það er skrítið ef ENGIN ber ábyrgð á því?...eða hvað?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.7.2008 kl. 21:42

21 Smámynd: Hrannar Baldursson

Anna: nákvæmlega það sem næsta færsla mín mun fjalla um... og langar í raun að spá meira í framtíð en fortíð í þeim efnum. Takk sjálf.

Hrannar Baldursson, 31.7.2008 kl. 21:53

22 Smámynd: Hrannar Baldursson

Á maður ekki að vera svolítið montinn að hafa komið fyrstur með þessa frétt.

Ég hlustaði á þáttinn aftur síðasta sunnudag og fannst Stormskerið vera frekar kurteist miðað við að Guðni mætti um hálftíma of seint í þáttinn og leiðrétti spaugsama kynningu Sverris á frekar leiðinlegan hátt í upphafi þáttar. 

Annars er þetta með bestu útvarpsþáttum sem ég hef heyrt. Að minnsta kosti það besta á þessari öld.

Hrannar Baldursson, 7.8.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband