Fjölskyldufaðir skotinn vegna skvaldurs í bíó

James Joseph Cialella Jr.

Í fyrradag hunsaði fjölskylda sem sat fyrir framan mann á kvikmyndasýningu í Bandaríkjunum ósk hans um að þau hættu að skvaldra með þeim afleiðingum að maðurinn, James Joseph Cialella yngri, 29 ára gamall, stóð upp, gekk í kringum sætaröðina og krafðist þess að fjölskyldan vinsamlegast héldi sér saman. Rifrildið æstist upp í handalögmál þar til Cialella dró upp skammbyssu og skaut fjölskylduföðurinn í vinstri handlegg. 

Gestir kvikmyndahússins, sem höfðu verið að horfa á The Curious Case of Benjamin Button, með Brad Pitt og Cate Blanchett í aðalhlutverkum, þustu í allar áttir og leituðu skjóls, en Cialella fór hins vegar aftur í sæti sitt og hélt áfram að horfa á myndina, þar til lögreglan færði hann í gæsluvarðhald.

Mér finnst þetta áhugaverð frétt. Sérstaklega þegar mér verður hugsað til menningarmuns á Íslandi og Bandaríkjunum, og hvernig við tökum á málum þegar við erum ósátt. Ef einhver skvaldrar í kvikmyndahúsi hérna heima eða veldur ónæði á annan hátt, er sá hinn sami í mesta lagi beðinn um að sýna tillitssemi. Verði hann við því, gott mál. Ef ekki, er líklegt að sá sem kvartaði muni hafa það frekar skítt, að minnsta kosti þar til hann kemst heim og getur róað sig við að blogga um hvað var ömurlegt í bíó vegna tillitsleysis annarra bíógesta.

 

Sjá frétt um skotárásina hjá philly.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

er fyrir löngu búinn að gefast upp á því að fara í bíó .. skvaldur, og skrjáf.. fólk að koma of seint í tíma og ótíma gerði útslagið fyrir mig.. núna er það bara downlód og heimabíó sem gildir ;)

Óskar Þorkelsson, 28.12.2008 kl. 18:44

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ég skil hann vel , en að skjóta fólk er kannski fullmikið

Ánægður með að hann settist aftur og fór að að horfa á eina bestu kvikmynd sem ég séð á árinu , reyndar á Screeningu með góðu fólki sem skvaldraði ekkert í Álfabakkanum.

Ómar Ingi, 28.12.2008 kl. 20:53

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég fór oftast í bíó hérna áður fyrr þegar ég var skotinn í stelpum og fékk þær til að fara með mér í bíó. En mikið er nú gott að Skari Pílan (hér að ofan) fékk sér mega home movie box. Ekki vildi ég hafa fengið pílu í hálsinn vegna einhvers skvaldurs og smáskrjáfs í stelpum sem ég var skotinn í í bíó.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.12.2008 kl. 20:57

4 identicon

Segi það sama og Ómar, skil að hann vel, en fullmikið að taka upp byssu og drita á fólk!

En það verður að segjast að Íslendingar eiga sjálfsagt heimsmet í að skvaldra í bíó og helv...skrjáfið getur alveg farið með mann. Tala ekki um ógeðs fnykinn af poppinu og subbuskapinn sem fólk skilur eftir sig.....

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 21:24

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

"Ef ekki, er líklegt að sá sem kvartaði muni hafa það frekar skítt, að minnsta kosti þar til hann kemst heim og getur róað sig við að blogga um hvað var ömurlegt í bíó vegna tillitsleysis annarra bíógesta".

Frábær niðurstaða...og örugglega nærri sanni.

Sigrún Jónsdóttir, 29.12.2008 kl. 00:37

6 Smámynd: Sverrir Stormsker

Man eftir svipaðri frétt um mann sem sat að sumbli á öldurhúsi á Ítalíu. Einhver karíókíapi fór upp á svið og tók að gaula Frank Sinatra lög. Sá þyrsti bað hann vinsamlegast um að hætta þessu djöfulsins helvítis jarmi en "söngvarinn" lét sér ekki segjast. Gæinn tók þá upp afsagaða haglabyssu og skaut hann niður af sviðinu og hélt svo áfram að drekka einsog ekkert hefði í skorist. "Söngvarinn" þagnaði einsog skot. Þjónar komu svo og báru Sinatra-líkið út og hentu því í ruslagám. Svona er nú hægt að leysa málin á einfaldan hátt í útlandinu.

Sverrir Stormsker, 29.12.2008 kl. 00:49

7 identicon

Ætli umræddur árásamaður hafi verið búinn að ræða við starfsmenn bíóhúsins? Hér við Chicagoborgina, er ætíð starfmaður sem kemur í bíósalinn við byrjun sýningar myndar og óskar þar eftir að tillitsemi og kurteisi bíógesta. Starfsmaður bendir einnig á að ef eitthvað bjáti á - að tilkynna starfmanni í staðinn fyrir að útkljá málin sjálfur... Ég hélt að fólk hér væri hætt að skipta sér sjálft af, einmitt af ótta við þessar afleiðingar - en sá vopnaði var vissulega öruggur með sjálfan sig og því leikur einn fyrir hann að leyfa sér að "taka lögin í eigin hendur"... Ætli ég megi ekki búast við að þurfa í vopnleit næst þegar ég leyfi mér að skreppa í bíó!

Stella (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 15:01

8 identicon

Ef þetta er mynd af manninum sem kvartaði um skvaldur er ég nokkuð hissa á fjölskylduföðurnum að hafa ekki tekið betur í fyrstu beiðni mannsins um að sýna tillitsemi. Kannski var dimt í salnum. Auðvitað er þetta allt fáránlegt en maður hefði hugsað sig tvisvar um að hefja deilur við þennan mann yfir jafn lítilvægu atriði.

Ólafur (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband