Eru það persónulegir hagsmunir sem koma í veg fyrir aðgerðir ríkisstjórnar?


 

Í frétt visir.is kemur fram að Árni Mathiesen fjármálaráðherra, er á meðal stofnfjáreigenda í Byr. Byr er sparisjóður. Sparisjóðir eru fjármálafyrirtæki. Um sparisjóði gilda einhverjar aðrar reglur en um banka, en í eðli sínu eru sparisjóðir bankar. Aðeins bókstafstrúarmaður gæti hafnað slíkum sannleik.

Þegar Árni Mathiesen var spurður í þættinum Silfur Egils um vorið 2008 hvort að ríkisstjórnin ætlaði ekki að koma almenningi til hjálpar vegna gengisfellingarinnar sem varð í vetur og árásinnar á íslenska hagkerfið, svaraði hann því til að fyrst og fremst bankarnir gætu treyst á ríkið. Hann minntist ekkert á fólkið í landinu.

 



Mér fannst þetta afar furðuleg afstaða og skildi hana ekki. En nú hafa komið fram upplýsingar sem útskýra þetta dularfulla viðhorf, og sýna að málið er svo einfalt að erfitt er að sjá það.

Árni er nefnilega einn af eigendum Sparisjóðsins Byr. Ég veit ekki hvort hann hafi átt í fjármálafyrirtæki þegar hann lét þessi ummæli falla í vetur, en það er afar vafasamt af fjármálaráðherra að eiga hlut í banka - því skoðanir hans verða hlutdrægar og ljóst er að vegna þessarar hlutdrægni munu fjármálafyrirtæki fá meiri stuðning en fólkið í landinu. Hagsmunaárekstrar sem þessir eru afar ófagmannlegir og ættu að vera bannaðir með lögum, þar sem þeir valda óhjákvæmilega hagsmunaárekstrum.

 

83a38618032494ba961fd17889aaf2df_300x225

 

Málið er að fjármálaráðherra sem á hluta í fjármálafyrirtæki hlýtur að huga fyrst og fremst um hag eigin fyrirtækis, og leyfa hagi þjóðarinnar að mæta aðgangi. Annað væri einfaldlega óskynsamlegt í stöðunni.

Á meðan kreppir að vegna verðbólgu og gengisfellingar hjá alþýðunni sem er á föstum launum sýna fjármálafyrirtæki gífurlegar hagnaðartölur sem skila sér til eigenda þeirra, og þegar í ljós kemur að fjármálaráðherrann sjálfur er einn af þessum eigendum, þá fer heildarmyndin að skýrast.

 

 

Eigendur fjármálafyrirtækja hljóta að hugsa fyrst og fremst um eigin hag. Það myndi ég sjálfur gera. Það myndu allir gera. Þannig er mannlegt eðli. Þess vegna eiga stjórnmálamenn ekki að eiga í fyrirtækjum sem tengjast ákvörðunum þeirra í stjórnsýslunni. Fátt er verra en hagsmunaárekstrar í stjórnsýslu, einfaldlega vegna þess að þeir valda óréttlæti í stað þess að koma í veg fyrir það.

Þetta er slíkur hagsmunaárekstur að maður hlýtur að spyrja hvort að það sé löglegt af fjármálaráðherra að eiga hlut í fjármálafyrirtæki? Eru virkilega ekki til lög sem banna stjórnmálamönnum að höndla málefni sem snerta þá sjálfa náið?

 

 

Nú hljótum við að spyrja hvort að það sé regla frekar en undantekning að ráðherrar þjóðarinnar eigi svona mikið í fjármálafyrirtækjum eða öðrum rekstri sem verða fyrir beinum áhrifum af ákvörðunum þeirra við stjórnsýslu, og hvort að þetta útskýri ástæður fyrir einkavæðingu á ríkisstofnunum sem sinna fjármálum, samskiptum og orku.

Getur verið að stjórnvöld séu það gjörspillt, bæði hér heima og víðar um heim, að ákvarðanir ráðamanna snúist fyrst og fremst um að tryggja sér og sínum hagstæða framtíð, og að þetta sé orðið að hefð í stjórnmálum?

 

 

Það er ljóst að ef það er hagkvæmara fyrir ráðherra að gera ekki neitt heldur en að gera eitthvað, sama þó að það kosti ókunnuga þegna óþægindi og valdi einhverjum leiðindum, þá er það skárri kostur (fyrir þá) en að hugsanlega styggja þá sem láta peninginn vaxa á trjánum.

Það væri áhugavert að vita meira um bein hagsmunatengsl ráðherra og þingmanna, sem og skýr hagsmunatengsl gegnum maka, fjölskyldu og vini. Eru slík hagsmunatengsl og vinabönd skrímsli sem útilokað er að sigrast á? Eitthvað sem hefur alltaf fylgt okkur og mun alltaf fylgja okkur?

 

 

 

Aðrar færslur um sama mál: 

Var stærsta bankarán aldarinnar framið á Íslandi rétt fyrir páska?

Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera fyrir fólkið í landinu?

Hvar eru Geir H. Haarde, Árni M. Mathiesen, Björgvin G. Sigurðsson, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á meðan neyðarástand ríkir á fjármálamarkaði?

 

 

Heimildir og mynd af fjármálaráðherra: visir.is

Mynd af Agli Helgasyni: Eyjan.is

Logo Byr Sparisjóðs: Viðskiptablaðið

Mynd af ríku barni: Day by Day - Every day is a Saturday

Táknmynd af réttlæti: I'm Trying to Wake Up

Mynd af heilögum Georgi og drekanum: Illusions Gallery


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur lengi legið fyrir að Matthiesenanir vor tengdir Sparisjóði Hafnarfjarðar sem stofnfjáreigendur.  Ég sá þetta viðtal við Árna og varð jafn undrandi og þú.  Það sem mér fannst þó undarlegra er viðtal við Árna í sumar þar sem hann var tekinn á beinið að vegna 500 milljarða gjaldeyrisforða lánsins sem hefur ekki enþá verið tekið.  Þar sagði hann að þeir aðilar sem hefðu komið sér í vandræði yrðu að koma sér út úr þeim sjálfir, ekki var hægt annað á honum að skilja en hann ætti þar á meðal við bankana.  Árni hefur því talað í kross.

Það er spurning hvort óska staða eigenda bankana sé ekki sú; að ríkið taki stóra lánið endurfjármagni þá sem illa stanada með sín húsnæðislán hjá bönkunum og þannig veði ábyrgðinni komið yfir á skattgreiðendr þannig að bankarnir hafi sitt á þurru.  Eins og verðbólgan er í dag mun verðtrygginginn sjá til þess að þeir sem endurfjármagaðir verða munu verða í enn vonlasari stöðu á eftir.  Hvort sem ráðamenn sjá þetta svona eða að þeir bíði bara eftir að almenningur verður nógu hávær til að réttlæta slíka "björgun" í formi endurfármögnunnar er ekki gott að sjá en óneitanlega virðist það stefna í þá átt. 

Magnús (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 08:17

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sæll Magnús,

Ég hafði ekki hugmynd um þessi hagsmunatengsl Árna við Sparisjóð Hafnarfjarðar, en þau útskýra heilmikið. 

Það er vitað mál að hagsmunatengsl stjórnmálamanna geta verið þjóðinni stórhættuleg. Af hverju er ekki komið í veg fyrir þetta á skipulagðan hátt á Íslandi?

Þetta er óregla.

Hrannar Baldursson, 31.8.2008 kl. 09:21

3 identicon

Sæll Hrannar.  Kannski verðum við að líta á þetta í því lósi að á árum áður var talið eðlilegt að stonfjárfestar í sparisjóðum væru á meðal áhrifa manna samfélagsins, kannski þeirra persónulega framlag til framþróunar samfélagsins. En ég er sammála þér að eftir að einkavæðingin gekk yfir, getur þarna verið um hreina eginhagsmunagæslu að ræða.

Gleymum því ekki að fyrir nokkrum misserum sögðu ráðamenn að einkvæðing bankana hafi leyst gríðarlegt jákvætt afl úr læðingi fyrir tilstuðlan einkaframtaksins.  En það er oft vandséð bilið milli einkaframtaks og eiginhagsmuna sérstaklega þegar illa árar.

Magnús (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 10:05

4 Smámynd: Ómar Ingi

Árni er óhæfur með öllu í sínu starfi , hann hefur sannað það sjálfur.

Ómar Ingi, 31.8.2008 kl. 13:09

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Magnús: ég er mjög hrifinn af því að meta hlutina í stóra samhenginu, og er sífellt að átta mig betur á hversu margir fylgifiskar fornrar tíðar sem eiga ekki heima í nútímanum eru ennþá í gangi aðeins vegna hefðarinnar. Tómar hefðir geta verið afar vafasamar, sérstaklega ef fólk er neytt til að fara eftir þeim.

Ómar: Árni hefur sýnt það með ákvörðunum sínum að eitthvað vantar upp á dómgreindarhæfnina, en þetta mál er sönnun þess að hann er óhæfur sem fjármálaráðherra, vegna hagsmunaárekstra. Ég get ekki séð að nokkur samþykki þeygjandi og hljóðalaust slíka hagsmunaárekstra, nema viðkomandi leiki eftir sömu leikreglum.

Hrannar Baldursson, 31.8.2008 kl. 13:26

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vann í Sparisj. Hfj. nokkra mánuði 78-79. Matthisenarnir áttu bankann, fannst mér. Vil ekki segja meira um þetta tiltekna mál.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 21:20

7 identicon

Það má þá benda á það að Sigurður fyrrverandi Skattstjóri var þarna einnig hluthafi,eftir minni bestu vitund.Hann stendur reyndar í kærumáli eftir því sem ég heyrði á Útvarp Sögu,seldi bréfin sín á 50,milljónir,en kaupandinn seldi þaug síðan á 90,milljónir,ef þetta reynist rétt ,sem sagt var í þættinum hjá Sigurði G Tómassyni og Guðmundi Ólafssyni,þá sýnir það hve þessi skattstjóri hefir verið vanhæfur í svo mörgum málum.Árni Mathíasen er útaf fyrir sig algjörlega vanhæfur og hefir verið það frá því að hann settist í þennan stól sem Fjármálaráðherra.Árni er málpípa peningaafla.Honum er fjarstýrt.

Númi (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 22:39

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta mál minnir mig á dæmi sem ég nefndi í þessum bloggpistli - dæmi númer 2. Það var reyndar heimatilbúið og ímyndað - en virðist ekki fjarri lagi hvað þetta mál varðar.

En það er engin spilling á Íslandi, er það? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.9.2008 kl. 11:28

9 identicon

Það væri afar áhugavert að taka finna heimildir um tengsl stjórnmálamanna og einkafyrirtækja, held það myndu ýmsar misæskilegar upplýsingar koma fram. En var að heyra þær fréttir að Árni sé að hætta sem fjármálaráðherra og setjast í stól Landsvirkjunarforstjóra, spurning hvort það sé til að losna undan öllum pólitískum þrýstingu og spillingaofsóknum...hehe

Kristbjörn H. (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband