Þarf sérstaklega að rannsaka hnitmiðaðar gengisfellingar, ofurlaun, hagsmunatengsl, gjaldþrot og spillingu vegna fjármálakreppunnar?

 

 

 

Björn Bjarnason vill láta rannsaka hvort að tilefni sé til lögreglurannsóknar á grundvelli opinberra mála, og fagna ég því.

Af hverju fær efnahagsbrotadeild ríkislögreglunnar ekki einfaldlega hærri fjárhæðir til að rannsaka málin, í stað þess að stofna nýja nefnd til að rannsaka hvort að tilefni sé til rannsóknar?

Nokkur atriðið sem mér dettur í hug á augnablikinu að þurfi að rannsaka:

  • Það þarf sérstaklega að rannsaka af hverju gengið féll þrívegis rétt fyrir árfjórðungsuppgjör á þessu ári og hvort að eitthvað svipað hafi verið í gangi fyrir fyrri uppgjör, og hverjir hafi þá verið að stýra þessu - hvort sem um innlenda eða erlenda aðila var að ræða.
  • Það þarf sérstaklega að rannsaka hvort að fengin lán hafi verið reiknuð sem árangurstengdur hagnaður í bankakerfinu og því greiddur út sem ofurlaun. Lán og laun sem ætlast er til að almenningur borgi til baka næstu árin. Einnig má rannsaka hversu mikið af þessum upphæðum fór til eigenda.
  • Það þarf sérstaklega að rannsaka hagsmunatengsl milli stjórnmálamanna, greiningarstofnana, auðmanna og banka, og hvort að óeðlilegar ákvarðanir hafi verið teknar vegna þessara tengsla.
  • Það þarf sérstaklega að rannsaka hvort að Glitnir hafi sannarlega verið gjaldþrota þegar Seðlabankinn lýsti hann gjaldþrota.
  • Það þarf sérstaklega að rannsaka og koma í veg fyrir spillingu hjá íslenska Ríkinu, sama þó að hún mælist lítil í samanburði við alþjóðamælikvarða. Lítil spilling er of mikil spilling.

Er eitthvað fleira sem þarf að rannsaka?

 

Af ruv.is:

 

Boðar rannsókn á fjármálakreppunni

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, boðaði sérstaka rannsókn á fjármálakreppunni og falli þriggja stærstu banka landsins á Alþingi í dag. Til stendur að stofna sérstakt rannsóknarembætti til að skoða kærur um meinta refsiverða verknaði sem tengjast falli bankanna.

Markmiðið er að kanna, hvort tilefni sé til lögreglurannsóknar á grundvelli laga um meðferð opinberra mála. Skýrsla mun liggja fyrir eigi síðar en í árslok 2008. Á grunni hennar verður tekin ákvörðun um saksókn.

 

Dómsmálaráðherra hefur fundað með ríkissaksóknara og óskað eftir því bréflega að embættið afli staðreynda um starfsemi bankanna þriggja, útibú þeirra og fyrirtækja í þeirra eigu, tilfærslu eigna, einkum á síðustu mánuðum starfseminnar. Markmiðið er að kanna hvort tilefni sé til lögreglurannsókna.

Skýrsla með niðurstöðum rannsóknarinnar á að liggja fyrir í árslok. Á grunni hennar verður tekin ákvörðun um saksókn. Ríkissaksóknari verður í samstarfi við Ríkisendurskoðun, Fjármálaeftirlitið og skattrannsóknarstjóra. Ráða þarf sérstaka starfsmenn til að vinna skýrsluna og því þarf að tryggja verkinu fjármagn, sem Björn hét á Alþingi að gera. Hann sagði jafnframt að unnið væri að lagafrumvarpi í dómsmálaráðuneytinu um umgjörð þessarar rannsóknar.

Björn segir að stofnað verið til tímabundins rannsóknarembættis sem taki við rannsókn á kærum um meinta refsiverða verknaði sem sprottnir séu af eða tengist falli bankanna.  Ráðinn verði sérstakur forstöðumaður þessa embættis sem starfi í nánu samstarfi við hverja þá opinberu stofnun, innanlands eða utan, sem geti lagt lið við að upplýsa mál og greiða fyrir rannsókn þeirra. Embættið starfi undir forræði ríkissaksóknara sem, gæti ásamt forstöðumanni að ákvarða hvaða rannsóknarverkefni falli til þess, sagði Björn á Alþingi í dag.

Björn sagði mikilvægt að hrapa ekki að ályktunum, gefa sér ekki fyrirfram að lög hafi verið brotin. Hann sagði jafnframt að eðlilegt væri að velta fyrir sér að koma á fót nefnd með fulltrúum allra þingflokka sem hefði eftirlit með rannsókninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glitnir var gjaldþrota.

sandkassi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 09:46

2 Smámynd: Ellert Júlíusson

Já hann var tæknilega gjaldþrota. Hann átti fullt af eignum en gat ekki borgað af lánunum.

Sama gerist ef ég á 50% eignarhluta í íbúð sem kostar 30m. Ef ég get ekki borgað reikningana þá skipta þessar 15m engu máli. Dótið er tekið.

Ellert Júlíusson, 16.10.2008 kl. 10:05

3 identicon

ég er með bíl sem er óseljanlegur þessa dagana sem er allt í lagi því mér líkar vel við hann. En sjáðu til;

Bíllin er listaður á 2.1 og hvílir á honum 1.7. Svona bílar standa í lange bane í dag á bílasölunum og ekki 1 hreyfist. Ef ég ætlaði að selja hann núna, ætli ég þyrfti þá ekki að fara niðrí svona 5 - 700.000?

Þetta eru engin smáræðis afföll. Eignapakki sá sem boðin var Seðlabankanum gegn láninu innihélt fullt af svona óseljanlegum bílabréfum.

Ástarbréf sem rætt er um (get ég mér til) þar sem leitast er við að verðleggja viljayfirlýsingar og viðskiptavild. Hlægilegt drasl.

sandkassi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 11:00

4 Smámynd: DanTh

Nokkrum vikum áður en Glitnir fór í þrot þá mat bankinn það svo að fyrirtækið Mest væri "tæknilega" gjaldþrota þar sem fyrirtækið hafði ekki lausafé né getu til að greiða sínar skuldir.  Glitnir hirti helstu verðmætin úr því fyrirtæki og rekur þann hluta undir nafni Steypustöðin Mest í dag.  Þetta var gert til þess að vernda peningalega hagsmuni bankans eins og sagt er. 

Bara þessi gjörningur forsvarsmanna Glitnis undirstrikar það að þar á bæ telji menn fyrirtæki gjaldþrota þegar það á ekki lausafé fyrir skuldum.  Á þessum forsendum var bankinn sjálfur kominn í greiðsluþrot og þar með "tæknilega" GJALDÞROTA þegar forsvarsmenn bankans óskuðu eftir aðstoð Seðlabankans.   

Það var líka almannarómur innan bankannal rétt áður en allt fór til fjandans, að bæði Glitnir og Landsbankinn væru "tæknilega" gjaldþrota.  Ég held menn ættu að pumpa svolítið þetta fólk sem var gangverk þessarar vitleysu.  Það kæmi vafalaust þar ýmislegt í ljós sem forsvarsmenn bankanna vildu láta liggja undir steini.

DanTh, 16.10.2008 kl. 11:01

5 identicon

ójá, Bjarni Ármannsson og félagar eiga eftir að svara mörgum spurningum. Þetta er ekki búið.

sandkassi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband