20 bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 7. sæti: Star Wars

Fyrir löngu síðan, í stjörnukerfi langt langt í burtu...

Þannig hefst sagan, rétt eins og Grimms ævintýri. En við fáum miklu meira út úr þessari kvikmynd heldur en einfalt ævintýri. Þó að sögufléttan sé einföld, þá er söguheimurinn margbrotinn og flókinn, með litríkum og skemmtilegum persónum.

Til umfjöllunar er Star Wars, sem kom fyrst út árið 1977, en ég sá í Nýja bíói árið 1978, þá átta ára gamall og varð uppfrá því augnabliki kræktur í heim kvikmyndanna. Þá hét hún bara Star Wars og ekkert annað. Ekki eins og í dag, en nú heitir hún víst formlega: Star Wars - Episode IV: A New Hope.

Á tjaldinu birtust meiri víðáttur en ég hafði áður ímyndað mér að væru mögulegar, geimflaugar á ferð og flugi skjótandi litríkum geislaskotum, og svo var það svalasta af öllu: geislasverðið. Svo má ekki gleyma tónlistinni sem er eitt af meistaraverkum eins mesta nútímameistara tónlistarheimsins: John Williams, sem hefur einbeitt sér að kvikmyndatónlist með frábærum árangri.

Heiti allra helstu persóna lagði ég strax á minnið og allir þekktu Svarthöfða (Darth Vader). Luke Skywalker var hetjan sem maður hélt með frá upphafi, og eignaðist hann ansi skrautlega vini á leiðinni frá því að vera bóndastrákur til að vera stríðshetja með uppreisnarmönnum gegn hinu illa keisaraveldi, sem hafði látað smíða geimstöð á stærð við tungl jarðar sem gat sprengt plánetur í tætlur með lítilli fyrirhöfn.

Það var vel þess virði að kynnast þeim Han-Solo, Obi-Wan Kenobi, R2-D2, C-3PO, Chewbacca og Leiu prinsessu.

Lestu fulla gagnrýni mína um Star Wars með því að smella hérna, en til gamans hef ég tekið mér pennanafnið Jonathan King þegar ég skrifa á ensku.

 

7. sæti: Star Wars

8. sæti: The Matrix

9. sæti: Gattaca

10. sæti: Abre los Ojos

11. sæti: The Thing

12. sæti: Brazil

13. sæti: E.T.: The Extra Terrestrial

14. sæti: Back to the Future

15. sæti: Serenity

16. sæti: Predator

17. sæti: Terminator 2: Judment Day

18. sæti: Blade Runner

19. sæti: Total Recall

20. sæti: Pitch Black


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Ha...bara lousy sjöunda sæti???  Það er bara til ein betri sci-fi mynd að mínu mati og það er Empire Strikes Back!

Annars er náttúrulega ekki hægt að setja Star Wars myndirnar á svona lista því það er bara ekki hægt að bera þær saman við neitt annað...

Ok ég viðurkenni að ég hef kannski látið Star Wars stjórna lífi mínu aðeins meira en "venjulegt fólk"... en það hefur verið þess virði og hefur gefið mér mikið.  Það er meira að segja óbeint Star Wars að þakka/kenna hvar ég er í dag.

Fyrir nákvæmlega 10 árum fór ég í fyrsta skiptið til Bandaríkjanna...exclusively til að sjá sérstaka sýningu á leikmunum úr myndunum í tilefni af 20 ára afmælinu.  Þessi sýning hét "Magic of the Myth" og fór fram á National Air & Space Museum (Smithsonian) í Washington D.C.

Einu ári seinna sagði ég upp vinnunni til að komast til Texas á forsýningu á Phantom Menace og sérstaka Star Wars hátíð þar sem eg hitti m.a. Billy Dee Williams (Lando), Jeremy Bullock (Boba Fett) og Kenny Baker (R2-D2)...í þessari ferð heimsótti ég líka skóla sem ég átti svo eftir að fá skólavist í.

Svo mætti ég að sjálfsögðu á Celebration IV hátíðina í Los Angeles í fyrravor (í tilefni af 30 ára afmælinu) og þar hitti ég ekki ómerkari karaktera en Carrie Fisher (Leiu), Anthony Daniels (3PO), Dave Prowse (Darth Vader), Peter Mayhew (Chewie) og fleiri.  (sjá http://picasaweb.google.com/robert.bjornsson/StarWarsCelebrationIV)  

En toppurinn á tilverunni og ein stærsta stund lífs míns svei mér þá var í nóvember s.l. en þá hitti ég sjálfan maestro John Williams.  Hann stjórnaði tónleikum Chicago Symphony Orchestra í Chicago þar sem hann tók nokkur af sínum þekktustu verkum og salurinn ætlaði bókstaflega að rifna þegar hann tók Imperial March og Star Wars þemað.  Það er þessum manni að þakka að ég lærði á franskt horn á sínum tíma og fékk áhuga á klassískri tónlist.  

Þar fyrir utan kynntist ég besta vini mínum á sínum tíma sökum sameiginlegs (fanatísks) áhuga á Star Wars...þannig að ég get með sanni sagt að Star Wars phenomenað hefur haft gríðarleg og að mestu leiti jákvæð áhrif á líf mitt.   Afsakaðu langlokuna og takk fyrir mig...já og May the Force be with you!

Róbert Björnsson, 13.7.2008 kl. 07:15

2 Smámynd: Róbert Björnsson

P.S.  fyrir þá sem hugsanlega eru á leiðinni til Minneapolis bendi ég á koma við í Science Museum of Minnesota, en þar fer nú fram sérstök Star Wars sýning þar sem tæknin á bakvið Star Wars heimin er útskýrð ásamt því að leikmunir og búningar úr myndunum eru til sýnis. 

Róbert Björnsson, 13.7.2008 kl. 07:23

3 Smámynd: Róbert Björnsson

P.P.S.  sýningin stendur út ágúst... www.smm.org

Róbert Björnsson, 13.7.2008 kl. 07:24

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Róbert. Ég er nógu mikill aðdáandi Star Wars til að horfa á myndirnar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, en það er skilyrði sem ég set til að mynd geti fengið 10 í einkunn hjá mér, en ekki nógu mikill aðdáandi til að láta myndirnar stjórna mínu lífi, - þó að mér þyki heimspekin í myndunum afar áhugaverð. Ég var í Minneapolis tvisvar í júní, og hafði nógan tíma til að fara á þessa sýningu. Ég vissi af henni, en fór ekki. 

Hins vegar mætti stúdera mikið hughyggjuna og stóuspekina sem liggur að baki Jedi riddurunum, og svo aftur efnis- og nytjahyggjuna að baki Sith reglunni. Ef við yfirfærðum þetta á heiminn í dag, þá væri mjög auðvelt að sjá hvernig viðskiptaheimurinn (t.d. Hollywood of Lucasarts), ofverslun Íslendinga og hugmyndirnar sem bankarnir byggja á, passa fullkomlega við Sith regluna, á meðan kirkjustofnanir, skólar og spítalar passa inn í Jedi hugsunarháttinn.

Star Wars getur hjálpað þér að átta þig á muninum á góðu og illu, þó að ekki sé hægt að meta slíkt blint út frá lokuðum heimi kvikmyndar. Hins vegar getur þetta gefið góðar vísbendingar um hvernig gott getir verið að lifa lífinu. Hver og einn nýtir það á sinn hátt.

Megi neistinn fylgja þér!

Hrannar Baldursson, 13.7.2008 kl. 11:52

5 Smámynd: Ómar Ingi

Já þetta er rugl listinn hans Hrannars

En hann má víst hafa sína skoðun á þessu  ( ég er búin að athuga )

Ómar Ingi, 13.7.2008 kl. 14:19

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hver er þín skoðun Ómar, hvort finnst þér að Star Wars ætti að vera ofar eða neðar?

Hrannar Baldursson, 13.7.2008 kl. 15:22

7 Smámynd: arnar valgeirsson

sáana líka ´78 í nýja bíó. bara í nýja bíó á akureyri. mér finnst myndin flott, byrjunin snilld, en þó ekki jafn mögnuð og honum róbert...

séð hana einu sinni síðan og man ekki líkt því allt. en errtveirdétveir og séþrjúpéó voru í uppáhaldi til að byrja með sko.

ákveðið tímamótaverk og ég er alveg sáttur við sjöunda sætið. en mér finnst þó allavega ein talsvert miklu betri sem er ekki enn komin á listann.

vona að hún vinni...

arnar valgeirsson, 13.7.2008 kl. 17:17

8 identicon

"Ef við yfirfærðum þetta á heiminn í dag, þá væri mjög auðvelt að sjá hvernig viðskiptaheimurinn (t.d. Hollywood of Lucasarts), ofverslun Íslendinga og hugmyndirnar sem bankarnir byggja á, passa fullkomlega við Sith regluna, á meðan kirkjustofnanir, skólar og spítalar passa inn í Jedi hugsunarháttinn."

Má kanski deila um hvar kirkjustofnanir  eru í raun og veru í þessu flokkunarkerfi ;)

Annars verður gaman að sjá hvernig listinn klárast.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 18:01

9 Smámynd: Ómar Ingi

Þessi listi þinn er bara tómt klúður og hún á að vera ofar en alltaf fyrir neðan Blade Runner.

Ómar Ingi, 13.7.2008 kl. 23:03

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ómar: Þú átta þig líklega einhvern daginn á að Blade Runner er ekkert svo sérstök, eða þá að ég átta mig á að Blade Runner er miklu betri en mér finnst, en þar til það gerðist verð ég að vera trúr eigin sannfæringu. Það sama á við um Star Wars. Reyndar er mjög erfitt að raða síðustu myndunum, því mér finnst þær allar frábærar, og því er það meira smekkur á þessari stundu sem ræður hvar þær lenda á listanum, heldur en eitthvað alheimslögmál. Blade Runner náði ekki einu sinni fullu skori hjá mér. Sorry.

Arnar: Mig grunar hvaða mynd þú ert með í huga, og ljóst að þú verður fyrir vonbrigðum, eða ekki. Ég kem með til að hafa eina í 0. sæti, svona sæti án sætis, mynd sem er ekki beint skemmtileg vísindaskáldsaga en samt mikilvæg fyrir kvikmyndasöguna. Það er frekar auðvelt að giska hvaða mynd ég er að tala um.

Þorsteinn: Því miður er ekki allt í okkar heimi eins og það ætti að vera, og Sith reglan er hugsanlega að taka yfir skólakerfið líka - en sú stefna tengist meira að nemendur skili einhverju af sér heldur en að þeir mennti sig. Þetta tvennt fer ekki alltaf saman, þó að vissulega geti það gerst sé vel haldið á spöðunum.

Hrannar Baldursson, 14.7.2008 kl. 01:27

11 Smámynd: Neddi

Mér finnst það alltaf svolítið merkilegt þegar að einhver býr til svona lista eins og Hrannar er að gera núna þá koma alltaf einhverjir og gagnrýna hvað hann velur. Það er eins og menn geri sér ekki grein fyrir því að svona listar eru og verða persónuleg skoðun þess sem að gerir listann og smekkur manna er og verður mismunandi.

Neddi, 14.7.2008 kl. 10:57

12 Smámynd: Hrannar Baldursson

Neddi: Eitt af því sem gerir gerð svona lista spennandi og skemmtilega er einmitt þetta ólíka viðhorf fólks. Ég hef afar gaman af því að fá gagnrýni á mitt val.

Hrannar Baldursson, 14.7.2008 kl. 11:26

13 Smámynd: Neddi

Gagnrýni er eitt en komment eins og þau frá Ómari eiga lítið skilt við gagnrýni. (ok, ég er kominn í þversögn við sjálfan mig)

Það er hins vegar gaman að lesa komment eins og hjá Róbert því hann færir rök fyrir máli sínu en kallar þetta ekki bara rugl og vitleysu án þess að útskýra afhverju.

Það er margt þarna sem að ég er ekki sammála (eins og t.d. að flokka Serenety svona neðarlega, ég meina common,Back to the future fyrir ofan hana) en ég læt það vera að kalla þetta rugl lista.

Það verður hins vegar gaman að sjá hvernig listinn endar.

Neddi, 14.7.2008 kl. 14:19

14 Smámynd: Ómar Ingi

Neddi sneddi

Ég er búin að segja Hrannari frá mínum viðhorfum og af hverju Blade Runner ætti Á að vera ofar á listanum hans Hrannars

Ég er bara alltaf að minna Hrannar á þessi mistök sín

Þetta hans listi hans val og hans skoðun

ég er bara að segja honum mína skoðun á listanum hans og ekkert sem ég segi mun breyta hans skoðunum né lista , allavega myndi það koma mér á óvart ef einhver myndi geta breytt hans lista.

Það má ekki algerlega misklilja kallinn  ( Sko mig )

Ljúfar

Ómar Ingi, 14.7.2008 kl. 14:40

15 Smámynd: Neddi

Það var nú gott að þú leiðréttir þennan misskilning hjá mér. Reyndar er ég alveg sammála þér með að Blade Runner ætti að vera ofar á listanum enda ein allra besta vísindaskáldsaga kvikmyndanna.

Neddi, 14.7.2008 kl. 15:47

16 Smámynd: Hrannar Baldursson

Málið er að Blade Runner er endurgerð af einum af gömlu Star Trek þáttunum þar sem Captain Kirk berst við vélmenni, sem hefur þróað með sér gervigreind, og meira að segja í lokin bjargar vélmennið honum þegar Kirk hangir á klettabrún.

Philip K. Dick var mikill aðdáandi Star Trek og hefur sjálfsagt séð þáttinn og skrifað Do Androids Dream of Electric Sheep, sem Ridley Scott notaði síðan sem grunninn af Blade Runner. 

Þessi umræddi Star Trek þáttur hreif mig meira en Blade Runner. Og hananú.

Hrannar Baldursson, 14.7.2008 kl. 16:05

17 Smámynd: Neddi

Og hananú sagði hænan og lagðist á bakið.

Þennan umrædda Star Trek þátt hef ég ekki séð frekar en megnið af gömlu Star Trek þáttunum og því dæmi ég myndina eina og sér.

En þetta er að sjálfsögðu mín skoðun og ef ég hefði dug í mér til að setja saman minn eigin lista (nenni því hreinlega ekki) þá yrði Blade Runner pottþétt ofar. En á meðan letin er að drepa mig verður hún sem fastast í því sæti sem að þú settir hana í.

Neddi, 14.7.2008 kl. 18:39

18 Smámynd: Ómar Ingi

Isssss Hrannar trúrðu virkilega þessu bulli með Philip og Star Trek þáttinn þetta er tröllasaga.

En ef satt væri , yrði það virkilega það eina góða sem úr Star Trek hefur spunnist :)

Annars er Star Trek í útgáfu JJ Abrahams víst alger snilld ein aðeins örfáir einstaklingar hafa séð nokkur atriði úr myndinni sem hann er nú að klippa í þessum töluðu.

Já Blade Runner verður bara ofar á listunum okkar Nedda

Mig hlakkar mikið til að heyra hvað þér finnst um DARK KNIGHT.

Ómar Ingi, 15.7.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband