Af hverju hrósa fáir olíufélögunum þegar bensínið lækkar, en eru fljótir að kvarta þegar bensínið hækkar?

 

 

 

Þó að íslenska landsliðið eigi svo sannarlega hrós dagsins, þá koma olíufélögin í humátt á eftir með góðri lækkun á bensínverði.

Fólk getur verið fljótt að kvarta þegar bensínið hækkar, en það er frekar hljóðlátt þegar verðið lækkar, rétt eins og þegar heimsmarkaðsverð eða gengi hækkar er bensínið fljótt að hækka, og þegar heimsmarkaðsverð eða gengi lækkar tekur breytingin aðeins meiri tíma.

Ætli þetta sé bara spurning um áhuga?


mbl.is Eldsneytisverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ætli það liggi ekki í því að fólk veit ALLTAF að hægt væri að lækka meira, alltaf. Þetta er ræningjalýður, svo einfalt er það nú.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.8.2008 kl. 19:40

2 Smámynd: Landi

Ég var núbara að sjá að það væri búið að lækka eldsneyti,ég hrósaði því en á móti blótaði ég líka að vera nýbúinn að fylla á bílinn.

En í fréttinni hér á mbl er verð aðeins vitlaust því á grafarholti kostar litri af bensíni 154 að mér sýndist.

Landi, 22.8.2008 kl. 19:42

3 identicon

Þú ert bara að grínast, er það ekki?? 

Hefur þú ekkert fyglst með fréttum undanfarið?

Álagning þeirra aldrei verið hærri! 

Jú af því að þeir eru svo seinir að lækka aftur.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 20:46

4 identicon

Heyrðu ... ég sagði nú "jibbí" við vinnufélaga mína áðan þegar ég las þessa frétt.  Það stendur ekki á mér.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 20:49

5 Smámynd: Kristján Þórður Snæbjarnarson

Ég er sammála þér Hrannar, það vantar alveg að fólk láti í sér heyra, mér finnst þetta reyndar sýna okkur glöggt að nú eru þeir næstum því búnir að sleppa auka álagningu miðað við síðustu ár, en reyndar verður þessi staða eingöngu til sunnudags samkv. Bylgjunni. Þannig að þeir eru að sýna vígtennurnar og hlægja að okkur. Lifi samkeppnin (hvar svo sem hún er)!

Kristján Þórður Snæbjarnarson, 22.8.2008 kl. 21:39

6 identicon

Tek undir með fyrri kommentum að hrósa olíufélögunum fyrir lækkun sé nánast eins og að hrósa innbrotsþjófi. Eðli málsins samkvæmt eru fyrirtækin í þessu til að græða pening en ekki stunda góðgerðastarfsemi. Hrannar er kannski bara orðinn svona desperat að hann hoppar af gleði þegar brauðmoli fellur í fang honum af borði olíufélagana. Svona var kallað þrælslund í gamla daga.

 Þetta er mín skoðun

Magnús (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 22:40

7 Smámynd: Sturla Snorrason

Ég stend með olíufélögunum á mínu bloggi í dag.

Sturla Snorrason, 22.8.2008 kl. 22:43

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir allt sem Magnús lét frá sér fara. Og tek þó ekki undir hvað sem er.

Ég læt hinsvegar ekki hann Hrannar spila með mig því ég veit að hann glottir yfir því að hafa látið lesendurna taka sig alvarlega.

Enginn fyrirgefur nefnilega þjófi sem stolið hefur þremur hangikjötslærum þó hann skili til baka soðinu!

Árni Gunnarsson, 22.8.2008 kl. 23:03

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er nú bara vegna þess að flestum finnst ekkert gaman að hrósa. Ég er hinsvegar þeim gæðum gædd, að hrósa frekar en lasta og hefur það gert mitt líf mun jákvæðara en margra sem ég þekki. Ég hef líka algjörlega sloppið við frú Öfund, þó svo að ég hafi oft verið neðarlega í neyslu skalanum, ég hef alltaf verið bara svo rosalega þakklát fyrir lífið, ást foreldra minna á mér og heilsu og velferð barna minna, til að geta mögulega verið neikvæð.  Lífið er yndislegt ef maður vill.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.8.2008 kl. 23:18

10 identicon

Hvað er annars að frétta af Britney Spears?

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 03:18

11 identicon

Fyrst stela þeir frá okkur í samráði,en síðan á að hæla þeim , ekki sjens í helvíti .

Res (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 11:29

12 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég varð eiginlega svo hissa í gær að sjá lítrann á 156 kr. (Egó við Salaveg) að ég vissi hvað á mig stóð veðrið.  Þessi lækkun er svo gjörsamlega á skjön við þróun heimsmarkaðsverðs undanfarna daga að hún getur ekki verið neitt annað en viðurkenning olíufélaganna á því að gagnrýnin á þau var réttmæt.  Ég skil ekki hvernig hægt var að lækka verðið um heilar 9 kr. bara si svona.

Marinó G. Njálsson, 23.8.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband