Er Gísli Marteinn að sýna okkur starfslýsingu borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins með námsskreppi sínu til Skotlands?

 

gislibatman.jpg

 

Á meðan sumir stjórnmálamenn í Reykjavík berjast fyrir heiðri sínum og orðspori með kjafti og klóm skreppur Gísli Marteinn erlendis í nám á launum og tekur fjölskylduna með. Hann hefur reyndar hætt í einhverjum nefndum, en mun fylgjast með á Netinu og skreppa heim til að sitja fundi.

Þá veit maður um hvað starf borgarfulltrúa snúast. Sitja á fundi á tveggja vikna fresti, auk þess að vera í síma- og netsambandi. Ég gæti meira að segja unnið svona starf. Fyrst það fer enginn tími í þetta ætti maður kannski að skella sér í pólitík í aukavinnu.

Reyndar skil ég vel að Gísli Marteinn hafi viljað flýja farsann í borginni. Að sjálfsögðu væri eðlilegast að maðurinn tæki sér leyfi við eðlilegar aðstæður, en þar sem aðstæður eru ekki eðlilegar í borginni og flestir stjórnmálamenn sem þar starfa í vondum málum, var þetta kannski bara besti leikurinn í stöðunni?

Hvað finnst þér?

 

Óviðeigandi tilvitnun úr The Dark Knight: Lt. James Gordon:

Because he's the hero Gotham deserves, but not the one it needs right now...and so we'll hunt him, because he can take it. Because he's not a hero. He's a silent guardian, a watchful protector...a dark knight.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Kannski er þetta verulega snjallt hjá Sjöllum að samþykkja þetta,hann þvælist þá ekki fyrir neinum í næsta prófkjöri þegar þetta verður rifjað upp í slagnum.

Rannveig H, 18.8.2008 kl. 22:44

2 Smámynd: Ómar Ingi

Mjög svo óviðeigandi.

Skammastu þín drengur , Vera tala um Gisla littla og vitna í einhverja bestu kvikmynd allra tíma.

Have you no SHAME !!!!!

Ómar Ingi, 18.8.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Halla Rut

Þetta kalla ég "skiptimiða". Þetta er sárabætur frá Sjálfstæðisflokknum þar sem Gísli fékk ekki að vera Borgarstjóri en hann taldi sig eiga réttilega tilkall til stólsins. Kannski allt í lagi og kannski bara eðlilegt þar sem GMB hefur unnið mikið fyrir flokkinn. Spillingin fellst í því að láta borgarbúa borga brúsann. Þeir hefðu réttilega átt að borga honum uppihaldið sjálfir.

Halla Rut , 18.8.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: HR

Algjörlega sammála. Maður hefði haldið að þetta jobb snérist um að vera með púlsinn á borginni 24/7. Greinilega einhver misskilningur !

Gísli M. á að taka sér launalaust frí eins og hver annar sem fer í skóla.

HR, 18.8.2008 kl. 23:37

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér hugnast betur að maðurinn taki sér alveg frí. En kannski er þetta eðlileg stundun í borgarstjórn, kannski eru menn ekkert að vinna svo mikið, hvað veit almúginn. Held að Gísli þurfi ekki flugvél milli landa ef hann verður eins gallaður og þú sýnir á myndinni   

batman
Custom Smiley 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 23:51

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tek undir med Ómari hahahahaha

knús a´tig

Gudrún Hauksdótttir, 19.8.2008 kl. 08:44

7 Smámynd: haraldurhar

   Þetta er enn eitt dæmið um hversu dómgreindaleysi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er á háu stigi.

   Vitaskuld eiga menn ekki að þyggja laun fyrir vinnu er þeir vinna ekki.

haraldurhar, 19.8.2008 kl. 09:34

8 identicon

Það er náttlega bara fyndið að Gísli fari utan í skóla þegar allt er í klessu, bæði stjórnarlega og peningalega séð.
Þarna sést vel hversu mikla virðingu xD ber fyrir þegnum þessa lands... það eina sem skiptir þá máli eru stólarnir undir rassinn á sjálfum sér.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 17:28

9 identicon

Heyra í ykkur, ekki sama Jón og séra Jón !  Hvar voru þið þegar Ingibjörg Sólrún fór í skóla í London fyrir nokkrum árum, hún var borgarfulltrúi á launum þá, og mætti á 3 af þeim 11 fundum sem haldnir voru í borgarstjórn á þeim tíma.  Ég hugsa að mætingin verði betri hjá Gísla.

Guðjón (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 19:59

10 Smámynd: Villi Asgeirsson

Guðjón, við vorum að pirrast í okkar horni því við vorum ekki farin að blogga. Svo vil ég vita, ef mæting Gísla verður betri en Sollu, hver borgar farmiðana?

Villi Asgeirsson, 19.8.2008 kl. 21:32

11 Smámynd: Hrannar Baldursson

Rannveig: Mér heyrist nú á flestum að þeir líti frekar jákvæðum augum á þetta mál. Maðurinn er nú einu sinni að fara að læra það sem hann er að gera: borgarfræði, þannig að námið er vissulega vinnutengt.

Ómar: No Shame!

Halla Rut: Það eina slæma við þetta eru þau skilaboð sem almenningur fær um störf stjórnmálamanna.

HR: Til hvers að hafa púls á einhverju sem slær ekki lengur?

Ásdís: Það er tvennt ólíkt að vera vel gallaður og vera illa gallaður.

jyderupdrottningin: Takk

haraldurhar: Það segir sig sjálft nema þegar sjálfið vill ekki hlusta. 

DoctorE: Það hljómar eins og áherslurnar hjá þeim séu ekki alveg á réttri rasskinn.

Guðjón: Ég vissi ekki af þessu með Ingibjörgu Sólrúnu. Ef þú segir mér hvenær þetta var get ég sjálfsagt sagt þér hvar ég var.

Villi: Góður punktur.

Hrannar Baldursson, 19.8.2008 kl. 22:43

12 identicon

Dæmið með Ingibjörgu er nú ekki það eina.  Fjölmargir hafa setið á þingi og verið borgarfulltrúar (Ingibjörg Sólrún og Guðlaugur Þór t.d.)  Fólk hefur líka verið í bæjarstjórnum út á landi en starfað sem þingmenn í Reykjavík.  Nú svo er það vel þekkt að að vera læknir í fullu starfi og vera borgarfulltrúi.

Það eitt að vera borgarfulltrúi er ekki fullt starf og hefur aldrei verið.  Fullt starf er að vera borgarfulltrúi plús það að sitja í miljón nefndum, ráðum og stjórnum.

Ég skil ekki afhverju þessi læti eru núna.  Samskonar staða hefur komið upp miljón sinnum.  Í raun breytir engu hvort maðurinn sé staddur í námi á Akureyri eða Edinborg...... Jú það munar klukkutíma á flugtíma.

Hafrún (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 00:22

13 identicon

Ég hef nú ekki sérstaklega mikinn áhuga á þessu máli en það er samt eitt sem vekur undrun hjá mér og snýr kannski meira að praktísku hliðinni. Nú segist Gísli vera fara í mastersnám í erlendum háskóla og allt í lagi með það, skiptir svo sem engu máli hvort hann sé erlendis á milli funda eða ekki, enda hverjum frjálst að hafa eins mikið að gera og hann treystir sér til. En hvað með umsóknarferlið í háskólann sjálfan? Tekur ekki marga mánuði að sækja um í erlenda háskóla? Hvernig getur Gísli gengið þarna inn rétt áður en skólinn hefst? Hlýtur ekki að vera að hann hafi sótt um fyrir löngu og allt verið nokkuð kristaltært fyrir nokkrum vikum eða jafnvel mánuðum? En hér er kannski um pólitík 101 að ræða, koma með eins mörg rykmál á sama tíma og eitthvað stórt er að gerast. Með því er minni tími og minna pláss til að tala um það sem virkilega skiptir máli... Samt hefði nú verið óþarfi að koma fram með þetta núna þar sem þjóðin er upptekin af frábærum árangri á Ólympíuleikunum. Er handboltalandsliðið kannski að bjarga skítverkunum í borginni með því að dreifa athygli okkar? hehe Þýðir samt ekkert að segja annað en ÁFRAM ÍSLAND!!

Kristbjörn (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 16:49

14 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Siðlaust algjörlega að minu áliti/óverjandi/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 20.8.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband