Hvar eru Geir H. Haarde, Árni M. Mathiesen, Björgvin G. Sigurðsson, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á meðan neyðarástand ríkir á fjármálamarkaði?

 

 

 

Það eru kreppublikur á lofti. Kreppan er kannski ekki skollin á, en merkin eru farin að birtast og hagspámenn sjá hana skella yfir þjóðina í haust. 

Þetta byrjaði allt árið 2004 þegar hægt var að taka húsnæðislán upp á 80-100% í fyrsta sinn. Þá kostaði íbúð A 10 milljónir króna. Þegar ljóst var að nægur peningur var á markaðnum, vegna lánanna, tók verð húsnæðis að rjúka upp, og innan fárra ára varð íbúð A 30 milljón króna virði.

Ástæðan er einföld. Laun voru mæld þannig að þau ættu að duga til að greiða þessi lán án þess að viðkomandi legði sig í hættu, enda reiknað með verðbólgu upp á 2.5 prósent, sem gerir lán á 4.3% að 6.8%. Nú er verðbólgan um 15% og því 4.3% lán í raun á 19.3% vöxtum, vegna verðtrygginga.

Sumir keyptu fasteignir til að eignast eitthvað, aðrir til að maka krókinn og sumir til að stækka við sig. Ef viðkomandi missir vinnuna, þarf hann/hún samt að greiða af lánunum. Takist það ekki fer viðkomandi í greiðsluþrot og bankinn eignast fasteignina.

Nú hefur um 500 góðu starfsfólki verið sagt upp á Íslandi í júní og júlí. Taktíkin sem Glitnir sýndi í Mest málinu vekur mikinn óhug, þar sem fyrirtækinu var skipt upp í tvær einingar og sú verðminni gerð gjaldþrota, sem þýðir að fjöldi starfsfólks fær engin laun þessi mánaðarmótin. Sú spurning hlýtur að vakna hjá viðskiptavinum: hvað ef ég lendi í slíkum vandræðum? Mun bankinn leggja sitt af mörkum til að skilja mig eftir allslausan í auðninni, án þess að koma mér til hjálpar?

Bensínverð hefur rokið upp á Íslandi (þó að heimsmarkaðsverð lækki), þrjú stór fyrirtæki hafa sagt upp fjölda starfsmanna á skömmum tíma, sala á húsnæði og bílum hefur stöðvað og sögur í gangi um að menn séu farnir að borga allt að kr. 500.000 með jeppum sem þeir reyna að selja með láni. Það er neyðarástand akkúrat núna, og þeir einu sem geta gert eitthvað í málinu eru í sumarfríi og hafa verið í sumarfríi frá því einhvern tíma í maí.

En hvað geta svosem stjórnmálamenn gert? Eru þeir ekki hvort eð er valdir til starfa meira vegna vinsælda en getu, og klókinda til að næla í betri bita fyrir sitt fólk? Áttar ríkisstjórnin sig á því að fólkið í landinu er þeirra fólk?

Við lærum ekki að trúa á þetta góða fólk þegar við heyrum þau skilaboð að ríkið styðji við bankana frekar en fólkið, nákvæmlega þá aðila sem virðast vera að leika fólk hvað grimmast.

Þjóðin er ekki bankarnir. Bankarnir eru einkarekin fyrirtæki, sem seldir voru auðmönnum af ríkinu. Hefur það gleymst? Hvort er Ísland verksmiðja eða þjóð? Hver er munurinn?

Nú er komið upp neyðarástand. Það er hægt að gera eitthvað í málunum, en skyndilausnir eins og að taka upp erlendan gjaldmiðil eru samt alls ekki lausnin, né að ganga í Evrópusambandið þar sem að slíkir samningar geta tekið áratug. Málið er að fólkið í landinu verður að fá trú á stjórnmálamennina. Við verðum að trúa því að ráðherrar séu að vinna fyrir fólkið, að þeim sé ekki sama. Við verðum að trúa því að fólkið sé mikilvægara í augum ríkisins heldur en bankarnir.

 

Áhugaverð myndbönd úr fréttatímum RÚV sem tengjast þessari færslu:

31.7.2008: Samkomulag Mest stenst ekki lög

30.7.2008: Mest: Starfsmenn gætu tapað hundruðum þúsunda

31.7.2008: Kaupþing hefur hagnast um 34 milljarða í ár

31.7.2008: Skattakóngar ársins

30.7.2008: Metár í sköttum

30.7.2008: Allir starfsmenn Ræsis missa vinnuna

30.7.2008: Verslunum Just4kids lokað

29.7.2008: Góð afkoma (Landsbanka Íslands)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Hvar þau eru? Hah! Úti að leika sér. Með beztu kveðju.

Bumba, 1.8.2008 kl. 08:13

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sum eru í Kína, önnur í lax. Að þú skulir ekki skilja að þau þurfa líka smá time-off. Þau eru líka þreytt. Þau voru líka að vinna í allan vetur.

Annars er ekkert að íslensku þjoðfélagi sem eitt eða tvö álver geta ekki reddað. Spurning með að biðja Alcoa, Alkan og Rio Tinto um smá lán. Kannski þau notfæri sér ekki ástandið.

Villi Asgeirsson, 1.8.2008 kl. 09:16

3 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Hvar er þetta fólk meðan Róm brennur?  Húsið mitt stendur í björtu báli meðan slökkviliðsstjórinn (Leir) situr á hækjum sér og kveikir sér í pípu og pælir.

Og hvað er Árni Johnsen að rífa kjaft meðan Róm brennur (Agnes Braga)

Sp. hvort maður flytji ekki til Grænlands með fjölskylduna.

Gunnar Freyr Rúnarsson, 1.8.2008 kl. 09:45

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Villi: Smá time-off er öllum hollt, en margir mánuðir á ári er tímaskekkja sem á ekki samsvörun við Ísland í dag.

Gunnar: Það er að kvikna í. Hver getur slökkt neistann áður en hann verður að báli?

Hrannar Baldursson, 1.8.2008 kl. 10:26

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Við þetta má bæta þessari frétt af mbl.is í dag: 7,6 milljarða hagnaður Glitnis

Hrannar Baldursson, 1.8.2008 kl. 11:21

6 Smámynd: Júlíus Valsson

..að reyna að mynda nýja ríkisstjórn með F og B.

Júlíus Valsson, 1.8.2008 kl. 12:58

7 Smámynd: Ómar Ingi

Í feluleik ?

Ómar Ingi, 1.8.2008 kl. 13:52

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Við megum ekki gleyma því að lærifaðir Geir var Davíð Oddsson og hann hafði alltaf þann háttinn á að bíða og sjá hvort ástandið lagaðist ekki af sjálfu sér.  Það gerir það náttúrulega, en spurningin er bara hverjir liggja eftir örendir í slóðinni.

Marinó G. Njálsson, 1.8.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband