Jarðarbúar að tapa gegn geimveru í skák?

 


 

NASA dettur ýmislegt sniðugt í hug. Nú hefur stofnunin stillt jarðarbúum upp gegn geimveru einni þar sem þyngdarlaus kappi virðist vera að snúa á jarðlinga. Þeir hafa leikið 31 leik og geimveran, eða réttara sagt, geimfarinn Greg Chamitoff er kominn með kolunna stöðu. 

Reyndar er þetta svolítil platfrétt þó að skemmtileg sé, því að Jörðin samanstendur af börnum í 3. bekk grunnskóla nokkurs í Washington, en þau velja úr fjóra mögulega leiki sem meðlimir í bandaríska skáksambandinu geta svo valið úr, þannig að í raun er þetta keppni milli geimfarans Greg og bandaríska skáksambandsins.

Hérna er staðan í skákinni eftir 31 leik, og nokkuð ljóst að svartur er að rúlla yfir hvítan, en svartur á leik:

 

nasa_chess.jpg

 

Þú getur skoðað skákina gegnum Javaforrit með því að smella hérna. Heimasíða keppninnar er svo hérna.

Af hverju gera Íslendingar ekki eitthvað svona sniðugt, svona aðeins til að lífga upp á andrúmsloftið heima? Þyngdarleysi gæti komið sér ágætlega til að koma Íslendingum upp úr djúpum hjólförum Kreppunnar.

 


 

Ég ræddi við nokkra Norðmenn um kreppuna, og þeir fræddu mig um hvernig nákvæmlega sömu hlutirnir höfðu gerst í Noregi árið 1990, bankafólk klúðraði fjármunum þjóðarinnar. Það sem hann taldi hafa þjappað þjóðinni saman var að ákveðið var að halda Vetrarólympíuleikana í Lillehamer, Noregi 1994, sem varð til þess að þjóðin þjappaði sér saman, þurfti að byggja undir keppnina. Eftirvæntingin varð mikil. Allir tóku þátt. Keppnin tókst vel og fjármunir streymdu inn frá ferðamönnum. Síðan þá hefur Noregur ekki upplifað kreppu.

Geta Íslendingar ekki gert eitthvað svona sniðugt. Með fullri virðingu fyrir tónlist, eitthvað annað og meira spennandi en byggingu óperubyggingar? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er margt sniðugt til út í hinum stóra heimi.

Enl lífið gengur væntanlega allt út á forgangsröðun?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 17:32

2 Smámynd: Ómar Ingi

Space að

Ómar Ingi, 3.9.2009 kl. 22:49

3 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Þess má geta að sænska dagblaðið Dagens Nyheter kom á samskonar atburði, þ.e. sænski geimfarinn Christer Fuglesang (sem nú er staddur í geimstöðinni) teflir við lesendur blaðsins.

Hvað ÓL í Lillehammer varðar þá þótti mér mjög undarlegt þegar flestir sögðu það eins gott að Jóhanna Guðrún hefði ekki unnið Eurovision. Bæði hefði skipulag keppninnar á næsta ári þjappað þjóðinni saman og það sem meira er: þörf hefði verið á aukinni fjárfestingu og mikill fjöldi erlenda ferðamanna hefði komið eingöngu vegna keppninnar. Mig grunar að það hafi ekki eingöngu verið samþjöppun þjóðarinnar sem leysti vanda Norðmanna heldur frekar fjárfesting í mannvirkjum vegna leikanna sem og hið mikla magn erlends gjaldeyris sem slíkur atburður dregur að sér.

Guðmundur Sverrir Þór, 4.9.2009 kl. 09:26

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Guðmundur Sverrir: Rétt hjá þér í báðum tilfellum. Nú er til dæmis íþróttamiðstöðin sem byggð var í Lillehammer notuð sem háskólinn í Lillehammer. Ljóst að margt gott varð til úr þessum leikum.

Mr. Jón: Já, en hver er forgangsröðunin: andi landans eða vandi landans?

Ómar: Jújú... :)

Hrannar Baldursson, 4.9.2009 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband