Trunt trunt og tröllin í bloggheimum

 

troll2

Á netmáli eru tröll þeir einstaklingar sem blanda sér inn í athugasemdakerfi og ræna umræðunni, ráðast á ákveðna einstaklinga eða reyna að kveikja elda. Þeim finnst nefnilega gaman að sjá logana eftir sig. Einnig finnst sumum einfaldlega spennandi að sjá dramað sem verður til þegar fólk með gjörólíkar skoðanir, og fólk sem þolir greinilega ekki hvort annað, og væri hollast að hittast aldrei eða ræða saman, eiga samskipti sem skilja eftir sig sviðna jörð.

Ég þekki þrjár leiðir til að taka á tröllum:

  • Láta þau eiga sig. Virkar best.
  • Rökræða við þau. Má alltaf reyna.
  • Banna þau til dæmis með því að blokkera IP tölu þeirra. Virkar oft en getur gert þau brjáluð og þú getur fengið langvarandi ofsóknir kláru tröllanna sem kunna að smeygja sér í gegnum IP tölu bann og nenna því.
blog_troll

Hægt er að ofsækja bloggara á margan annan hátt en með því að tröllast í athugasemdakerfi þeirra, til dæmis með því að reka þá úr vinnu, ráðast á þá með hnúum og hnefum, eyðileggja eignir þeirra, þá minnist ég helst Nornabúðarinnar, og gera ýmsan miska sem fólk þarf að upplifa fyrir skoðanir sínar. Bloggarar eru í dag eins og minnihlutahópur í samfélaginu sem á mikla hættu á að verða fordæmdur fyrir það eitt að blogga, og flokkast þar af leiðandi sem bloggari.

Ég hef heyrt samræðu sem hófst einhvern veginn svona: "Ég skil ekki hvað það er sem fær fólk til að blogga, það fær ekkert fyrir þetta annað en ónæði og streitu. Samt bloggar það áfram eins og fátt annað skipti máli."

 

 

Um daginn skrifaði ég greinina Af hverju eru þeir ofsóttir sem hafa skoðanir og vilja ræða málin? sem skilað hefur 76 athugasemdum, sumum afar áhugaverðum og nokkrum sem virðast vera sönnun á máli mínu í þeirri grein, að sú tilhneiging sé vissulega til staðar að sumir bloggarar séu ofsóttir, en einnig varð trölla vart sem kveiktu í mér til að skrifa þessa grein.

Niðurstaðan af þessu bloggi virðist vera eftirfarandi, þegar á við skrif um viðkvæm þjóðfélagsmál og persónur:

Í fyrsta lagi, þegar manneskja sem skrifar undir nafni og vandar sín skrif - þá gæti viðkomandi orðið fyrir einhvers konar ofsóknum, einfaldlega vegna þess að sumir einstaklingar skilja ekki mikilvægi þess að skoðanir þeirra sem eru ósammála.

Í öðru lagi, þegar manneskja skrifar undir nafni og vandar ekki sín skrif - notar kannski upphrópanir og uppnefnir einstaklinga, þá er hún afar líkleg til að skapa sér óvini - hvort sem að einstaklingar séu sammála eða ekki.

 


Í þriðja lagi, þegar nafnlaus bloggari vandar sín skrif, þá fær viðkomandi að halda sínu einkalífi í friði og eitthvað mark er tekið á skrifum viðkomandi, en sá hinn sami verður fyrir því að aðgengi að skrifum hans eru takmörkuð - til dæmis geta nafnlausir ekki skrifað á blog.is eða eyjan.is, annað en athugasemdir, og er ekki tekið mark á athugasemdum nema þær séu afar vel skrifaðar. Þar að auki er engin trygging til staðar fyrir því að einhver annar fari að skrifa undir sama nafni og eyðileggi þannig orðstýr hins nafnlausa.

Í fjórða lagi, þegar bloggari er nafnlaus og vandar ekki sitt blogg er einfaldlega ekki tekið mark á viðkomandi.

Nokkuð skemmtilegt myndband um hvernig taka má á veftröllum:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Í öðru lagi, þegar manneskja skrifar undir nafni og vandar ekki sín skrif - notar kannski upphrópanir og uppnefnir einstaklinga, þá er hún afar líkleg til að skapa sér óvini - hvort sem að einstaklingar séu sammála eða ekki.
Þegar manneskjan vandar ekki sín skrif og notar upphrópanir og uppnefni er líklegt að henni sé svarað, stundum jafnvel harkalega.  Málið sýnst ekkert um vinskap eða óvild.   Þegar fólk beitir ómaklegri ritskoðun (ekki á troll eins og ég sýndi fram á) fái það harkaleg viðbrögð.

Það er einnig líklegt að þegar fólk ásakar einhvern um ofbeldi eða einelti muni hann svara fyrir sig ef honum finnst ómaklega að sér vegið.

ps. Það er misskilningur að hugtakið sé "tröll", það er "troll".

Matthías Ásgeirsson, 4.9.2009 kl. 09:52

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er einnig líklegt að þegar fólk ásakar einhvern um ofbeldi eða einelti muni hann svara fyrir sig hvort sem honum finnst ómaklega að sér vegið eða ekki. 

Ef ásökunin er réttmæt, reynir viðkomandi samt að réttlæta sig því hann stundar jú í einelti. En ef hún er ekki réttmæt, reynir hann að rétta sinn hlut þar sem ómaklega er að honum vegið.

Hvernig sérðu um hvora gerðina er að ræða?

Kannar ferilinn. Ef hraunslóðin liggur eftir einhvern út um allan bloggheim  er líklegt að hann skilji eftir sig sviðana grund á þinni bloggsíðu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.9.2009 kl. 11:17

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Gjörðu svo vel, hér er slóðin.

Matthías Ásgeirsson, 4.9.2009 kl. 12:54

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Matthías snöruðu menn þessu ekki yfir í tröll? Eins og mig minnir það. Það er reyndar ágætis orð yfir þá sem færslan fjallar um. Annars er margt umhugsunarvert í færslunni. Það vefst oft fyrir mér hvernig svara skal athugasemdum. Ef athugasemd er alveg út úr öllu korti svara ég venjulega með óskiljanlegri athugasemd.

Finnur Bárðarson, 4.9.2009 kl. 17:03

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Jú, sumir hafa þýtt þetta þannig en við það missir hugtakið dálítið merkingu sína.

Matthías Ásgeirsson, 4.9.2009 kl. 18:08

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Matthías. Það er engin ástæða til að festa sig í einhvern rétttrúnað um merkingu hugtaks, en notkun á hugtökum er yfirleitt besta skilgreiningin á merkingu þeirra. Prófaðu að fletta upp 'internet troll' á Google. Þú ert líklegri til að finna myndir af tröllum en botnvörpum. Af hverju ætli það sé? Jú, fólk tengir hugtakið 'troll' á netinu við tröll frekar en veiðarfæri skipa, enda er hugmyndin um tröll þó að ímynduð sé, nærtækari fólki um víða veröld heldur en hugtakið 'botnvarpa'. Þó að hægt sé að hugsa um troll sem botnvörpur og þó að það sé klók hugmynd, þá hefur sú merking að troll sé tröll náð að festast í netheimum. Kíktu á þessar myndir sem rökstuðning:

Hrannar Baldursson, 4.9.2009 kl. 19:40

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta tröllatal gýs gjarnan upp þegar menn eru í vandræðum með að festa fingur á óþægilegum málefnum fara þess í stað  í smjörklípurnar. Þetta er jafn gamalt og mannleg umræða.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2009 kl. 21:03

8 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er engin ástæða til að festa sig í einhvern rétttrúnað um merkingu hugtaks, en notkun á hugtökum er yfirleitt besta skilgreiningin á merkingu þeirra

Þú lítur alveg framhjá merkingu hugtakins, við hvað er átt með þessu.  Ég útskýrði það í bloggfærslunni.

Það að fjöldi manns misskilji hugtakið breytir ekki upphaflegu merkingunni eða því að þú ert að misnota það hér.  Troll er sá sem mætir á svæðið til að eyðileggja umræður og fá fólk til að tala um eitthvað allt annað.

Ef ábending mín hefði ekki verið saklaus og aukaatriði væri þetta dæmigert dæmi um troll.   Þ.e.a.s. ef ég hefði bara skrifað athugasemd um það.

Mér þætti óskaplega vænt um það ef þú myndir svara öðru í athugasemdum mínum, bæði hér og í hinni umræðunni.  Mér finnst þú nefnilega ekki stunda það sem þú prédikar - svo ég noti útlendan frasa.  Það er ódýrt að tala um málefnalega umræðu en sleppa því svo að iðka hana.

Matthías Ásgeirsson, 4.9.2009 kl. 21:15

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég hef nú ekki fylgst með Don Hrannarri en þessi tröllaæsingur í honum gæti bent til þess að einhver snjall bloggari hefði drullað snyrtilega yfir hann. En það er bara nærtæk tilgáta.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2009 kl. 21:54

10 identicon

Jæja, þá er Matthías búinn að kveða upp úr um þennan misskilning.

Það má einu gilda hvernig menn nota orðið troll, merking þess er klár. (sjá vísun Matthíasar).

Jafnvel þó honum sjálfum hafi verið bent á að hugtakið eigi lítið skylt við trollveiðar.

Kannski Matthías ætti að leiða hugann að því hvað megi teljast nauðsynleg og nægjanleg skilyrði þess að vera troll.

bugur (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 00:23

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Troll eru ekki bara botnvörpur, þau geta líka verið flottroll.

Annars finnst mér internet tröll miklu skemmtilegra orð. Tröll eru yfirleitt óvelkomin, þau eru oft ofbeldishneigð, kunna ekki mannasiði og fólk vill ekki mæta þeim. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2009 kl. 00:45

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta hljómar frekar þægilega og ódýrt hjá þér Gunnar, eins og þú sért jafnvel að draga athygli frá eigin skorti á hugmyndafræði.

Baldur Fjölnisson, 5.9.2009 kl. 00:58

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ráð #1.....

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2009 kl. 01:13

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er vafalaust erfið reynsla að láta drulla yfir sig. Ég hef reyndar blessunarlega sloppið við slíkt, trúlega vegna grimmilegra hæfileika til að svara fyrir mig.

Baldur Fjölnisson, 5.9.2009 kl. 01:41

15 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þessi Hrannar hefur allavega ekki verið í umræðunni frá því að hann stofnaði sitt myndskreytta innlegg.

Baldur Fjölnisson, 5.9.2009 kl. 01:52

16 identicon

Orðið "troll" (ensk.) merkir margt, þar á meðal veiðarfæri. En þar sem eldri birtingarmynd þess orðs er ensk þýðing á norsk-íslenska orðinu "tröll" (ísl.) er þýðing þess orðs yfir í "tröll" mun skiljanlegri heldur en að sé verið að fjalla um troll (veiðarfæri). Í skilningi netverja (sem hafa notað netið mjög lengi) er um birtingarmyndina "tröll" að ræða (einhver sem treður sér fram, reynir að afvegaleiða, skemma og æsa upp). Því er þessi skýring um að um nettroll (sbr. holl) svolítið út úr kortinu, og einmitt til að afvegaleiða umræðuna engum til hagsbóta.

Skorrdal (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 02:55

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Eins og fram hefur komið kemur þetta "internet slang"  frá orðinu enska orðinu "troll" sem er veiði-aðferð.

Orðsifjar orðsins "troll " liggja úr mið-ensku til ensk-franska orðsins troil og/eða trolle . Þau orð  eru samstofna íslenska orðsins að "tralla", eins og í tra la la la og að skemmta sér dálítið ábyrgðarlaust. 

Við gætum því alveg notað þetta sama orð yfir "troll" og "trollers".

Á íslensku væri verið að "tralla" á blogginu og þeir sem "trölluðu" væru "trallar." Í eintölu "tralli."

Mér finnst þetta ganga alveg upp. Hér er komið íslenskt orð sem er náskylt enska orðinu en fær þarna nýja merkingu í íslensku eins og reyndar orðið "troll" fær í ensku. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.9.2009 kl. 03:47

18 identicon

"At first, the term referred merely to someone who was “trolling” for a response or opinion, in the same way that fishing boats cast out large nets to troll for a catch. Over time, trolls grew more aggressive, and the term began to be used specifically to refer to someone irritating or hurtful. In this sense, a troll could be compared to the nasty creatures of Scandinavian mythology which are also known as trolls."

http://www.wisegeek.com/what-is-an-internet-troll.htm

Skorrdal (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 04:08

19 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þessi hugtakagreining er hin merkilegasta. Þrátt fyrir að merkingin á bakvið 'troll' sé skiljanleg og hugsanlega upprunaleg merking hugtaksins, þá hef ég fest mér þá hugmynd að sá sem kemur inn í þræði, reynir að ræna þeim, er með einhvers konar ofsóknir og frekju, kann ekki mannasiði, að sá hinn sami sé tröll. Það er miklu skiljanlegra að hugsa um frekju og dóna sem tröll heldur en sem troll.

Um þátttöku mína í uræðum á einum bloggi, þá áskil ég mér rétt til að svara ekki öllum athugasemdum, jafnvel þó að þeim sé beint til mín. Samt les ég þær allar, enda hef mjög gaman af að renna yfir pælingar um málefni sem mér er annt um, og ég skrifa ekki um málefni án þess að vera annt um þau að einhverju leyti. Mér þætti það  vera kvöð að svara öllum athugasemdum, eða þeim sem er beint að mér, og ég vil alls ekki að bloggið sé einhver kvöð, og er fyllilega sáttur við að þeir sem taka þátt í umræðunni tali hver við annan, enda er mín persóna algjört aukaatriði þegar ég blogga. Aðal atriðið er efni bloggsins.

Ég sit ekki öllum stundum yfir blogginu þó að ég sendi inn eina eða tvær greinar á dag. Ég á mér líka líf og varð það á að mæta í afmælisveislu í gærkvöldi. Ergo: no blogg. Þar að auki er ég ekki á sama tímasvæði og flestir Íslendingar í dag. 

En takk fyrir áhugaverðar umræður. 

Hrannar Baldursson, 5.9.2009 kl. 05:00

20 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sælir bloggverjar,

Bara smá innskot um veiðarfærin;)  Enska orðið troll er notað yfir línuveiðar.  Botnvarpa eða troll á íslensku er hinsvegar trawl á ensku. 

Kveðjar frá Port Angeles,

Arnór Baldvinsson, 5.9.2009 kl. 05:44

21 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hrannar, vandamálið er að þú tekur undir dylgjur og svarar ekki leiðréttingum.

Þér má finnast það málefnalegt.  Það er þá undarlegur skilningur á því hugtaki að mínu mati.

Matthías Ásgeirsson, 5.9.2009 kl. 10:37

22 identicon

Hrannar eftir lestur þessa blogs held ég að þú sért að misskilja aðeins. Virðist heldur ekki leggja mikið á þig til þess að skilja.

Bjöggi (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 12:20

23 identicon

Svanur.

Mér finnst tralli alveg brilljant orð yfir fyrirbærið og ég er þess fullviss að sonur minn sálugi hefði verið mér sammála.

faðir marcos (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 13:48

24 identicon

"faðir marcos" er TRÖLL, og ekkert annað.

Skorrdal (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 13:59

25 identicon

Jæja Skorrdal minn.  Þú ætlar væntanlega bara að fullyrða en ekki rökstyðja. 

Ætlar þú að beita mig sömu brögðum og son minn sáluga?

faðir marcos (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 14:02

26 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Faðir marcos; Við trallarnir erum þá orðnir tveir  Aðrir virðast tröllum gefnir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.9.2009 kl. 14:18

27 identicon

"It's Christmas in Heaven, all the chindren sing. It's Christmas in Heaven, har har, the churchbell will sing..."

Skorrdal (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 14:24

28 identicon

The meaning of life:

"Well... It's nothing very special: Try to be nice to people; avoid eating fat, read a good book now and then; get some walking in, and try to live together in peace and harmony with people of all creeds and nations..."

Skorrdal (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband