Frelsi okkar að veði?

Frjáls manneskja ákveður sjálf eigin skuldbindingar. Ófrjáls manneskja ákveður ekki eigin skuldbindingar. Ófrjáls manneskja er þræll einhvers annars. Sé manneskja þvinguð til að taka á sig skuldbindingar er hún ófrjáls.

Af hverju krefst þjóðin þess ekki að þeir sem áttu að bera ábyrgð á sínum skuldbindingum standi við þær, í stað þess að taka við þeim eins og einhverju sem sjálfsagt er að þiggja án umhugsunar?

Nú verðum við að standa saman. Frelsi okkar sem einstaklingar og sem þjóð er að veði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Ólafur Ragnar Grímsson hefur sundrað þessari þjóð. Og stuðlað mjög að fátækt hennar  næstu áratugina. Það verður okkar frelsi.

Sævar Helgason, 5.1.2010 kl. 21:01

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Bíddu við, ert þú ekki búsettur í Noregi?  Svona málflutningur er þá ábyrgðarlaus af þinni hálfu eða hvað?  Að kynda undir þjóðernishyggju er ekki leið okkar til endurreisnar. Það er til nokkuð sem heitir samfélagsleg ábyrgð og hún virkar í báðar áttir ekki satt?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.1.2010 kl. 21:08

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það er engin þörf fyrir biturð. Það er hins vegar mikil þörf á því að fólk standi saman.

Búsettur í Noregi, vissulega. Íslenskur i húð og hár. Sannarlega.

Þjóðernissinni? Alls ekki.

Áhuga á frelsi einstaklingsins? Engin spurning.

Hrannar Baldursson, 5.1.2010 kl. 21:17

4 Smámynd: Sævar Helgason

Vonandi standið þið saman íslensku flóttamennirnir í Noregi- næstu áraugina...

Sævar Helgason, 5.1.2010 kl. 21:23

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Í Noregi sem og annars staðar í heiminum.

Hrannar Baldursson, 5.1.2010 kl. 21:28

6 Smámynd: Ómar Ingi

Sævar er blindur á réttsýni og sjálfstæði vorrar þjóðar og þeirra sem hana byggja ef allir hefðu verið eins og þú værum við ennþá undir Dönum í torfkofum , það er ekkert að óttast og frekar vill þorri þjóðar vera fátækur og hamingjusamur en þræll sem eftir er.

Ómar Ingi, 5.1.2010 kl. 23:18

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ómar: var ég búinn að óska þér gleðilegs nýs árs?

Ef ekki, þá geri ég það núna:

Hrannar Baldursson, 5.1.2010 kl. 23:42

8 Smámynd: Ómar Ingi

Gleðilegt ár bloggvinur , hvað ertu búin að sjá Avatar mörgum sinnum

PS: Er nokkuð IMAX kvikmyndahús í Noregi

Ómar Ingi, 5.1.2010 kl. 23:49

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Avatar hef ég nú bara séð einu sinni. Það er frekar dýrt í bíó hérna og nauðsynlegt er að velja sýningar vel, auk þess að einbeita sér gífurlega á meðan myndin stendur yfir til að missa ekki af neinu. Konan bauð mér reyndar á Sherlock Holmes um daginn. Á eftir að skrifa um hana, en hef verið svo upptekinn af þessu blessaða sögulega máli að ég hef ekki gefið mér tíma í það.

Hún birtist þó örugglega í vikunni, því ég ætla mér ekki að fjalla meira um þetta mál, og vil reyndar draga mig út úr öllum umræðum sem tengjast íslenskum stjórnmálum. Áhugi minn á þeim er alltof mikill, og ég vil draga úr honum.

Hrannar Baldursson, 5.1.2010 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband