Á lestarstöð í norrænu velferðarríki

Þau lágu á gólfinu.

Maður og kona. Líklega um þrítugt. Krímug í framan. Einbeitt á svip.

Með sótsvartar hendur. Neglurnar horfnar. Höfðu þær verið klipptar af?

Þau voru á grúfu. Föt þeirra tætt. Að skafa happdrættismiða.

 

Manneskjur streymdu framhjá þeim. Þurftu að ná lest. Koma sér heim. Koma sér út.

Koma sér eitthvað annað.

 

Eitt barn nam staðar. Það var stúlka. Ekki meira en fimm. Hún settist á hækjur sínar. 

Fyrir framan parið. Andlit hennar samúð. Hún vildi hjálpa.

Nafn hennar var kallað. Hún leit upp. Parið hélt áfram að skafa.

Móðir tók í hönd hennar. Kippti henni með inn í mannstrauminn.

 

Mynd: Wikimedia Commons


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband