Gegnsæi eða gagnsæi?

 


Mér finnst svolítið skondið að sjá bloggara og blaðamenn skrifa ýmist um mikilvægi 'gegnsæis' eða 'gagnsæis' eins og um sama hlutinn sé að ræða. Ég vil taka það fram að ég kippi mér engan veginn upp við orðanotkunina, en held að hvort tveggja geti auðveldlega þýtt sama hlutinn, en hins vegar er óneitanlega ákveðinn blæbrigðamunur á þessum tveimur hugtökum.

Gegnsæi er frekar augljóst hugtak, en á ensku væri hægt að þýða það sem "transparency", án þess að frekari vangaveltna sé þörf.

Gagnsæi getur hins vegar haft ólíka merkingu, umfram 'gegnsæi', sem þýddi þá ekki aðeins að hægt sé að sjá í gegnum eitthvað, heldur einnig að hægt sé að sjá í gegnum eitthvað sem er mikilvægt og gagnlegt. Gagnsæi hefur huglæga tengingu við gagnrýna hugsun, á meðan gegnrýnin hugsun væri sjálfsagt svolítið annað mál. Ætli enska hugtakið yrði ekki eitthvað eins og "analyzable"?

 

fraud-scam

 

Ég hef þá tilfinningu að gegnsæi sé einhvers konar mótstöðuleysi í sjálfu sér, en gagnsæi krefjist meiri vinnu.

Þetta er að sjálfsögðu bara hugdetta og tilfinning sem ég hef, og ég er langt frá því að vera rétttrúnaðarmaður þegar kemur að merkingu hugtaka og orða sem ég tel samofin í hug og samfélag á afar flókinn máta, en mér finnst einfaldlega merkilegt að fólk sé að nota tvö ólík orð um sama hlutinn, og velti fyrir mér hvort að ólíkt fólk leggi hugsanlega ólíka merkingu í hugtakið, einmitt vegna þess að ólík orð eru notuð.

Hvað finnst þér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ég sé í gegnum þig

Ómar Ingi, 13.9.2009 kl. 23:17

2 identicon

Ég setti svipaða athugasemd á annað blogg er vitnaði hingað. Er ekki betra að nota um þetta rétt orð? „Gagnsemi“ til að „sýna til gagns“ og „gegnsæi“ þegar eitthvað á að vera augljóst og auðvelt að átta sig á.

Nonni (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 10:07

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ómar: og hefur lengi gert.

Nonni: Gagnsemi nær ekki eins og gagnsæi yfir að rýnt sé í gegnum rök upplýsinga. Það er í það minnst mín tilfinning, þó að gagnsemi sé afar gagnlegt og skemmtilegt hugtak yfirleitt.

Hrannar Baldursson, 14.9.2009 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband