Ef Íslendingar fordæma erlenda ríkisborgara, er þá í lagi að erlendir ríkisborgarar fordæmi Íslendinga?

 


Það kreppir að um allan heim. 

Atvinnuleysisbætur eru laun fyrir virka atvinnuleit. Atvinnuástandið í heiminum er orðið það erfitt að fólk hefur sífellt færri kosti. Þó það sé hörkuduglegt fær það einfaldlega ekki starf við hæfi. Og jafnvel ekki nein störf. Hvað getur slíkt fólk gert annað en að leita bestu aðgengilegu úrræða?

Ég get skilið að örvæntingarfullt fólk sem búið er að missa alla von, eftir mikla leit að vinnu í heimalandi sínu, leiti réttar síns á Íslandi hafi það áður áunnið sér slík réttindi. Það er ekkert athugavert við það, þó að það þyki fréttnæmt. Misnotkun á kerfinu er annað mál.

 


 

Erlenda vinnuaflið sem vann á Íslandi fyrir hrunið og hjálpaði þjóðinni í uppbyggingu á Babelsturni nýfrjálshyggjunnar er ekki bara 'erlent vinnuafl'; þetta eru manneskjur: konur, karlar, börn, unglingar og kannski gamalmenni. Þau borða, horfa á sjónvarp, versla í Smáralind, fylgjast með Eurovision, lesa Moggann. Þú gætir verið í svipuðum sporum eftir örfáa mánuði.

Það er fátt mikilvægara fyrir manneskju en að vera í vinnu sem skilar góðri afurð til samfélagsins. Það er afleitt að geta ekki gefið af sér. Að taka við atvinnuleysisbótum án endurgjafar er niðurlægjandi og mannskemmandi til lengdar. Samt finna þetta ekki allir hjá sjálfum sér og finnst jafnvel þægileg tilhugsun að fá pening í hendurnar án þess að lyfta hendi til annars en að taka við honum.

Við megum ekki fordæma þá sem koma til landsins í leit að betri tækifærum, frekar en við viljum að við séum fordæmd erlendis frá fyrir að leita betri tækifæra fyrir okkur sjálf.

 

Myndir: 

Áhyggjur: Technical University of Kosice

Heimssamfélag: Organizing for America

Fánabrenna: aftaka.org 


mbl.is Útlendingar snúa aftur til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband