Færsluflokkur: Bækur

Árásin á Alþingi og skörungur Wittgensteins

 

witt

 

25. október 1946 hélt vísindaheimspekingurinn Karl Popper fyrirlestur í Cambridge sem bar titilinn "Eru til staðar heimspekileg vandamál?" Ludwig Wittgenstein var fundarstjóri. Wittgenstein hafði haldið því fram að engin raunveruleg heimspekileg vandamál væru til, að öll heimspekileg vandamál væru sprottin úr ófullkomnun tungumálsins. Popper hélt því aftur á móti fram að heimspekileg vandamál væru dýpri en svo að hægt væri að afgreiða þau öll sem tungumálaleiki.

Vitni segja að rifrildið milli þeirra Popper og Wittgenstein hafi stöðugt magnast upp, og Wittgenstein haldið á eldskörungi og beint honum að Popper á meðan þeir þrættu. Loks kom að hinu magnþrungna augnabliki þegar Wittgenstein beindi skörungnum ógnandi að Popper og krafðist þess að Popper gæfi dæmi um raunverulega siðferðilega reglu.

"Þú skalt ekki ógna gestafyrirlesurum með eldskörungum," svaraði Popper að bragði. Wittgenstein brást við með að henda frá sér skörungnum og rjúka út.

Það merkilega við þennan atburð er að hann gerðist á um tíu mínútum og fjöldi vitna var á staðnum, sérfræðingum í þekkingarfræði og rannsóknum á sannleikanum, en þessi vitni gátu aldrei komið sér algjörlega saman um hvað gerðist nákvæmlega á þessum tíu mínútum. Hver og einn upplifði atburðinn á ólíkan hátt. 

Eitthvað ákveðið gerðist, og meðal þess sem gerðist er tjáning á ákveðnum heimspekilegum vangaveltum frá tveimur afar djúpum heimspekingum, sem síðar braust út í einhverju sem virtist hafa verið reiðikast og uppgjöf Wittgensteins. En var þetta uppgjöf eða skýr skilaboð?

Var Wittgenstein að segja með því að kasta frá sér skörungnum og rjúka út að hann væri rökþrota, að honum þætti Popper ósanngjarn, eða staðfesti hann með verki sínu að það var ekkert heimspekilegt vandamál til staðar? Túlkanir manna og skoðanir geta verið jafn ólíkar og jafnvel fleiri en fjöldi einstaklinga í salnum.

Hvað ef við tökum aðeins fyrir staðreyndir málsins. Það sem raunverulega gerðist. Er mögulegt að staðreyndirnar einar sýni annan veruleika en sannleikann sjálfan?

ArasAAlthingi

Mér varð hugsað til þessa atviks sem átti sér stað fyrir 64 árum þegar ég horfið á Kastljós í morgun, og myndbandið sem staðfestir að þingverði hafi verið hrint með tveimur höndum, hægri hendi, eða dottið slysalega á ofn. Einnig kemur fram að forseti Alþingis taldi þingmönnum og húsnæði ógnað af þeim sem ruddust inn á Alþingi þennan örlagaríka dag, þrátt fyrir að sumir þingmenn hafi lítið kippt sér upp við þetta. Þó minnist ég þess að Sif Friðleifsdóttir sem var í ræðustól á þessu augnabliki hafi verið frekar brugðið. Einnig er áhugavert að sjálfur utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, framkvæmdi mörgum árum áður nákvæmlega það sem innrásarmennirnir ætluðu sér, að lesa yfir þingmönnum.

Það er erfitt að segja hvað einhver einn ætlaði sér að gera, hvað þá þeir þrjátíu manns sem ruddust inn í húsið á 3. desember 2008. Aðeins níu þeirra eru ákærðir, hugsanlega vegna þess að ekki tókst að nafngreina hina einstaklingana 21, hugsanlega af annarlegum ástæðum.

En það er öllum ljóst að þessir níu einstaklingar voru ekki að ógna vinnufrið á Alþingi þennan örlagaríka dag, enda hefur ekki verið vinnufriður á Alþingi í mörg ár, eða síðan Alþingismenn byrjuðu að þiggja styrki frá áhrifavöldum í samfélaginu. Það eitt að starfa við að samþykkja lög fyrir heilt þjóðfélag, með sérstaka styrki frá fyrirtækjum og einstaklingum þér til stuðnings, eru ólög í sjálfum sér sem hlutu að leiða á endanum til stjórnmálakreppu.

Það ótrúlega er að stjórnmálamenn í dag virðast ekki átta sig á af hverju styrkir til einstakra þingmanna eða fyrirtækja í þeirra eigu séu það sama og mútur, og að slíkt sé í sjálfu sér rangt - og er það sannarlega siðferðilega þó hugsanlega sé slíkt löglegt, enda engum kannski dottið í hug að setja lög gegn eigin hag, og í grundvelli jafn rangt og að hóta gestafyrirlesara með eldskörungi.

Það eru þingmenn sjálfir sem hafa ógnað þinghaldi á Íslandi með ábyrgðarleysi, mútuþægni, aðgerðarleysi þegar aðgerða er þörf, aðgerða þegar aðgerðarleysi er þörf, skilningsleysi á mikilvægi þess að lög séu jöfn fyrir alla, þiggja laun fyrir ókláruð verkefni (svikin kosningaloforð), og þannig mætti sjálfsagt æra óstöðugan með margfalt lengri upptalningu.

Það þarf uppstokkun á Alþingi. Siðferðilega uppstokkun. Þar þarf að vera fólk sem skilur hvað heiður og mannvirðing er, ekki bara fólk sem kann að hlíða hegðunarreglum á Alþingi og kalla einhvern annan þingmann í einu orði háttvirtan og hálfvita í því næsta.

Ég veit ekki hvað skal koma í staðinn. Sjálfsagt utanþingsstjórn með úrvalsfólki (það er mikið af slíkum Íslendingum en þeir komast einfaldlega ekki að og hafa ekki áhuga á pólitískum sandkassaleik) sem vinnur að því að setja saman nýtt og betra Alþingi. 

Nímenningarnir ætluðu sér að flytja þá kröfu að þingmenn hypjuðu sig út af Alþingi og bæru þannig virðingu fyrir þeirri stofnun sem hefur því miður verið flekkuð af hagsmunapoturum í marga áratugi.

Það er sanngjörn siðferðileg krafa að heiðarlegt fólk setji lögin og heimspekilegt vandamál að þingmenn séu ekki enn búnir að fatta það, eða þá að þeir hafi þegar fattað það og vilji ekkert gera í málinu.


Allar flugsamgöngur stopp í Noregi vegna eldgoss í Eyjafjallajökli (myndir úr norskum dagblöðum)

Flug í Noregi og á Englandi liggur niðri vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, og því spáð að askan muni dreifa sér yfir alla Evrópu á næstu klukkustundum. Líklegt er að allt flug muni leggjast af í Evrópu síðar í dag.

Vonandi tekst stjórnmálamönnum ekki að nota þetta til að sundra athyglinni frá rannsóknarskýrslunni góðu, þó að sjálfsagt sundrist athyglin sjálfkrafa þegar slíkar hamfarir ganga yfir.

 

 

 

 

 

Myndir: NRK.no, AftenPosten og VG.no


Þjóðaratkvæðagreiðslan: Stórsigur fyrir forseta Íslands og þjóðina, og vantraust á ríkjandi stjórnvöld?

 

business-us-iceland-icesave

 

 

50-60% er verulega góð þátttaka, og um 93% af þeim atkvæðum segja NEI eða að minnsta kosti 115.000 manns af um 230.000 mögulegum taka skýra afstöðu, sérstaklega þegar eftirfarandi er haft í huga:

  1. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar höfðu hvatt fólk til að nýta ekki lýðræðislegan rétt sinn og sitja heima, eins og á Íslandi væri nú einræði orðið málið.
  2. Fjöldi forsprakka talandi um að málið væri markleysa, en 50-60% þjóðarinnar fer ekki á kjörstað í leiðindaveðri til að kjósa um markleysu.
  3. Óljóst var fram á fimmtudag hvort að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin yfir höfuð, sem hefur örugglega virkað letjandi á einhverja.

Það er engan veginn hægt að bera þessar kosningar saman við alþingiskosningar eða forsetakosningar vegna alls þess spuna sem komið var af stað til að rugla fólk í ríminu og gera lítið úr gildi kosninganna sjálfra.

Ég var ekki á þeirri skoðun fyrir viku síðan að úrslit þessara kosninga þýddu stjórnarskipti, og er það ekki enn. En ég sé ekki annað en að Steingrímur og Jóhanna verði að víkja vegna afstöðu sinnar gegn sjálfu lýðræðinu. Þau eru rúin trausti. Svo einfalt er það. Þau munu ekki fara frá af eigin frumkvæði.

Þó að stjórnarflokkarnir hafi nokkra mjög hæfa einstaklinga, þá sérstaklega Liljurnar tvær og Ögmund, þá tel ég réttara að leggja íslenska pólitík af tímabundið og koma á þjóðstjórn. Það ætti að koma á einhvers konar neyðarstjórn með fólki sem lítur ekki á málin með pólitískum gleraugum, heldur með almannahag að leiðarljósi.

Forseti Íslands mætti taka virkan þátt í að mynda slíka tímabundna stjórn og fá sér vitra menn til ráðgjafar menn eins og Pál Skúlason og Njörð P. Njarðvík, enda hefur þjóðin greinilega stutt hann með þessu stóra NEI! og spurning hvort að þetta svar gefi þar með forsetanum aukin völd og umboð frá þjóðinni á þessum neyðartímum.

Þetta er fyrst og fremst stórsigur fyrir þjóð sem trúir á lýðræðisleg vinnubrögð og sem sýnt hefur aðdáunarverða, skýra afstöðu og siðferðisvitund fyrir framtíðarkynslóðir.

Þessi þjóð hefur kveikt von um bjartari framtíð. 

Ég veit að pólitíkusar munu allir rífast um að túlka sér þessar kosningar sér í hag, en tími pólitíkusa fjórflokksins er liðinn og tími kominn til fyrir þjóðina að taka virkan þátt í hreingerningum eftir hrun. Fulltrúalýðræði á tímum sem þessum er markleysa og ljóst að þingmenn eru að koma í lög gæluverkefnum eins og um kynjakvóta, nokkuð sem er afar óviðeigandi fyrir þjóð sem vill kenna sig við jafnræði og er afar neyðarlegt bæði fyrir karla og konur sem vita að jafnræði felst í hugarfarsbreytingu, og að forsjárhyggjuvaldboð sem þetta eru ekki til þess fallin að breyta hugarfarinu til hins betra.

Beint lýðræði er að virka, og því verður að beita oftar, þó að ríkjandi stjórnvöld vilji eyðileggja fyrir.

 

 Mynd: Portfolio.com

 

 

 

 

E.S. Þetta er bara örstutt frí frá bloggfríinu, en ég hef hugsað mér að sleppa greinarskrifum þar til í apríl, en mátti til í dag, vegna mikilvægis þessa máls. 


mbl.is Nær allir segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kunna íslenskir þingmenn og almenningur ekki að hlusta og hugsa gagnrýnið?

Það hefur verið afar áberandi á Alþingi Íslendinga upp á síðkastið að þjónar þjóðarinnar sem starfa þar við að setja saman lög fyrir þegna þessa lands, virða ekki grundvallaratriði gagnrýnnar hugsunar: að hlusta og vinna saman. Ástæðurnar fyrir því að ekki er hlustað eru sjálfsagt ólíkar fyrir hvern og einn þingmann, en grundvallarástæðan er sjálfsagt sú að á Íslandi hefur aldrei verið lögð áhersla á kennslu í gagnrýnni hugsun, annars staðar en á háskólastigi, og þá bregður jafnvel til beggja vona hvort kennslan hafi eitthvað með slíka hugsun að gera eða ekki. 

Ég upplifði gagnrýna hugsun í tímum hjá Páli Skúlasyni, Róberti Haraldssyni, Erlendi Jónssyni og Nirði P. Njarðvík. Flestir aðrir tímar voru hefðbundnir fyrirlestrar, þar sem maður safnar að sér efni og sérfræðingur ræðir um það og sem maður síðan hugsar um á eigin forsendum. Páll Skúlason velti fyrir sér mikilvægi gagnrýnnar hugsunar fyrir samfélagið og beitti henni á krefjandi hátt í samræðutímum, Róbert Haraldsson kafaði að kjarna gagnrýnnar hugsunar og krafði nemendur til að velta fyrir sér hvernig við getum lært að hugsa sem best, Erlendur hafði þann hæfileika að geta sýnt hvernig orðræða eins og hún birtist í fjölmiðlum skarast oft á við rökfræðina og Njörður P. Njarðvík kenndi mér þá list að gagnrýna það sem ég og aðrir hafa skrifað, og læra þá mikilvægu lexíu að sama hvað maður skrifar, þá er langur vegur á milli þess sem maður hugsar þegar maður skrifar og þess sem lesandi fær út úr þeim orðum.

Frekara nám í gagnrýnni hugsun beið mín í Bandaríkjunum, með snilldarkennurum eins og Dr. Matthew Lipman og Dr. Ann Margaret Sharp, sem leiddu okkur um heima barnaheimspekinnar - sem er í raun kennsla í gagnrýnni hugsun fyrir börn - og einnig stórfenglegum tímum sem fjölluðu beinlínis um beitingu gagnrýnnar hugsunar um allt skólakerfið og samfélagið hjá Dr. Mark Weinstein. Gagnrýnin hugsun á þessu stigi er nokkuð sem virðist því miður ekki vera virt á Íslandi.

Í dag starfa ég hjá norsku upplýsingatæknifyrirtæki sem gengur út á að gefa ráðgjöf í gagnrýnni hugsun til fyrirtækja og stofnana, með tækjum og tólum sem krefjast þess að allir hlusti hver á annan. Ég mun sjálfsagt nýta þá þekkingu sem ég afla hjá þessu fyrirtæki fyrir frekara framhaldsnám í gagnrýnni hugsun. Mig grunar að fæstir alþingismenn viti hvað það fyrirbæri er, þó að á meðal stjórnarmanna Samfylkingar séu nokkrir einstaklingar sem sátu með mér í tímum í HÍ sem fjölluðu beinlínis um mikilvægi gagnrýnnar hugsunar í lýðræðislegu samfélagi.

Ellert B. Schram skrifar ágæta grein um þær hörmungar sem þjóðin upplifir um samstöðuleysi á hinu íslenska Alþingi, þar sem stjórnin þvingar málum í gegn eins og gert var síðustu 18 árin og stjórnarandstaðan gagnrýndi þá af krafti, en fyrrverandi stjórnarandstaða beiti nákvæmlega sömu taktík í dag og núverandi stjórnarandstaða gagnrýnir það af krafti. Samt beitir hvorug hliðin gagnrýnni hugsun.

"En það er á einum vinnustað, á Alþingi sjálfu, sem þessi samstaða hefur brostið. Þar hefur hver höndin verið upp á móti annarri. Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með þeirri umræðu allri. Það mætti halda að hópur þingmanna skilji ekki eða vilji ekki skilja að þessi barátta sem íslenska þjóðin heyr nú við hruninu snýst ekki um flokka og dilka. Hún snýst um þjóðarhag." Ellert B. Schram

Erfiðasta verkefnið sem nokkur manneskja getur fengið er að hlusta á aðra. Að hlusta er ekki kennt í skóla nema að takmörkuðu marki. Yfirleitt er ætlast til að hlustað sé á kennarann eða yfirvaldið, en ekki nauðsynlega á eigin pælingar eða jafningja í hópnum.

Það má gera greinarmun á því að hlusta á manneskju annars vegar og heyra hvað hún er að segja hins vegar, og þar að auki muninn á því að hugsa um hugsanir annarrar manneskju, meðtaka þær og reyna að skilja þær annars vegar og hlusta aðeins á það sem hentar eigin skoðunum.

Á Íslandi læra börn ekki í skóla að ræða saman af skynsemi, nema í undantekningartilfellum, þar sem börn eru það heppin að fá kennslu þar sem þau fá tækifæri til að ræða málin af dýpt.

Vandinn sem að steðjar er að þeir sem eru við stjórn halda að þeir viti hvað gagnrýnin hugsun er og telja að hún sé kennd í skólum með þeirri námsskrá sem er í gildi í dag, sem er að mörgu leyti ágætt en hefur þetta gat á ósonlaginu sem er skortur á gagnrýnni hugsun.

Þannig er námsskráin í dag:

  • Sjálfsstyrking og samskipti
  • Námstækni
  • Íslenska
  • Framsögn og ræðumennska
  • Enska
  • Stærðfræði
  • Tölvu- og upplýsingatækni

Af hverju gagnrýnin hugsun er ekki kennd í íslenskum skólum, og þá í formi barnaheimspekinnar og með rökfræði sem grundvöll, er ofar mínum skilningi. Eina ástæðan sem mér dettur í hug er mannekla og skilningsleysi - það kunna ekki nógu margir gagnrýna hugsun til að kenna hana vel, og þeir sem taka ákvarðanir um námsskrá telja sig vita en vita kannski ekki í raun hvað gagnrýnin hugsun er og hvers vegna hún er svona mikilvæg.

Það er hins vegar eitthvað sem hægt er að laga.


Davíð Wonka og sælgætisverksmiðjan

 

willy-wonka-in-chocolate-factory

 

Segjum að Davíð Wonka framleiði sælgæti í verksmiðju. Ekki bara eitthvað sælgæti. Heldur besta sælgæti í heimi. Hann verður skelfilega ríkur og fólk kaupir sælgætið og étur af mikilli græðgi. Fyrr en varir verður fólkið sem elskar nammið feitt og slappt, en getur samt ekki stoppað að fá sér eitt súkkulaðistykki, brjóstsykurpoka eða íspinna.

Þá tekur sá allra feitasti, Jón Átgeir, sem vegur nú 305 kíló eftir því að Davíð er ekki feitur. Hann spriklar um heilbrigður og nýtur þess að framleiða nammið, enda trúir hann eins og flestir, að góður árangur sé í sjálfu sér af hinu góða. Jón Átgeir þessi sér að nammið hefur hvorki gert honum né þjóðinni gott, en hann getur ekki hætt að borða nammi, þannig að hann ákveður að sjá til þess að Davíð fái ekki að njóta afrakstur árangurs síns. Hann skal verða ósæll og helst hataður af þjóð og umheimi.

Því kaupir Jón Átgeir sér fjölmiðlafyrirtæki sem rekur dagblað, sjónvarp og útvarp. Hann gefur þá fyrirskipun til starfsmanna að þeir skuli vanda vinnu sína og engum hlífa í gagnrýni sinni, ekki einu sinni sjálfum sér. En þegar ummæli birtast um Jón Átgeir á eigin fjölmiðlum missir viðkomandi starf sitt, því að á Átlandi gilda þau lög að ef yfirmanni líkar ekki af einhverri ástæðu við starfsmann sinn, sama hver sú ástæða er, þá má hann segja viðkomandi upp. Þannig að eftir standa þeir sem aldrei hafa fjallað um Jón Átgeir á gagnrýninn hátt. Fullkomið kerfi!

Hins vegar hefur Davíð tekið eftir Jóni Átgeiri og finnst ómaklega að honum vegið þegar fréttir fara að birtast um að sykurinn í sælgæti Davíðs sé óhollari en annar sykur, að brjóstsykurinn sé harðari og festist ævilangt í líkamanum, og að ísinn hans bráðni hraðar en eðlilegur ís. Davíð að óvörum hlusta aðrir nammineytendur á Jón Átgeir, og þeir sjá að þeir eru sjálfir orðnir feitir og frekar ógeðslegir eftir allt nammiátið, og sjá þá í þykkum lófum sínum að Davíð er vondur maður, og að það þurfi að skilja hann frá verksmiðju sinni.

Smám saman verður Davíð að óvinsælli manni, vegna stanslausra sögusagna fjölmiðla um hvernig hann virðist vera að vissa vitið, eigi við geðlæg vandamál að stríða, að hann komi betur fram við vini sína en óvini, og að hann borðar ekki eigið nammi.

Kemur nú að því að Davíð er heimsóttur á skrifstofu sína einn daginn af mönnum í hvítum sloppum, og hann lokaður inni í Geðlabankanum þar sem að hann á að hafa hægt um sig, og engin áhrif út í hinn stóra heim. 

Taka nú aðrir við sælgætisverksmiðjunni, og í stað þess að hugsa um bragðgæði sælgætisins, er ákveðið að auka við magn til þess að auka sölu og markaðshlutdeild. Það gengur eftir, og fólk er farið að éta miklu meira af sælgæti en nokkurn tíma áður. Nú eru fjölmargir orðnir 305 kíló að þyngd, en Jón Átgeir er farinn að nálgast tonnið.

Þá gerist það að heimsmarkaðsverðið á sykri rýkur upp úr öllu valdi. Til að stytta sér leið ákveða nýir stjórnendur verksmiðjunnar að spara, og í stað sykurs kaupa þeir salt, sem er mun ódýrara og lítur hvort eð er alveg eins út. Eftir fyrstu sendinguna með breyttri uppskrift áttar fólk sig fyrst á því hverslags ógeð það var að éta, borðar nammið samt en arkar með kröfuspjöld niður að Geðlabankanum og mótmælir Davíð fyrir að hafa vanið sig á þetta ógeð.

Davíð er sparkað út úr Geðlabankanum og fær ekki að nálgast sælgætisverksmiðjuna. Hann grunar hvað hefur gerst og segir frá því, en orðum hans er lipurlega snúið gegn honum af fjölmiðlum Átgeirs, sem allir landsmenn fylgjast dolfallnir með eins og hraðlygnum manni sem segir flottar sögur, svolítið litaðar af sannleikanum, en helst til þess fallnar að hafa áhrif.

Davíð situr nú heima hjá sér, dapur og vinalaus. Hann veltir fyrir sér hvernig heimurinn hefur snúist gegn honum, og hvort hann hafi virkilega gert eitthvað rangt. Það vita allir að sælgæti skal borða í hófi. Hvernig er hægt að kenna honum um græðgi þeirra sem keyptu nammið og gátu ekki hætt að éta?

Nú hlakkar í Jóni Átgeiri. Hann hefur ekki bara hrakið Davíð frá fyrirtæki sínu, heldur hefur hann líka eignast sælgætisverksmiðjuna og alla stjórnarmenn þess. Þar að auki situr hann uppi með allar birgðar verksmiðjunnar sem enn hafa sykur og bragðast vel, og hann nýtur þess að narta í nammið daginn út og daginn inn, á meðan fólk heldur enn áfram að kaupa saltaða nammið, sem það er farið að venjast.

Davíð er ekki viss, en hann grunar að Jón Átgeir hafi staðið að baki aðförin gegn honum, og veltir fyrir sér hvernig hann geti svarað fyrir sig, óvinsælasti maður Átlands. Hann átti ennþá hluta af dagblaðinu Morgundeginum, og ef hann gæti fundið sér pláss til að segja sína hlið málsins, þá gæti Átland enn átt sér von um að fræðast um hvað gerðist í raun og veru. 

Hefði fólkið, velti Davíð fyrir sér, sem er nú búið að fá ógeð á namminu áhuga á að hlusta á aðrar hliðar málsins, eða voru þau einfaldlega búin að fá nóg af honum, þar sem sjónvarp, útvarp og dagblöð voru löngu búin að sannfæra þau um að hann væri upphafsmaður ástandsins, hann stofnaði sælgætisverksmiðjuna og hann stjórnaði henni í 18 ár, og svo þykist hann enga ábyrgð bera á að stjórna því hversu gráðugt fólk var í nammið hans?

Eitthvað alvarlegt hafði gerst. Breytingar framundan. Óróleg framtíð að hefjast. Davíð Wonka gæti sagt sína hlið málsins og sú frásögn gæti breytt trú fólks á veruleikann, og gæti sýnt að hann var saklaus af ásökunum fjölmiðla Jóns Átgeirs.

"Slíkt má aldrei gerast!" öskraði Jón Átgeir yfir fjölmiðlamönnum sínum. "Finnið eitthvað um hann! Hvað sem er! Það þarf að hafa sannleikskorn, því að hliðrun á sannleikanum er miklu öflugri en helber lygi. Við verðum að sannfæra fólk um að það var hann sem stofnaði sælgætisverksmiðjuna, það var hann sem innleiddi græðgina. Þetta var allt honum að kenna!"

Blaðamaður að nafni Sókrateles rétti þá upp hönd og bað um orðið. Hann fékk það.

"Getur verið", spurði blaðamaðurinn, "að Davíð beri ekki ábyrgð á allri græðgi Átlendinga?"

Næsta dag var Sókratelesi vikið úr starfi og hann leiddur til dyra af yfirmanni sínum, sem skrifaði grein þar sem fram kom að Sókrateles hefði ákveðið að hætta störfum og leita sér nýrra tækifæra annars staðar.

Davíð er kominn aftur.

Daginn sem tilkynnt var að Davíð yrði ritstjóri Morgundagsins ætlaði allt um koll að keyra. Algjör upplausn. Bílar keyrðu á ljósastaura. Fólk festist í dyragættum. Lyftur stoppuð á milli hæða. 


Eitthvað fyrir alla! Eniga meniga, ég á enga peninga. Súkkadí púkkadí, kaupa meira fínerí. Kaupæði, málæði, er þetta ekki brjálæði?

 

Sérstakar þakkir fyrir myndirnar fær A Cool Friday.
 
08-01-17_money1

 

"Í vel stjórnuðu ríki ber að skammast sín fyrir fátækt. Í illa stjórnuðu ríki, ber að skammast sín fyrir auð." Confusius

"Mesti auðurinn felst í að vera sáttur við lítið." Platón 

"Sé ríkur maður stoltur af auði sínum, skal ekki lofa hann fyrr en vitað er hvernig hann ver auðnum." Sókrates 

08-01-17_money3

 

"Tími er það dýrmætasta sem maður getur eytt." Diogenes Laertius

"Venjulegum auðæfum er hægt að stela, ekki alvöru auðæfum. Í sál þinni eru óendanlega verðmætir hlutir sem enginn getur tekið frá þér." Oscar Wilde

08-01-17_money2

"Auður er hæfileikinn til að njóta lífsins til fullnustu." Henry David Thoreau

"Að vera ríkur er að eiga peninga; að vera auðugur er að hafa tíma." Margaret Bonnano

"Ég vildi geta lifað sem fátækur maður en með fullt af peningum." Pablo Picasso

 


 

"Svo mikið af fólki eyðir heilsunni við öflun fjár, og eyða síðan fénu til að endurheimta heilsuna." A.J. Reb Materi

"Þetta er áhrifaríkur mannfjöldi: þeir sem hafa og þeir sem hafa meira. Sumir kalla ykkur elítuna. Ég kalla ykkur bækistöð mína." George W. Bush

"Margir urðu auðvitað gífurlega ríkir, en þetta var fullkomlega eðlilegt og ekkert til að skammast sín fyrir því að enginn var í raun fátækur, að minnsta kosti enginn sem vert er að tala um." Douglas Adams

08-01-17_money6

 

"Ótti gagnvart dauðanum vex í jöfnu hlutfalli við aukinn auð." Ernest Hemingway

"Ef ég fengi uppfyllta eina ósk, hvað sem er, þá myndi ég ekki óska mér auðs og valds, heldur ástríðufulla tilfinningu fyrir möguleikum - því að augað sem sér hið mögulega er ávallt ungt og árvökult. Nautnir valda vonbrigðum; möguleikar aldrei." Sören Kierkegaard

"Ég vil verða rík. Sumir verða svo ríkir að þeir glata allri virðingu fyrir hinu mannlega. Svo rík vil ég verða." Rita Rudner

08-01-17_money5

"Frægð og auður flæða. Heimska er eilíf." Don Williams Jr. 

"Auður, eins og hamingja, kemur aldrei þegar maður sækir beint eftir honum. Hann kemur sem aukaafurð gagnlegrar þjónustu." Henry Ford

"Það er ekki sköpun auðs sem er röng, heldur ástin á peningum peninganna vegna." Margaret Thatcher

 

08-01-17_money7

 

"Auður er verkfæri frelsis, en leitin að auði er þrældómur." Frank Herbert

"Þeir segja að betra sé að vera fátækur og hamingjusamur en ríkur og vansæll, en hvað um að finna millileið eins og hæfilega ríku og mislyndur?" Díana prinsessa

"Hæfileikar er auður hins fátæka." John Wooden

"Laag endist lengur en fuglasöngur, og orð endast lengur en auður heimsins." Írskt spakmæli

"Auðugur áttu marga vini; fátækur, ekki einu sinni ættingja." Japanskt spakmæli

08-01-17_money8

 

"Allir menn með metnað verða að berjast gegn eigin öld með vopnum hennar. Þessi öld dýrkar auð. Guð þessarar aldar er auður. Til að ná árangri þarftu auð. Sama hvað það kostar verður maður að hafa auð." Oscar Wilde

"Óverndaður auður veldur styrjöldum." Ernest Hemingway

"Þegar hinir ríku hugsa um þá fátæku fá þær fátæklegar hugmyndir." Evita Perón

"Í dag er mesta auðlindin það sem er á milli eyrna þinna." Brian Tracy

"Við lifum á því sem við eignumst, en öðlumst líf á því sem við gefum." Winston Churchill

"Þú ert ekki ríkur fyrr en þú hefur eitthvað sem peningar geta ekki keypt." Garth Brooks

"Ekki allt sem hægt er að telja skiptir máli, og ekki allt sem skiptir máli er teljanlegt." Albert Einstein

"Sá auður sem enginn sér gerir manneskju hamingjusama og ekki öfundaða." Francis Bacon

"Sá fátækasti er ekki án klinks, heldur án draums." Óþekktur höfundur

"Ég er á móti milljónamæringum, en það væri hættulegt að bjóða mér stöðuna." Mark Twain

 

Myndir: A Cool Friday


Gæti Ísland orðið næsta Palestína?

Þremur árum eftir að Ísland öðlaðist sjálfstæði frá Dönum, árið 1947, samþykktu Sameinuðu þjóðirnar að skipta Palestínu í tvö ríki, eitt fyrir Gyðinga, og hitt fyrir innfædda.

Nú er íslenska þjóðin fórnarlamb eigin fáfræði, lasta, græðgi og reynsluleysi gagnvart hinum miskunnarlausa og stóra heimi, heimi sem hafið og fjarlægð okkar hafa verndað okkur frá í meira en þúsund ár. Í þessum heimi er ruðst inn í lönd, þau hertekin og milljónir drepnir af kaldri grimmd. Það að samgöngur og samskipti hafa batnað vegna tækniframfara, þýðir ekki að grimmdin sé eitthvað minni, heldur gefur hún hugsanlega aukin færi á þeim sem eru veikburða.

Hernaðarlega er Ísland vel varið, enda í NATO, en fjárhagslega liggjum við afar vel undir höggi.


Nú er Ísland í þannig stöðu að landið er fjárhagslega varnarlaus gagnvart úlfunum sem ráfa um heiminn í leit að auðveldri bráð. Við höfum gefið færi á okkur - í fjölmiðlum um allan heim er talað um okkur sem gjaldþrota þjóð sem getur ekki borgað skuldir sínar - og þegar að skuldadögum kemur mun kröfuhafinn hugsanlega geta keypt okkur á uppboði eftir gjaldþrotaskipti.

Íslenska þjóðin hefur ekki alltaf verið sjálfstæð, og getur hún tapað sjálfstæði sínu gæti hún sín ekki. Standi Íslendingar ekki saman gegn innri sem ytri ógnun, einföldum og flóknum, verðum við enn veikari fyrir og þá verður freistandi fyrir hungraða úlfa að ráðast til atlögu, enda hefur okkur ekki beinlínis tekist að halda hópinn með hjörðinni, og erum veik fyrir þar sem við stöndum ein.

Tilefni þessarar distópíu er grein sem birtist í dagblaðinu National í Abu Dhabi fyrr í dag. Greinarhöfundur var að mínu mati ekki að grínast. Hefði slík grein um Ísland verið hugsanleg fyrir tíu árum?

Greinin er á ensku neðst á síðunni, en ég ætla að gera tilraun til að snara henni yfir á íslensku. Ég túlka tón greinarinnar ekki sem gamansaman, heldur sýnist mér að höfundur meini hvert einasta orð.

Það væri kannski sniðugt að greina með formlegu áhættumati hversu mikil hætta er á að slíkar hugmyndir, eins fjarstæðukenndar og þær kunna að virðast við fyrstu sýn, verði að veruleika.

 

Noam Chomsky um átökin milli Ísraels og Palestínu:

 

sultansaoudalqassemi1

Annað gyðingaríki: Ísland gæti verið sniðugt...

Sultan Al Qassemi


Það er sagt að róttækir tímar kalli á róttæk ráð, en jafnvel í samanburði við annað sem ég hef látið frá mér fara er þetta umdeild tillaga: kannski það sé eitthvað til í þeirri hugmynd að stofna annað gyðingaríki - ekki til að koma í staðinn fyrir Ísrael, heldur sem viðbót, til að það blygðist gagnvart heiminum.

Í meira en 60 ár hefur Ísraelsríki opinberlega starfað í samræmi við vafasamar starfsreglur eins og yfirtöku landsvæða og refsingar gagnvart hópum og svæðum sem verndaðar hafa verið af vestrænum ríkjum gagnvart alþjóðlegri gagnrýni og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þar að auki hafa sumir ísraelskir stjórnmálamenn verið ásakaðir af vestrænum fræðimönnum um að misnota vorkunn sem fylgt hefur í kjölfar hinnar harmþrungnu þjáningar Helferðarinnar, og notað hið göfuga orðtak "aldrei aftur" sem réttlætingu á því að þeir gera nánast það sem þeim sýnist (eins og í nýlegri Gaza herför) á meðan þeir halda stöðugt fram að þeir séu fulltrúar Gyðinga um alla heimsbyggð.

Satt best að segja þá hefur aldrei verið jafn mikið bil á milli gyðinga um allan heim og hinnar kosnu ríkisstjórnar Ísraels sem er þar við völd í dag. Hin nýkjörna ríkisstjórn er svo skammsýn og barnaleg, týnd í ofsafengri hægri pólitík og hungruð í völd, að hún fæddist í raun andvana. Hvernig er öðru vísi hægt að útskýra tilnefningu Avigdor Lieberman sem utanríkisráðherra, "pólitískan" þrjót sem minnir mest á Neanderdalsmennina á tímum aðskilnaðarstefnu Suður Afríku?

Val hins nýja forsætisráðherra Benjamin Netanyahu á herra Lieberman sem andlit hinnar ísraelsku þjóðar er sönnunargagn um fákunnáttu hans og hroka. Jafnvel stjórnmálamenn sem hafa varla nokkra reynslu myndu átta sig á að val á svo umdeildum manni, sem hefur svo mörg viðhorf sem eru jafnvel móðgandi í huga helstu bandamanna eins og Bandaríkjamanna, og hvað þá um hulda bandamenn á svæðinu, er það sama og að skjóta sig í fótinn. Utanríkisráðherra Evrópusambandsins, Javier Solana, hefur kallað herra Lieberman "mann sem ég hef verið ósammála alla mína ævi", Egyptaland vill ekki fá hann í heimsókn, og Palestínumenn myndu ekki láta sjá sig í sama herbergi og hann.

Þar að auki, í frétt ísraelska dagblaðsins Yedioth Ahronoth var sýnd skoðanakönnun sem framkvæmd var af J Street, hóp bandarískra Gyðinga, sem sýndi að 60 prósent af bandarískum Gyðingum eru andstæðir harðlínuskoðunum þeim sem herra Lieberman tjáði í ísraelsku kosningabaráttunni, og það merkilega er að 75 prósent styðja niðurskurð á fjárhagslegum stuðningi Bandaríkjanna til Ísraels ef nýja ríkisstjórnin kemur í veg fyrir undirskrift á sáttmála við Palestínumenn. Það er ljóst að í dag fer þeim Gyðingum fjölgandi í heiminum sem samsama sig ekki við Ísrael, aðallega vegna stefnu þess. Margir þeirra eru á móti ríki sem þykist vera fulltrúi umburðarlyndrar menningar þeirra og heilagrar trúar sem eina landið í heiminum sem opinberlega hefur hertekið land annarrar þjóðar.

Þar að auki er ólíklegt að Ísrael endist sem ríki Gyðinga vegna landfræðilegs veruleika. Mannfjöldi araba fjölgar, á meðan menntaðir Ísraelar eignast færri og færri börn. Þar að auki sýnir skoðanakönnun sem var nýlega framkvæmd af Lýðræðisstofnun Ísraels að flestir Ísraelsbúar sjá sig fyrst sem Gyðinga og síðan sem Ísraela.

Hvað er það sem gefur Ísrael þann rétt að tala í nafni allra Gyðinga þegar hún hýsir færri Gyðinga en Bandaríkin, og þegar þjóðfélaginu er skipt í 20 prósent innfædda araba-ísraelska borgara og milljónir annarra Araba, hvers land Ísrael hefur hernumið? Landfræðilega, hinir um það bil 13 milljón Gyðingar í heiminum eru meira en tvöfalt fleiri en Gyðingar sem búa í Ísrael. Fullyrðingar þeirra eru sambærilegar við Taiwan sem þykist tala fyrir hönd allra Kínverja vegna þess að þjóðin er "lýðræðisleg" og "henni ógnað".

Þannig að ég legg til stofnun nýs ríkis Gyðinga - líka lýðræðislegs, en sem stundar ekki að spilla fyrir hinu góða orðspori gyðingatrúar og Gyðinga. Þegar allt kemur til alls er meirihluti þjóða sem er múslimatrúar eða kristnitrúar ekki reist á heilögu landsvæði: af hverju ekki að bæta við einu fyrir Gyðinga?

Vegna heimskreppunnar eiga nokkrar þjóðir í fjárhagslegum erfiðleikum og gætu mögulega hugsað sér kauptilboð: Ísland, til dæmis, með fullri virðingu fyrir Íslendingum. Íslenska þjóðin er í afar alvarlegri fjárhagslegri stöðu, smáþjóð með 300.000 íbúa og vel staðsett á milli Bandaríkjanna og Evrópu, Íslandi væri tilvalinn staður sem ætti ekki að kosta meira en um 50 milljarða bandaríkjadala, sem keypt væri af hundruðum eða þúsundum Gyðinga sem samsama sig ekki með stefnu og ríkisstjórn Ísraels og sem eru virkilega í leit að friði og ró í ríki sem umber þá.

Annað ríki Gyðinga sem nær árangri og ríkidæmi gæti gert að engu þau yfirnáttúrulegu tök sem Ísrael hefur yfir bandaríska þinginu og fjölmiðlum, og einnig gert að engu þær martraðir og minningar sem leiðtogar Evrópuríkja fá þegar þeir hugsa til samsektar þjóðar sinnar gagnvart brottrekstri og útrýmingu Gyðinga. Þessi róttæka hugmynd gæti virkað sem vekjaraklukka fyrir ísraelska stjórnmálamenn sem treysta á langvarandi stuðningi Bandaríkjanna, og gætu áttað sig á að Ísrael þarf að horfast í augu við veruleikann og setjast af fullri alvöru við friðarsamningaborðið sjálfum sér til heilla.

Þetta er bara pæling; en róttækir tímar kalla á róttæk ráð.
Sultan Sooud Al Qassemi er viðskiptamaður frá Sharjah, útskrifaður frá bandaríska háskólanum í París og stofnandi Bajeel öryggisfyrirtækisins í Dubai.


Greinin á ensku:

A second Jewish state: Iceland might be cool…

Sultan Al Qassemi

It is said that radical times call for radical thinking, but even by my own standards this is a controversial proposal: perhaps there is merit in an argument for the creation of a second Jewish state – not to replace Israel, but in addition to it, to embarrass it in front of the world.

For more than 60 years the state of Israel has been publicly operating objectionable policies such as land grabs and collective punishment largely sheltered by certain western governments from international criticism and UN resolutions. In addition, some Israeli politicians have been accused by western academics of exploiting the tragic suffering and mass extermination of the Holocaust, and using the noble phrase “never again” as a cover to pretty much do as they please (as in the recent Gaza campaign) while maintaining throughout that they are representing Jews worldwide.

In truth, there has never been a greater rift between the Jewish diaspora and an elected government in Israel as the one that exists today. The newly elected government is so short-sighted and naive, lost in its extremist right-wing policies and desperate for power, that it was effectively still born. How else to explain the appointment as foreign minister of Avigdor Lieberman, a thuggish “politician” more like one of those Neanderthal characters from the era of apartheid South Africa?

The new prime minister Benjamin Netanyahu’s choice of Mr Lieberman as the public face of Israel is evidence of his own ignorance and arrogance. Even politicians with hardly any experience would realise that to appoint such a polarising figure, many of whose views are offensive even to committed allies such as the US, let alone covert allies in the region, is to shoot oneself in the foot. The EU foreign policy chief Javier Solana has called Mr Lieberman “a man with whom I have been at odds for my entire life”, Egypt doesn’t want him to visit, and the Palestinians wouldn’t be seen in the same room as him.

Furthermore, a report in the Israeli newspaper Yedioth Ahronoth cited a poll conducted by J Street, the US Jewish advocacy group, which revealed that 60 per cent of American Jews oppose the extremist views expressed by Mr Lieberman during the Israeli election campaign, and a remarkable 75 per cent support a cut in US financial aid to Israel if the new government puts the skids under signing an agreement with the Palestinians. Today, clearly, a growing number of Jews around the world do not identify with Israel, largely because of its policies. Many of them object that a state claiming to represent their tolerant culture and sacred beliefs is the only country in the world that is officially occupying another people’s land.

Additionally, the notion that Israel is likely to last as a Jewish state is challenged by the demographic realities on the ground. Its population of Arab citizens is expanding, while educated and affluent Israelis are having fewer and fewer children. Moreover, a recent poll conducted by the Israel Democracy Institute found that most Israelis see themselves as Jewish first and Israeli second.

What, in fact, gives Israel the exclusive right to speak in the name of all Jews when it hosts fewer Jews than the USA, and when its very own ethnic make-up is diluted by the 20 per cent native Arab-Israeli citizens and the millions of other Arabs whose land it occupies? Demographically, the estimated 13 million Jews in the diaspora represent more than twice the number of Jews who live in Israel. Their assertions are akin to Taiwan claiming to speak on behalf of all Chinese people because it is “democratic” and “under threat”.

So I propose the creation of an additional Jewish state – also democratic, but not in the business of tarnishing the good reputation of the Jewish religion and people. After all, there are dozens of majority Muslim and Christian countries that are not founded on holy lands: why not one more Jewish one?

Because of the global economic crisis there are several countries in financial difficulties that might consider a possible purchase offer: Iceland, for one, with all due respect to Icelanders. With its dire financial situation, tiny population of 300,000 and strategic location between the USA and Europe, it would be an ideal candidate that shouldn’t cost more than $50 billion or so to purchase on behalf of the hundreds of thousands of Jews who don’t identify with Israeli policies and governments and who genuinely seek peace and tranquillity in a state that carries their attributes.

A successful, prosperous and secure second Jewish state could neutralise the voodoo spell that Israel has on the American Congress and media, as well as European leaders still haunted by the nightmare memories of their countries’ support or complicity during the extermination of their Jewry. This radical idea could act as a wake-up call for Israeli politicians who bank (literally) on America’s long-term counterproductive support, and make them realise that Israel has to face reality and finally commit to genuine peace negotiations for its own good.

It’s just a thought; after all, radical times call for radical thinking.



Sultan Sooud Al Qassemi is a Sharjah businessman, graduate of the American University of Paris and founder of Barjeel Securities in Dubai

sultan.alqassemi@gmail.com


Fjölskyldufaðir skotinn vegna skvaldurs í bíó

James Joseph Cialella Jr.

Í fyrradag hunsaði fjölskylda sem sat fyrir framan mann á kvikmyndasýningu í Bandaríkjunum ósk hans um að þau hættu að skvaldra með þeim afleiðingum að maðurinn, James Joseph Cialella yngri, 29 ára gamall, stóð upp, gekk í kringum sætaröðina og krafðist þess að fjölskyldan vinsamlegast héldi sér saman. Rifrildið æstist upp í handalögmál þar til Cialella dró upp skammbyssu og skaut fjölskylduföðurinn í vinstri handlegg. 

Gestir kvikmyndahússins, sem höfðu verið að horfa á The Curious Case of Benjamin Button, með Brad Pitt og Cate Blanchett í aðalhlutverkum, þustu í allar áttir og leituðu skjóls, en Cialella fór hins vegar aftur í sæti sitt og hélt áfram að horfa á myndina, þar til lögreglan færði hann í gæsluvarðhald.

Mér finnst þetta áhugaverð frétt. Sérstaklega þegar mér verður hugsað til menningarmuns á Íslandi og Bandaríkjunum, og hvernig við tökum á málum þegar við erum ósátt. Ef einhver skvaldrar í kvikmyndahúsi hérna heima eða veldur ónæði á annan hátt, er sá hinn sami í mesta lagi beðinn um að sýna tillitssemi. Verði hann við því, gott mál. Ef ekki, er líklegt að sá sem kvartaði muni hafa það frekar skítt, að minnsta kosti þar til hann kemst heim og getur róað sig við að blogga um hvað var ömurlegt í bíó vegna tillitsleysis annarra bíógesta.

 

Sjá frétt um skotárásina hjá philly.com


Hvernig ætli þessir tveir stæðu sig við stjórn þjóðarskútunnar?

petersimpson.png

The Stand - Complete, Uncut (2001) Stephen King **1/2

Efnavopn í þróun hjá bandaríska hernum losnar úr læðingi og drepur meirihluta mannkyns. Örfáir einstaklingar eru ónæmir fyrir sjúkdómnum, sem annars drepur allar aðrar manneskjur á fáeinum dögum, og líka skepnur sem hafa lifað í nánum samvistum við fólk.

StephenKing2Við fáum að fylgjast með ævintýri hinnar óléttu Fran Goldsmith, hins hljóðláta Texasbúa Stuart Redman, rokksöngvaranum Larry Underwood, samfélagsfræði-kennaranum Glen Batemenn, hundinum Kojak, hinum heyrnarlausa Nick Andros, hinum þroskahefta Tom Cullen sem stafar öll orð eins, sem M-O-O-N, spákonuna Abagail Freemantle og illmennunum sem eru kannski ekki alill barnaskólakennaranum Nadine Cross, unglingnum snjalla Harold Lauder, brennuvarginum geðveika Trashcan Man, og yfirpúkanum Randall Flagg.

Sögupersónurnar eru skemmtilegar og ljóslifandi, en sagan snýst um keppni milli þessara tveggja hópa um að vera fyrst til að koma sér fyrir og undirbúa sig fyrir stríð. Randall Flagg er vera úr helvíti sem sameinar veikgeðja fólk og glæpamenn saman gegn hinum venjulegu, þeim sem vilja einfaldlega lifa í sátt og samlyndi.

Hetjurnar falla hverjar á fætur annarri, þar til aðeins örfáar þeirra eru eftir, en það sem skilgreinir þá sem hetjur er að þeir eru til í að berjast fyrir sátt og samlyndi gegn hinum illa her Randall Flagg, sama hvað það kostar. 

Rambowallpaperkr8Sagan er alltof löng fyrir efnið og verður frekar langdregin þegar í ljós kemur að engin sérstök dýpt liggur á bakvið söguna, að þetta er einfaldlega saga sem varar okkur við að vera svo heimsk að leika okkur að efnum sem við höfum ekki fulla stjórn á. Að við ættum að bera meiri virðingu fyrir náttúrunni og vera þakklát fyrir það sem við höfum, í stað þess að sífellt kvarta yfir því sem við höfum ekki.

Þegar hasar færist í leikinn, sem er reyndar alltof sjaldan, þá er King í essinu sínu. Honum tekst að lýsa á afar myndrænan hátt hvernig hlutirnir gerast, og með slíkri nákvæmni að maður finnir fyrir þunga hvers höggs, lendingu hverrar byssukúlu, og broti hvers beins. Stephen King er frábær sögumaður, en því miður er The Stand barn síns tíma, og engan veginn sú klassík sem maður hefur heyrt fólk segja að hún sé. Hins vegar getur vel verið að gamla útgáfan sé betri. 

Eitt atriði fannst mér svolítið skondið, en það var þegar tvær af aðalhetjunum komu sér upp kvikmyndasal og horfðu á kvikmyndina Rambo 4, þar sem Rambo barðist gegn dópsölum. En eins og allir vita kom Rambo út núna í ár og hann barðist ekki gegn dópsölum, heldur mannræningjum. Bara svona til að rétt sé rétt. King hefur vafalaust haldið að Stallone færi aldrei út í að gera framhaldið árið 1991, þegar Stallone var orðinn 55 ára og ferill hans í ljósandi lögum þar sem hann gerði enga mynd árið 1999, og síðan hinar slöku Get Carter árið 2000 og hrykalegu lélegu Driven árið 2001. Hvern hefði grunað að Stallone ætti eftir að slá aftur í gegn með Rocky Balboa og Rambo árin 2007 og 2008? StephenKing1

Árið 1978 gaf Stephen King út The Stand í fyrsta sinn. Fjöldi lesenda hélt varla vatni yfir ritverkinu og hefur það verið dásamað í þá þrjá áratugi sem liðið hafa síðan það var fyrst gefið út.

Árið 2001 var The Stand endurútgefin. Sögusviðið var ekki lengur 8. áratugur 20. aldar, heldur 9. áratugurinn og um 400 blaðsíðum hafði verið bætt við til að lesendum gæfist tækifæri til að kynnast persónunum betur.

Ég las aldrei upprunalegu útgáfuna, en kláraði í dag endurútgáfuna sem telur 1153 blaðsíður. Ég var frekar vonsvikinn með söguna, rétt eins og kvikmyndina The Happening (2008), sem kom út um daginn. Hún byrjar mjög vel en leysist svo upp í miðjumoð og verður aldrei neitt neitt, alveg til enda. En þá veit maður það þó.

 

Myndir: 

Kápa af The Stand og Rambo veggspjald: Wikipedia

Skopmynd og ljósmynd af Stephen King:  Apotheosis


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband