The Dark Knight gegn Titanic: hversu líklegt er að The Dark Knight sökkvi Titanic?

Titanic (1997) er tekjuhæsta mynd allra tíma, en hún náði að hala inn rétt rúmum 145 milljörðum króna í miðasölu um allan heim þó að hún hafi verið 194 mínútna löng. Mikið hefur verið spáð í hvort að The Dark Knight muni ná henni, en mér finnst það afar hæpið, þó að hún hafi náð inn tæpum 48 milljörðum króna á þremur vikum, enda er hún 42 mínútum styttri en Titanic, aðeins 152 mínútur að lengd. Wink

Reyndar segir tölfræðin að því styttri sem myndin er, því líklegri er hún til að græða, þar sem að hún getur verið á fleiri sýningum yfir daginn. En svo reynist það öfuga satt. Allar myndanna á topp tíu listanum eru nefnilega vel yfir tveir tímar að lengd, nema JurassicPark sem er rétt rúmir tveir - ætli hún hefði ekki orðið klassísk ef Spielberg hefði nennt að hafa hana þriggja tíma langa. Langar myndir virðast verða að meiri viðburðum í huga fólks.

 

Röð
Kvikmynd
Miðasala um allan heim
Á íslensku
1. 
Titanic (1997) 
kr. 145.906.350.000,-
145 milljarðar, 906 milljónir og 350 þúsund
2. 
The Lord of the Rings: The Return of the King (2003) 
kr. 89.772.930.534,-
89 milljarðar, 772 milljónir, 930 þúsund og 534 krónur
3. 
Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest (2006) 
kr. 84.296.443.926,-
84 milljarðar, 296 milljónir, 443 þúsund og 926 krónur
4. 
Harry Potter and the Sorcerer's Stone (2001) 
kr. 77.008.302.335,-
77 milljarðar, 8 milljónir, 302 þúsund og 335 krónur
5. 
Pirates of the Caribbean: At World's End (2007) 
kr. 76.193.130.084,-
76 milljarðar, 193 milljónir, 130 þúsund og 84 krónur
6. 
Harry Potter and the Order of the Phoenix (2007) 
kr. 74.491.568.847,-
74 milljarðar, 491 milljónir, 568 þúsund og 847 krónur
7. 
Star Wars: Episode I - The Phantom Menace (1999) 
kr. 73.329.130.500,-
73 milljarðar, 329 milljónir, 130 þúsund og 500 krónur
8. 
The Lord of the Rings: The Two Towers (2002) 
kr. 73.267.200.000,-
73 milljarðar, 267 milljónir og 200 þúsund krónur
9. 
Jurassic Park (1993) 
kr. 73.116.150.000,-
73 milljarðar, 116 milljónir og 150 þúsund krónur
10. 
Harry Potter and the Goblet of Fire (2005) 
kr. 70.929.454.562,-
70 milljarðar, 929 milljónir, 454 þúsund og 562 krónur
39.
The Dark Knight (2008)
kr. 47.901.810.273,-
47 milljarðar, 901 milljónir, 810 þúsund og 273 krónu

 

Titanic er epísk og afar rómantísk stórslysamynd.

 

Sjö af efstu tíu eru fantasíur:

Lord of the Rings II (179 mínútur) og III (201 mínútur)

Pirates of the Caribbean II (150 mínútur) og III (168 mínútur)

Harry Potter I (152 mínútur), IV (157 mínútur), og V (138 mínútur)

 

Tvær af efstu tíu eru vísindaskáldsögur:

Star Wars: Episode I - The Phantom Menace (133 mínútur)

Jurassic Park (127 mínútur)

 

Og svo er það The Dark Knight, sem má strangt til tekið flokka sem vísindaskáldsögu en ætti samt frekar að flokka sem ofurhetjumynd.

 

Heldur þú að The Dark Knight nái Titanic í miðasölu?

 

 

The Dark Knight sýnishorn:

 

Titanic sýnishorn:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Magnaðar upplýsingar, gaman að sjá þessar tölur svona í samaburði. Ég held að ekkert slái Titanic út á næstunni, ekki bara fyrir lengd og allt það, heldur líka að hún er sönn fyrir utan smá skáldað ástarævintýri sem er samt mjög líklegt að hafi átt sér stað á svipaðan hátt.  Takk kærlega fyrir þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 19:36

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég man eftir umræðunni fyrir 11 árum þegar fólk var að tala um að Titanic gæti aldrei náð Jurassic Park, þar sem að Titanic væri ekkert annað en væmin ástarsaga og alltof þunglyndisleg þar sem allir vissu hvernig hún endaði.

Hrannar Baldursson, 6.8.2008 kl. 19:41

3 Smámynd: Ómar Ingi

All U got 2 do is Belive

Ómar Ingi, 6.8.2008 kl. 19:45

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG held að þeir sem segja slíkt eigi erfitt með að tjá tilfinningar sínar og þyki ekki flott að finnast svona þema gott.  Maður þarf að horfa á hæfilega blöndu af raunverulegri ást og hamingju og svo hinu spennandi og jafnvel ljóta.  Þetta er allt hluti af lífinu. 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 19:46

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ómar: ekki séns.

Ásdís: ég er reyndar sammála þér. 

Hrannar Baldursson, 6.8.2008 kl. 20:37

6 identicon

Ég fór að sjá Titanic í bíó og varð fyrir vonbrigðum. Viðurkenni að þegar ég horfði á hana í sjónvarpinu einhverjum árum seinna með stelpunum mínum fannst mér hún betri en samt höfðaði hún ekkert sérstaklega til mín. Ég gæti nú alveg trúað að Dark Knight næði henni á endanum. Einhvern veginn minnir mig að markaðssetningin á Titanic hafi átt einna stærstan þátt í velgengninni og markaðssetningin á Dark Knight finnst mér vera orðin með hreinum ólíkindum. Það er kannski þess vegna sem ég er ekki búin að sjá hana - hrædd um að hún valdi vonbrigðum - eins og Titanic.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 01:31

7 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ekki hafa þeir grætt á mér þegar flestar þessara mynda voru sýndar. Ég var afar hrifin af Titanic og Jurassic Park en hinar myndirnar höfða ekki til mín. Ég reyndi að horfa á LOTR mynd einu sinni í bíó en leiddist alveg ógurlega. Ég hef reyndar séð flestar - ef ekki allar- Harry Potter myndirnar og þykir þær svona og svona. Hef ekki hrifist af seinni myndunum en þær tvær fyrstu komu skemmtilega á óvart. Ég hef ekki séð neina af Pirates myndunum og langar það eiginlega ekki neitt

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 7.8.2008 kl. 07:15

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég sá Titanic í Háskólabíó í eina skiptið sem ég hef nennt að horfa á hana, en það kom upp svolítið skondið atvik á sýningunni þar sem brunavarnakerfið fór í gang, svona um það leyti sem Titanic rakst á ísjakann. Fólk sat sem fastast og trúði ekki að eitthvað væri í gangi, en allir þurftu að fara úr salnum. Það var einhver bilun í kerfinu. The Dark Knight er fín mynd, en ekki frábær. 

Kristín: Sýnir hvað smekkur manna er ólíkur. Ég gæti horft á LOTR seríuna endalaust í marga mánuði, már fannst þær svo frábærar. Harry Potter bækurnar eru svona yfir meðallagi yfirleitt, en mér fannst Pirates myndirnar alveg hrykalega leiðinlegar (fyrir utan þá fyrstu sem er þrælgóð). Jurassic Park er vissulega eftirminnileg, en það hefði mátt leggja aðeins meiri vinnu í handritið.

Hrannar Baldursson, 7.8.2008 kl. 09:37

9 identicon

Þegar ég las þetta síðasta komment þitt og skoða ýmsar aðrar færslur þínar um kvikmyndir sýnist mér ég hafa eignast bloggvin sem hefur ekki ólíkan smekk á kvikmyndum og ég. Nákvæmlega sama gerðist hjá mér í sambandi við Pirates myndirnar. Ég hafði bara gaman að þeirri fyrstu. Ég nennti ekki einu sinni að horfa á nema brot af nr. 2, þá hætti ég og fór að gera eitthvað annað.

En nú er ég forvitin: Það er ein mynd, Underground eftir Emir Kusturica, sem ég hef sérstakt dálæti á. Ef þú þekkir myndina er ég forvitin að vita hvað þér fannst um hana?

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband