Fer á The Dark Knight í kvöld

Í kvöld kemst ég að því hvort að The Dark Knight sé jafn mögnuð og gagnrýnendur að utan segja, en hún hefur slegið öll aðsóknarmet í Bandaríkjunum og er langhæst á topp 250 lista Internet Movie Database, með 9.6 í einkunn frá 69.135 notendum sem gefa kvikmyndum reglulega einkunn. 

Ég skrifa síðan gagnrýni á morgun og birti hér á blogginu, sérstaklega fyrir einn lesanda sem óskaði eftir að ég færi á frumsýningu til að flytja mínum traustu lesendum dóminn.

Vissulega fer maður svolítið litaður á þessa mynd í kvöld, þar sem að hún hefur verið alltof mikið lofuð, og ég veit að það getur haft áhrif á skoðanir mínar, en ég geri mitt besta til að sjá myndina án þess að dæma hana fyrirfram af of mikilli hörku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ég hlakka til að heyra hvað þér finnst

Ómar Ingi, 22.7.2008 kl. 17:49

2 Smámynd: arnar valgeirsson

allt í lagi að dæma af fullri hörku. efast ekki um að hún sé góð en 9,6 finnst mér hæpið. hef auðvitað ekki séð.

samt hæpið.

arnar valgeirsson, 22.7.2008 kl. 18:00

3 Smámynd: Ómar Ingi

Jæja How U Like ?

Ómar Ingi, 23.7.2008 kl. 11:32

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég næ að koma inn gagnrýni aðeins seinna í dag. Nóg að gera í vinnunni.

Hrannar Baldursson, 23.7.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband