Hellboy II: The Golden Army (2008) ***1/2

Hellboy II: The Golden Army er næstbesta ofurhetjumyndin sem af er sumrinu og mun betri en Hellboy (2004). Persónurnar eru orðnar dýpri en áður, samtölin eru góð og handritið afar vel uppbyggt. Tæknibrellurnar eru með því besta sem sést og jafnvast auðveldlega á við The Lord of the Rings og Star Wars, tæknilega og hugmyndafræðilega séð.

Ef einhver galli er á myndinn er það tempóið, en hún hikstar svolítið þegar hún ætti að renna, en á móti kemur að frumlegri kvikmyndir er erfitt að finna.  Ljóst er að Guillermo del Toro á stutt í það að vera stærsta nafnið í heimi kvikmyndaleikstjóra, og kæmi mér ekki á óvart ef The Hobbit sem kemur út 2011 og 2012 verði jafngóðar Hringadróttinssögunni hans Peter Jackson.

Kíktu á dýpri gagnrýni sem ég birti á Seen This Movie.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Stundum er við algerlega óþolandi mikið sammála

Ómar Ingi, 15.7.2008 kl. 00:55

2 Smámynd: Einar Jón

Vel skrifaður dómur á www.seenthismovie.com.

En hver er þessi Jonathan K. King sem er búinn að eigna sér megnið af þeirri vefsíðu? Ertu klofinn persónuleiki, njósnari eða í vitnaverndinni?

Einar Jón, 15.7.2008 kl. 05:38

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hef ekki séð hana, en mér finnst nafnið hljóma eins og filler track á gamalli Judas Priest plötu.

Villi Asgeirsson, 15.7.2008 kl. 08:39

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Einar Jón: Ég er Jonathan K. King. Pennanafn sko. Don Hrannar er ekkert voðalega þjált á ensku.

Hrannar Baldursson, 15.7.2008 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband