The Brothers Grimm (2005) ***1/2


Í veruleikanum eru Grimms brćđur ţekktastir fyrir ađ safna saman ţjóđsögum og ćvintýrum. Terry Gilliam gerir ţeim ţađ sem ţeir gerđu samtímamönnum sínum,  semur ćvintýri um ţá sem fléttir saman mörgum af meginţemum sagnabálks ţeirra.

Í upphafi sögunnar er sagt frá tveimur brćđrum. Annar ţeirra, Jack, er sendur til ađ selja kýr og fćr fyrir hana nokkrar baunir, sem hann trúir ađ séu töfrabaunir. Systir hans liggur fyrir dauđanum, og fullur af heift húđskammar bróđir hans honum fyrir heimskuna. Ţetta eru Grimms brćđur og vissulegar er veriđ ađ vísa í Jóa og baunagrasiđ strax í byrjun.

Brćđurnir vaxa úr grasi og gerast draugabanar. Jacob Grimm (Heath Ledger) er sveimhugi sem dreymir um ađ hitta fallega prinsessu, upplifa ćvintýri međ henni og lifa hamingjusamur til ćviloka. Bróđir hans, Wilhelm (Matt Damon), er mun praktískari náungi. Hann hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig og ađ eignast sem mest af peningum. Ţeir eru semsagt algjörar andstćđur, annar ţeirra vill upplifa heiminn en hinn vill eignast hann.

Í fjarlćgu hérađi hverfa ungar stúlkur sporlaust. Ein ţeirra er međ rauđa hettu og önnur heitir Gréta. 11 stúlkur hafa horfiđ. Frönsku nýlenduherrum lýst ekkert á ađ fá upp sögusagnir um dularfulla hluti og vilja útrýma ţeim sem allra fyrst. Til ţess fá ţeir Grimm brćđur í verkefniđ, nauđuga viljuga. Ţeir eru handsamađir af sadistanum Cavaldi (Peter Stormare) og fćrđir fyrir hershöfđingjann Delatombe (Jonathan Pryce), en ţeir vilja endilega ađ Grimm brćđur leysi ţetta leiđindamál, annars fái hausar ţeirra ađ fjúka.

Brćđurnir fá loks ađ kynnast alvöru ćvintýri, ţar sem myrkir galdrar eru ađ verki. Ţar sem Wilhelm hefur öll svörin í praktískum svindlum ţeirra brćđra, hefur Jack ćvintýraţrána og ţađ sem til ţarf til ađ ţrífast í heimi galdra og töfrabragđa sem lútir allt öđrum lögmálum. Sér til ađstođar fá ţeir Angelika (Lena Headey), dóttur veiđimannsins og verndara skógarins (Tomas Hanak), sem nú hefur breyst í úlf. Göldrunum veldur 500 ára drottning (Monica Bellucci) sem ţráir ađ ekkert sé fegurra en hún sjálf, enda á hún spegil sem lćtur allt sem í honum speglast líta glimrandi vel út. Skógurinn ţar sem atburđirnir eiga sér stađ eru undir álögum hennar; hún hefur varúlf á valdi sínu sem og öll tré skógarins.

Reyndar fékk ţessi mynd afar misjafna dóma, og ţótti mörgum gagnrýnanda sem ađ Gilliam vćri ađ fatast flugiđ. Ég er ţeim ekki sammála. Leikarar ofleika rétt eins og ţeir gerđu í eldri myndum hans, The Holy Grail, Time Bandits, Baron Munchausen og Brazil. Reyndar finnst mér ţemu í The Brothers Grimm vera keimlík ţeim sem birtast í flestum mynda Gilliam. Átök eru á milli verulegs og ímyndađs heims. Persónurnar lifa og hrćrast í ólíkum heimum, ţar sem draumóramennirnir virđast í fyrstu ekki passa í heildarmyndina, en finna sig síđan viđ ađstćđur sem venjulegt fólk skilur ekki og  finna lausn á vandanum, á ţeirra eigin skilmálum.

Ţó ađ The Brothers Grimm sé ofleikin og persónurnar frekar stađlađar og ţunnar, ţá er dýpt í frásögninni sjálfri. Sjálf ćvintýri Grimms brćđra eru sterkasti karakterinn í sögunni. Hafir ţú einhvern tíma lesiđ ţig í gegnum Grimm ćvintýri af áfergju, eins og ég hef reyndar gert, er ég viss um ađ ţú finnir hér eitthvađ viđ ţitt hćfi.

Ekki má gleyma ţví ađ tćknibrellurnar eru stórgóđar og mun betri en nokkuđ sem ég hef áđur séđ í kvikmynd eftir Gilliam. Einhvern veginn tekst honum alltaf ađ koma mér skemmtilega á óvart.

Sýnishorn:


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Guđmundsson

Verđ ađ fá ađ koma hér inn til ađ ţakka fyrir alveg mögnuđ blogg heilt yfir hjá ţér. Ég er mikill áhugamađur um kvikmyndir og les allt sem ţú skrifar af mikilli áfergju.

Sem sagt takk kćrlega fyrir ţín skrif, ég mun í ţögn (oftast) halda áfram ađ dást ađ eljusemi ţinni og óbilandi áhuga á kvikmyndum. Kannski viđ og viđ koma inn til ađ kvitta.

Gísli Guđmundsson, 15.1.2008 kl. 21:42

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ţakka ţér Gísli. Ţađ er ómetanlega gaman ađ fá svona fallegt hrós.

Hrannar Baldursson, 15.1.2008 kl. 22:21

3 Smámynd: Ómar Ingi

Já alltaf verulega fín blogg hjá ţér Hrannar

en varđandi ţessa mynd erum viđ ósammála , ´mér fannst ţessi kvimynd alger horbjóđur hjá meistara Gilliam og leiddist alveg ógurlega. Alveg ótrúlega illa heppnuđ kvikmynd.

En ţađ er líka bara mitt álit

Ómar Ingi, 15.1.2008 kl. 22:42

4 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Hef ekki séđ ţessa en hef semsagt heyrt misjafna dóma, sé til en takk fyrir skrifin. Alltaf flottur strákur.

Ásdís Sigurđardóttir, 15.1.2008 kl. 23:15

5 Smámynd: Steingerđur Steinarsdóttir

Mér fannst ţessi mynd frábćr.

Steingerđur Steinarsdóttir, 16.1.2008 kl. 09:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband