Handtaka Kasparovs: Dæmum ekki of fljótt


Myndband 1: AltaVista auglýsing með Kasparov 

Kasparov er ein skærasta skákstjarna allra tíma. Ég ber mikla virðingu fyrir honum sem slíkum. En ég held samt að þessi handtaka hafi verið réttlætanleg. Fréttin á mbl.is finnst mér ekki kafa nógu djúpt í staðreyndir málsins, þannig að ég kíkti á fréttavef BBC, og þar kemur fram hugsanleg ástæða fyrir handtökunni. 

Í fyrsta lagi hafði ekki fengist samþykki fyrir mótmælunum. Þarf ekki samþykki yfirvalda til að halda fjölmenn mótmæli á Íslandi líka? Ástæða þess að samþykki fékkst ekki voru óvarfærin orð Kasparovs í kynningum fyrir mótmælin um að koma þyrfti rússneskum yfirvöldum frá með valdi. Í fyrstu hélt ég að þetta væri afleikur, en áttaði mig svo á að þetta gæti einfaldlega verið eins og í skákum Kasparovs, óskiljanlegur leikur sem virðist ónákvæmur en hefur skýrt markmið sem leiðir til sigurs.

Óttuðust yfirvöld skiljanlega að mótmælin gætu orðið ofbeldisfull. Þau komu í veg fyrir það, meðal annars með handtöku Kasparovs. Hvað annað gátu þau gert?

Ég er viss um að Kasparov verði fljótlega látinn laus og að hann noti handtökuna sem dæmi um harðstjórn ríkisstjórnarinnar. Kasparov er peði yfir. Spurning hver er með þvingun  í gangi hérna. Ef rússneska ríkið væri eins og gamla Sovét væri Kasparov löngu kominn í Gúlag til Síberíu og jafnvel búið að taka hann opinberlega eða leynilega af lífi. Það hefur ekki verið gert. 

Kasparov mætti taka Ghandi eða Nelson Mandela sér til fyrirmyndar. 

Af vef BBC: "Accusing Mr Putin of creating an authoritarian regime, the tycoon (Kasparov) said that Russia's leadership could only be removed by force."


Myndband 2: Pepsi auglýsing með Kasparov

mbl.is Garrí Kasparov handtekinn í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég sá myndskeiðið með Kasparov hér að ofan, auglýsinguna fyrir Altavista, datt mér annað myndskeið í hug, sem Hrannar hefur kannski séð, náunginn, sem er þar í aðalhlutverki er svipuð týpa og Kasparov...  http://youtube.com/watch?v=PdMzP3-P6rM

 Annars veit ég ekki hvað maður á að segja með þessa uppákomu, kemur manni ekki á óvart. Kasparov er frekar ögrandi týpa. Vonandi fer ekki ílla fyrir honum, annars er ég ekki viss um að ég sé á sömu línu og Kasparov, skilst hann sé mjög hægrisinnaður...

 Aðalsteinn

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 22:15

2 identicon

Þegar ég sá myndskeiðið með Kasparov hér að ofan, auglýsinguna fyrir Altavista, datt mér annað myndskeið í hug, sem Hrannar hefur kannski séð, náunginn, sem er þar í aðalhlutverki er svipuð týpa og Kasparov...  http://youtube.com/watch?v=PdMzP3-P6rM

 Annars veit ég ekki hvað maður á að segja með þessa uppákomu, kemur manni ekki á óvart. Kasparov er frekar ögrandi týpa. Vonandi fer ekki ílla fyrir honum, annars er ég ekki viss um að ég sé á sömu línu og Kasparov, skilst hann sé mjög hægrisinnaður...

 Aðalsteinn

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 22:16

3 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll nafni.

'Aður en þú réttlætir þær aðgerðir sem rússnesk stjórnvöld beita nú gegn Kasparov og þeim hundruðum annara sem hafa verið handteknir vegna þeirrar ætlunar að mótmæla stjórnvöldum, hvet ég þig til að lesa síðustu bók Önnu Politskovskovu, Putins Russia. Þetta var síðasta bók Önnu, enda var hún myrt skömmu síðar, eins og svo margir blaðamenn, politíkusar, bisnessmenn og fleiri sem hafa verið í vegi vilja Putins.

Ég veit að innan raða Kasparovs eru ýmsir miður skemmtilegir fulgar, en það réttlætir ekki þær aðferðir sem nú er beitt gegn mótmælum víða um Rússland. Enn síður megum við falla í þá gryfju að verja stjórnarathafnir Putins á grundvelli þess að við treystum ekki einhverjum sem hann beitir ofríkinu gegn. Sovétleiðtogarnir gömlu höfðu alltaf "gilda" ástæður fyrir aðgerðum sínum - mótmælendur höfðu ekki "leyfi" til að mótmæla - þeir voru sagðir geðveikir, þeir voru óvinir ríkisisn osfrv. Sagan kennir okkur að treysta slíkum forsendum fyrir kúgun og valdnýðsu varlega, svo ekki sé nú meira sagt.

Pútín teflir nefnilega skákina eins og sá sem valdið hefur - e.t.v. er Kasparov eina peðið sem andstaðan á eftir, vegna vinsælda hans um allan heim. Og munum, peðin geta orðið að drotningu !

Bk.

Hrannar Björn

Hrannar Björn Arnarsson, 14.4.2007 kl. 22:49

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kasparov getur nú bara hafa átt við : með krafti lýðræðislegrar hreyfingar, ekki : með ofbeldi eða valdbeitingu, enda væri það óraunhæft gegn Rauða hernum. Hrannar annar gerði vel að tala hér á móti Hrannari I., það er engin hemja að vera að réttlæta fjöldahandtöku fundarmanna, og ekki voru þetta neinn "fjölmenn mótmæli", heldur 200 manna fundur. Ef Pútín-stjórnin er ráðin í því að banna alla slíka fundi, hvernig geta þeir þá verið annað en "ólöglegir", og hvað gera þá fórnfúsir andófsmenn annað en einmitt þetta : að halda fund ! Við þekkjum góð dæmi þess fyrr úr sögu Rússlands. -- Guð blessi það land í nútíð og framtíð.

Jón Valur Jensson, 14.4.2007 kl. 23:23

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Flott færsla hjá þér kæri vinur. Ég skemmti mér vel við að skoða myndirnar. Þetta er eins og mini-heimildarmynd.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.4.2007 kl. 23:43

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Nafni segir: "Áður en þú réttlætir þær aðgerðir sem rússnesk stjórnvöld beita nú gegn Kasparov og þeim hundruðum annara sem hafa verið handteknir vegna þeirrar ætlunar að mótmæla stjórnvöldum, hvet ég þig til að lesa síðustu bók Önnu Politskovskovu, Putins Russia. Þetta var síðasta bók Önnu, enda var hún myrt skömmu síðar, eins og svo margir blaðamenn, politíkusar, bisnessmenn og fleiri sem hafa verið í vegi vilja Putins."

Don svarar: "Mér dettur ekki í hug að réttlæta þessar aðgerðir. Ég vil bara ekki dæma yfirvöldin í Rússlandi án þess að vita meira. Það er nefnilega miklu auðveldara að dæma heldur en að fresta dómi. Eru þessi tengsl milli þeirra sem þú nefnir og Pútíns örugglega sönn? Ljóst er að spilling ríkir í flestum ríkisstjórnum heimsins, og þá reikna ég með að ríkisstjórn Pútíns sé ekkert skárri en aðrar. Kasparov lék einfaldlega af sér - hann hótaði mótmælum sem væru til þess að knýja stjórnvöld frá völdum. Reyndar viðurkenndi hann þessi mistök sín síðar og sagðist ekki styðja ofbeldi. En málið er að rússneska ríkið hefur þurft að berjast gegn hryjðuverkum og samkvæmt reglum sem yfirvöld þar þurfa að fylgja ber þeim að taka slíkar hótanir alvarlega og helst koma í veg fyrir þær áður en fer í óefni; sama hver á í hlut.  

Jón Valur segir: "ekki voru þetta neinn 'fjölmenn mótmæli', heldur 200 manna fundur."

Don svarar:  Samkvæmt CNN voru 'handteknir' á bilinu 170-600. Skipuleggjendur sögðu að 2000 mótmælendur hefðu mætt á svæðið og 600 handteknir. Yfirvöld í Rússlandi segja að 170 hafi verið handteknir. Kasparov þurfti að borga heila 38 dollara til að losna úr haldi.

Don þakkar þeim sem skrifað hafa athugasemdir við þessi skrif, sem og önnur, hvort sem menn eru sammála eða ekki. Steingerður, takk. Og Aðalsteinn, jú ég sá þetta vídeó um daginn. Frekar skondið.

Hrannar Baldursson, 15.4.2007 kl. 01:50

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

OK, Don, ég hef þá misheyrt töluna, en samt er þetta engin ógnandi fundarsókn fyrir máttarstoðir ríkisins. Stend að öðru leyti við innlegg mitt.

Jón Valur Jensson, 15.4.2007 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband