Um stjörnugjöf fyrir kvikmyndagagnrýni

Stundum fæ ég athugasemdir um hvernig ég gef kvikmyndum einkunnir. Þessari færslu er ætlað að svara því.

Einkunnagjöfin er hugsuð þannig:

SeeDickFly

****

Mynd sem mér finnst frábær og uppfyllir fyllilega mínar væntingar, hvort sem um drama eða aðra tegun mynda er að ræða. Þær myndir sem fá **** vil ég eiga í DVD safninu mínu og geta horft á aftur og aftur. Vel heppnaðar ævintýramyndir geta fengið fjórar stjörnur, enda uppfylla þær mínar væntingar um frábærlega heppnaða ævintýramynd; þrátt fyrir að aðrar myndir geti almennt séð talist betri. Til dæmis finnst mér Alien vera frábær vísindahrollvekja og gæfi henni hiklaust fjórar stjörnur. Til samanburðar er Hamlet frá 1948 stórkostlegt drama sem ég myndi líka gefa fjórar stjörnur. Þetta eru bara gjörólíkar tegundir kvikmynda, en báðar eru þær framúrskarandi á sinn eigin hátt.

ShineClub

***1/2

Mjög góð mynd, fyrir utan einhverja smágalla - eins og lélegan leik, villur í söguþræði, lélega tónlist, slaka klippingu á stöku stað, o.s.frv. Þarna er um að ræða kvikmynd sem ég væri svo sem til í að sjá aftur, en ekki tilbúinn að kaupa. Til dæmis gaf ég Ghost Rider ***1/2, en það var aðallega vegna þess að mér þótti aðalleikonan frekar stíf og leiðinleg - hins vegar fannst mér fantasían, leikur Nicolas Cage og tæknibrellurnar svo frábærar að ég gat ekki annað en mælt sterklega með henni.

riddick_diehard

***

Mynd sem ég get mælt með, en er ekkert endilega eiguleg eða frábær. Hún gæti einfaldlega verið vel gerð formúlumynd sem segir samt eitthvað nýtt. Mig grunar að ansi margar vel heppnaðar rómantískar gamanmyndir gætu fengið þennan dóm hjá mér.

BeingIndianaJones

**1/2

Mæli með henni, en með fyrirvara. Þetta eru myndir sem ég myndi ekki nenna að horfa á aftur. Það er ólíklegt að ég birti gagnrýni með þessa einkunn eða lægri á blog.is, þó að af nógu sé að taka.

Riddick_Hood

**

Meðalmynd sem ég mæli ekkert sérstaklega með.

Minna en ** 

Forðist þær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Gott hjá þér Hrannar að gefa þetta upp, hvernig þú framkvæmir einkunnagjöfina. Sumar kvikmyndir eru þannig að það er alls ekki möguleiki á því að horfa á þær aftur.

Þetta hlýtur að vera hrikalegt verk að yfirfara kvikmyndir frá upphafi. Frábært, ekkert minna.  Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 9.4.2007 kl. 20:11

2 Smámynd: arnar valgeirsson

Hæ aftur. í sambandi við Sideways þá kom til tals hér hjá þér um daginn að gefa hæst fimm stjörnur í stað fjögurra. Þú sagðist ætla að gera það og ef ég tók rétt eftir þá bættirðu hálfri stjörnu við mynd á þeim tímapunkti. Þetta var á þeim tíma sem þú fjallaðir um Gattaca, þá snilldarræmu og kannski er ég bara að tala um hana.

En gagnrýnendur fá alltaf krítikk vegna stjörnugjafar og ég er ekkert að segja að þín skoðun eigi að vera eins og mín. Mér finnst til dæmis Phantom of the paradise algjörlega frábær (rokkópera, 1974, Brian de Palma, tónl. Paul Williams) en fullt af fólki finnst hún hræðilega súr og hún fær minnir mig 6,5 á imdb, sem reyndar er bara ágætt. Félagi minn, hann Mummi, gaf Starship Troopers þrjár og hálfa í mogganum á sínum tíma og allt varð kreisí. Ég var td ekki sammála þó hún væri fín - en öðruvísi.

Málið er s.s. að ég tók því þannig að þú værir í fimm stjörnum. En Sideways er alldeilsi fín....

arnar valgeirsson, 9.4.2007 kl. 20:23

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir þetta Sóldís. Þetta lítur kannski út fyrir að vera mikið verk, en þetta er bara svo gaman. Það er miklu skemmtilegra að vita til þess að maður getur horft á eins og eina klassíska mynd á viku í staðinn fyrir að leigja sumt af draslinu sem er ofarlega á vinsældarlistum.

Arnar: Það er rétt munað hjá þér að ég ætlaði að breyta þessu um daginn. Ég var búinn að breyta einkunnagjöfinni fyrir allar myndirnar í samræmi við þetta. Eftir smá umhugsun fannst mér þetta ekki passa, og hætti því við að hækka stjörnugjöfina upp í fimm stjörnur. En ég er þér gífurlega þakklátur fyrir að fylgjast með skrifum mínum. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég hef aldrei heyrt neitt um Phantom of the Paradise, ég verð bara að bæta henni á listann. Og svo er ég sammála honum Mumma félaga þínum um Starship Troopers, ég hefði sjálfsagt gefið henni þrjár og hálfar líka, ef ekki fjórar, þar sem að mér fannst hún uppfylla allar þær væntingar sem ég gerði til hennar og gott betur. Reyndar voru leikararnir stundum svolítið flatir, en það passaði við viðfangsefnið, þar sem að fyrirmynd persónanna voru nasistar seinni heimstyrjaldarinnar. Mér fannst það einfaldlega snilld að þó sagan væri sögð frá sjónarhorni mannkyns, var ljóst að mannkynið var vondi gaurinn í myndinni, en geimverurnar voru einfaldlega að vernda heimaplánetur sínar.

Hrannar Baldursson, 9.4.2007 kl. 22:02

4 identicon

já tad er gott ad fá skilgreiningu á tessu. Sá annars 300 um daginn og verð ég að segja að hún er eins og listaverk á hreyfingu.

kv. Oddur Ingi

Oddur Ingi (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 12:11

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Fróðleg og upplýsandi umræða hér Hrannar, takk fyrir mig.

Sigfús Sigurþórsson., 10.4.2007 kl. 12:40

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segðu mér eitt, ef þú nennir, hvað finnst þér um spaghetti myndirnar hans Clint Eastwood??

Ásdís Sigurðardóttir, 10.4.2007 kl. 23:11

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ásdís: áttu við Sergio Leone trílógíuna? Ef svo er, þá finnst mér þær frábærar, sérstaklega The Good, The Bad and The Ugly. En ég verð að horfa á þær aftur hverja og eina til að átta mig betur á þeim. Reyndar eru þær gerðar undir áhrifum úr myndum Akira Kurosawa, Sanjuro og Yojimbo, sem eru einfaldlega framúrskarandi.  The Proposition, nýleg mynd með Guy Pierce er í anda spaghettí vestranna, og mér fannst hún stórgóð. En besti "spestrinn" sem ég hef séð finnst mér vera Once Upon A Time In The West, gerð af Sergio Leone. Hún er snilld. Nú langar mig til að kíkja aftur á spestrana.

Oddur Ingi og Sigfús: takk! 

Hrannar Baldursson, 10.4.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband