Sancho bloggar: Escape to Victory (1981)

Áriđ 1942 spiluđu leikmenn Dinamo Kiev viđ liđ Nazista undir ekki svo ólíkum kringumstćđum. Kiev menn unnu en var ţví miđur slátrađ í kjölfariđ.

 

Hver er Sancho?

Segja má ađ Sancho sé útibússtjóri frá Don.Blog, sérhćfđur rýnir kvikmynda ţar sem íţróttir hverskonar spila lykilrullu. Sancho er einföld sál, undirlćgja ađ mörgu leyti en hefur gert sér grein fyrir takmörkunum sínum og lćtur drauma um heildaryfirsýn sigla lönd og leiđ. Góđar stundir og kýld vömb eru ćr og kýr ţessa einfalda samfélags- og kvikmyndarýnis, ţess vegna verđur birtingarform álitsgjafar á skala 0 – 10 tacos.

MYND I

ESCAPE TO VICTORY

1981

 

Leikstjóri:

John Huston

Helstu leikarar:

Michael Caine

Sylvester Stallone

Max von Sydow

Pelé

Ossie Ardiles

Bobby Moore

Óborganleg tímaskekkja = 6 tacos.

205

Söguţráđur

Í grunninn er söguţráđur myndarinnar ekkert annađ en Flóttinn Mikli (e. The Great Escape) en í stađ jarđgangna sem leiđa til frelsis er fótboltavöllur ţéttskipađur ofurmennum 3ja ríkisins. Stríđsfangar bandamanna fá tćkifćri til ađ leika gegn ţjóđverjum í París og vinnist sigur fá ţeir frelsi ađ launum. Ekki dýpsta mynni kvikmyndasögunnar en hefur stađist tímans tönn hingađ til og mun gera ţađ áfram.

Uppáhalds atriđi Sancho

Myndin hefur ađ geyma ansi mörg skemmtileg ef ekki óborganleg atriđi ef vel er ađ gáđ. Sérstaklega er gaman af fótboltaatriđum myndarinnar sem eru vćgast sagt í ökkla eđa eyra, pínleg á köflum sér í lagi ţegar tilburđir Stallone sem markvörđur stríđsfanga eru skođađir en mjög glćsileg ţegar Pelé og sér í lagi Ardiles eiga í hlut. Umdeild vítaspyrna og pínulítiđ of ćstur Stallone međ boltan lengst inní markinu eftir allt havaríiđ, óborganlegt. Atriđi ţegar Pelé útskýrir taktík fyrir međspilurum sínum á krítartöflu, algjörlega óborganlegt. Óánćgđir áhorfendur undir lok leiks, nokkrar fremstu hrćđurnar međ franskar alpahúfur, restin í útvíđum gallabuxum og Rolling Stones bolum, óborganlegast.

VictoryBigPic

Besta atriđi myndarinnar

Stallone “Please sir can I have my ball back”

Aukaleikari heldur bolta á lofti fyrir Sydow og smellir honum yfir til Michael Caine, Stallone heldur sína leiđ en Canie röltir yfir til Sydow. Sydow “You must be the sports fuhrer”, heil auka taco fyrir snilldar spaghetti vísun.

Sérkenni myndarinnar

Ţegar betur er ađ gáđ er ekki einungis um ofnotađ mynni Davíđs og Golíats ađ rćđa. Einvalaliđ leikara kemur viđ sögu og myndin er ágćtlega leikin af ţeim atvinnumönnum. Leikur atvinnumanna í knattleikni er aftur á móti svo hrćđilegur ađ “alvöru” leikarar myndarinnar gjalda fyrir. Ađkoma Bobby Moore, Osvaldo Ardiles og síđast en ekki síst Pelé var tilraun til markađsvćđingar NASL (National American Soccer League) í upphafi 9. áratugar síđustu aldar, tilraun sem heppnađist ekki vel hvađ atvinnumannadeildina varđar en heiđarleg engu ađ síđur.

Sancho 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Don Hrannar Baldursson de la Breiđholt, ţú mćlir sannleikann um kvikmyndir og fótbolta, tvo mikilvćgustu hluti í heiminum. Escape to Victory er algjörlega vanmetin mynd í kvikmyndasögunni og gott ađ ţú skilur halda hlut hennar til haga. Make no mistake, myndin er trash en síđan hvenćr hefur ţađ veriđ nokkurri mynd til hnjóđs? Setning Stallone sem ţú vitnar til ("Please sir, can I have my ball back?") kallast á viđ lykilsetningu hans í kvikmyndum, sem er "Sir, do we get to win this time?" úr Rambo 2. Hér er djúpur sannleikur á ferđinni og heill sé ţér og John Huston.

Ásgrimur Sverrisson (IP-tala skráđ) 4.4.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk Ásgrímur. En ţađ var samt kćr vinur minn og skjaldsveinn, Sancho, sem skrifađi ţessa gagnrýni.

Hrannar Baldursson, 4.4.2007 kl. 23:29

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ţetta er ein af ţessum óborgarlegu "skemmtilegu lélegu" myndum sem prýđir DVD safn mitt. Ţađ er orđiđ nokkuđ síđan ég sá hana en ég man ég skellti mörgum sinnum uppúr yfir henni. Ţarf ađ taka hana fram aftur fljótlega :-)

Kristján Kristjánsson, 4.4.2007 kl. 23:54

4 identicon

Bið þá að heilsa Sancho!

Ásgrímur Sverrisson (IP-tala skráđ) 5.4.2007 kl. 13:49

5 identicon

Ég rakst á ţessa mynd á 999 krónur í hagkaup og keypti hana ekki alls fyrir löngu. Keypti kók og popp og horfđi á myndina í fyrsta sinn ţađ kvöld síđan ég sá hana í bíó einhverntíma á síđustu öld. Ég gerđi mér ekki miklar vonir um skemmtilegt kvöld eftir ađ hafa flaskađ á ađ horfa myndir eins og Electric Dreams sem var góđ í minningunni.

Mér fannst "Escape to Victory" hafa elst ótrúlega vel ţó handritiđ og leikurinn og ýmislegt fleira hafii ekki veriđ neitt til hrópa húrra yfir og átti bara ágćtt kvöld.

Guđmundur Guđbergsson (IP-tala skráđ) 5.4.2007 kl. 13:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband