Frí frá bloggi

Ætla að taka mér frí frá bloggi.

Munum að sama hvað hver segir, höldum áfram að hugsa sjálfstætt og hvetja aðra til þess sama.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um ICESAVE er ekki bull og vitleysa eins og sumir halda fram. Þjóðaratkvæðagreiðslan er mikilvæg, ekki bara vegna ICESAVE, heldur til að opna þjóðarviljanum farveg á tímum þar sem fulltrúalýðveldi og valdhöfum virðist ekki lengur treystandi.

Það eru breyttir tímar á Íslandi.

Þjóðin þarf að geta haft einhver áhrif á þessar breytingar. Þjóðaratkvæðagreiðslan er mikilvæg til að setja misvitrum stjórnmálamönnum viðmið um eigin takmarkanir. Þau rök að ICESAVE málið henti ekki fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu er hægt að hafa um öll mál sem þing tekur fyrir.

Ríkisstjórnin í dag virðist jafn ráðvillt og sú síðasta. Megin ástæða þessarar ráðvillu tel ég felist í oftrú á eigin ágæti og þekkingu, og skortur á auðmýkt og vilja til að bæta hlutina með gagnrýnu hugarfari.

Slíkt verður ekki lagfært á einum vettvangi, heldur þarf öll þjóðin að taka sig á, í öllum skúmaskotum og á hvaða starfsvettvangi sem er. Starfsmenn þjóðarinnar sem staðnir eru að óheilindum og lygum ættu að víkja úr stöðum sínum umsvifalaust og velja ætti til stjórnar á lýðveldinu neyðarstjórn sem getur komið á réttlæti sem núverandi ríkisstjórn virðist engin tök hafa á, þrátt fyrir háværar yfirlýsingar fyrir kosningar og þegar mætt er í fjölmiðlaviðtöl.

Verk segja meira en þúsund orð.

 

Allar mínar bloggfærslur verða óaðgengilegar eftir miðnætti í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Njóttu frísins og lífsins, það hefur verið gaman að lesa hjá þér, kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 1.3.2010 kl. 13:17

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir alla góðu pistlana, Hrannar.

Hver skynsemisrödd er mikilvæg og þín hefur verið mjög ofarlega á mínum uppáhaldslista hér á þessu moggabloggi.

Tek undir með síðasta ræðumanni; njóttu frísins! :)

Kolbrún Hilmars, 1.3.2010 kl. 17:50

3 identicon

Hafðu það gott, félagi. Sakna samtala við þig sem gjarnan fóru um víðan völl en voru þó alltaf innihaldsrík með einum eða öðrum hætti.

Hef samband við þig síðar eftir öðrum leiðum.

Kveðja,

Vinnufélagi

ÞPJ (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 18:11

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Kærar þakkir Ásdís, Kolbrún og ÞPJ .

Kolbrún: stundum er ég ekki viss um eigin skynsemisrödd, en ég geri mitt besta til að halda henni vakandi.

Þórarinn: Já, samræður okkar voru margar hverjar hörkugóðar, og vonandi eigum við eftir að taka fleiri slíkar í framtíðinni. 

Stundum þarf maður einfaldlega að taka sér frí og endurskipuleggja sig. Sá tími er kominn.

Hrannar Baldursson, 1.3.2010 kl. 18:37

5 identicon

Ef ICESAVE 2 verður ekki felldur og lögin verða samþykkt þá verða enginn betri tilboð af hálfu Breta og Hollendinga að veruleika. Þá verður allt dregið til baka og skellt í lás.

Það má ekki láta af andstöðunni því annars eru allar vonir um aðra niðurstöðu fyrir bý.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 18:50

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Andstöðunni er ekki lokið, Magnús Orri. Ég kýs og hvet fjölskyldu mína og vini að gera slíkt hið sama, að fylgja eigin sannfæringu í verki.

Ég hef verið duglegur að skrifa um þessi mál og hvetja fólk til gagnrýnnar hugsunar, benda á atriði sem koma spánskt fyrir sjónir, og tel árangurinn vera töluverðann. Ég er úrvinda og þarf frí.

Fólk verður að geta greint á milli blekkinga og sannleikans í ICESAVE málum sem og öðrum málum, og það er í raun full vinna, sérstaklega fyrir fólk sem er þegar í fullri vinnu á öðrum vettvangi.

Hrannar Baldursson, 1.3.2010 kl. 19:01

7 identicon

Hafðu það gott í fríinu.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 19:59

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hafðu það gott í fríinu. Hlakka til að fá að fylgjast með skrifum þínum hér síðar.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.3.2010 kl. 00:43

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hvers vegna ætlar þú að gera pistla þína óaðgengilega?  Mér finnst alltaf gaman að lesa pistlana þína þó ég skrifi frekar sjaldan athugasemdir.  Hafðu það gott í fríinu.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.3.2010 kl. 01:53

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mun sakna þín vinur og vona að þú komir hress og endurnærður til baka. Njóttu þess að vera í fríi og taktu það eins bókstaflega og þér er unnt. Við skulum hugsa um Icesave og svikráðafylkinguna á meðan.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2010 kl. 05:05

11 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jóna Kolbrún: Fyrir þig, þá held ég þeim aðgengilegum, en mun loka síðunni í einhverja daga til að taka afrit af öllu því óbirta efni sem er inni á stjórnkerfinu. Það er allt efnið sem ég hef skrifað þegar ég hef verið virkilega reiður vegna þess óréttlætis sem geysað hefur, en ákveðið að birta ekki, einfaldlega vegna þess að mér finnst skynsamlegra að vera yfirvegaður í mati, en of fljótur að dæma.

Rafn, Rakel og Jón Steinar: Kærar þakkir.

Hrannar Baldursson, 2.3.2010 kl. 06:50

12 Smámynd: Ómar Ingi

Hvaða Hvaða

Ómar Ingi, 3.3.2010 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband