Ég vil sýna forseta Íslands og íslensku þjóðinni stuðning. Hvað um þig?

 

713cb622679fcdb

 

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti vinnustað minn í dag ásamt forsetafrúnni og óskaði eftir að starfsmenn í fyrirtæki sem stendur svo vel og er ennþá í sókn þrátt fyrir fjármálakreppu á Íslandi, styðji við bakið á samlöndum sínum með öllum þeim ráðum sem okkur kemur til hugar.

Ég er staðráðinn í að taka þessari áskorun forsetans af fullri alvöru og gera mitt besta til að koma baráttuhug þeim og bjartsýni sem við í Marel búum yfir á þessum erfiðu tímum.

Það er satt að við sem búum á Íslandi þurfum að standa saman. Við þurfum að standa saman gegn ógnum sem að okkur steðja og koma í veg fyrir að okkar eigin veikleikar verði okkur að tjóni. 

Við verðum að þekkja það sem er gott og verðskuldað, og berjast fyrir því að hver einasta sála á þessu landi fái að njóta sín og hljóti verðskulduð tækifæri. 

Miklar breytingar eins og átt hafa sér stað í þjóðfélaginu með hruni bankanna má túlka sem hörmungar, en þær má líka túlka sem tækifæri til að gera góða hluti.

Ég hef ekki sagt mörgum frá því, en fyrir nokkrum árum gjöreyðilagði fellibylur fyrirtæki sem við eiginkona mín höfðum stofnað í Mexíkó. Þegar fellibylnum hafði slotað bankaði nágranni minn upp á og rétti mér sveðju. Það var ekkert sjálfsagðara en að verja öllum þeim degi langt fram á kvöld í að höggva trén sem lágu yfir göturnar. Slík samstaða er eitthvað sem við þurfum í dag.

Ég hvet alla sem geta að segja frá hvernig þeim hefur tekist að sigrast á erfiðleikum, sögur sem segja okkur af hverju við erum öll mikilvæg, af hverju þú ert heima þegar þú ert á Íslandi, af hverju þú berst áfram þó að á móti blási.


Fellur ríkisstjórnin?

johanna

Samfylkingarmönnum fjölgar ört sem sárnar að ekki sé rætt um mögulega aðild að Evrópusambandi, þrátt fyrir gjörbreyttar forsendur.

Verður þetta stjórninni að falli?

Ef svo er, hvernig verður næsta Ríkisstjórn skipuð og hversu traust verður hún?

Pabbi minn er ríkari en pabbi þinn

Bloggfærslur 16. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband