Alþjóðlegir bankar fylgjast vandlega með hegðun íslenskra banka

Það hefur verið áhugavert að heyra frá vinum mínum víða um heim og ræða við þá um stöðuna á Íslandi. Þegar talað er um lán erlendis frá til Íslands, er svarið sem heyrist oftast, "Íslendingar eiga ekki skilið lán fyrr en þeir eru búnir að taka til heima hjá sér," og þegar ég ræði við þá um hvernig banka- og lánastofnanir eru að kreysta peninga úr úr fólkinu, undrast þeir þessa miklu grimmd, sérstaklega þar sem þessum stofnunum hefur verið gefið svigrúm til að gefa fólkinu svigrúm.

Góður vinur minn sem er vel tengdur í alþjóðlega bankastarfsemi trúði mér fyrir því að augu alþjóðlega bankasamfélagsins væri á íslenskum fjármálastofnunum, og yrðu bankarnir dæmdir eftir því hvernig þeir kæmu fram við viðskiptavini sína.

Miðað við hvernig þeir hafa hagað sér til þessa, er ekki von á að íslenskir bankar fái þægilegan dóm.

Mér finnst þetta áhugaverður vinkill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Mér finnst þetta líka áhugaverður vinkill.   Verst er samt að ríkisstjórnin virðist vísvitandi vera að klúðra þessu tækifæri.

Offari, 3.12.2009 kl. 19:37

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hér á landi situr svo fullt af fólki semlítur á sig semheilaga indverska kú - það má alls ekki stugga við því, og heldur því fram að það sé nánast ekkert að og þessir þarna úti í heimi séu sökudólgarnir. Það eru við sem eigum að kenna þeim en ekki öfugt!!! - spurningin er orðin þessi er hægt að bjarga þjóðinni upp úr brunni vitleysunnar?

Gísli Foster Hjartarson, 4.12.2009 kl. 05:58

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já, þetta er orðið frekar öfugsnúið allt saman.

Fólki er nefnilega almennt meira sama um fjármálastofnanir en fólk. Undarlegt að allt sé gert til að halda lífi í kerfi sem er að sliga manneskjur. Það væri skiljanlegt ef kerfið virkaði, en það hefur hrunið og jafnvel skatttekjur ríkis voru byggðar á sandi, enda arður þeirra sem borgaði mikinn hluta skattsins byggður á lánum sem aldrei voru greidd.

Hrannar Baldursson, 4.12.2009 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband