Hvernig gjöreyðum við fordómum?

1199537116_6650

Að hafa fordóma er afar eðlilegur hlutur. Að vinna ekki úr þeim er alvarlegt mál. Sumir sem hafa fordóma hafa fengið þá frá uppalendum sínum, úr skólastofunni, sjónvarpinu, tölvuleikjum, Internetinu - það er hægt að fá þá úr hvaða áreiti sem er. 

Það þarf að vinna úr slíkum málum með gagnrýnni hugsun, þar sem viðkomandi meltir vísvitandi eigin skoðanir í opinni samræðu með öðrum einstaklingum, og lærir samtímis um aðferðir gagnrýnnar hugsunar. 

Það er hægt að læra gagnrýna hugsun með því að beita henni, en hún er ekki eitthvað sem að einn daginn skilar algjörlega fordómalausum einstaklingi út í þjóðfélagið, heldur manneskju sem er tilbúin að hlusta á ólíkar skoðanir og velta þeim fyrir sér. 

Að vilja ekki vinna úr fordómum og vera ekki tilbúinn að hlusta á önnur sjónarmið er hins vegar frekar alvarlegt viðhorf sem við stöndum ráðalaus frammi fyrir.

Ef við krefjumst þess að allir virði skoðanir og lífsviðhorf annarra, erum við að þvinga eigin skoðunum upp á þá, og það mun einfaldlega aldrei virka.

Bjóðum við upp á gagnrýnar samræður um viðkomandi málefni sem við teljum vera fordóma, tilbúin til að ræða málið á algjörlega hlutlausan hátt, þó að við trúum og vitum að fordómarnir séu rangir, þá er möguleiki á að viðhorfin breytist, því að í slíkum samræðum kemst fólk ekki hjá því að sjá gildin sem felast í gagnrýnni hugsun - ef það beitir henni líka á aðra hluti, það er að segja.

Ákveði fólk að ganga út af fundi vegna þess að það veit að maður með fordóma mun ávarpa þingið, þá er þetta fólk ekki að virða skoðanir viðkomandi, þó að skoðanir hans séu illa mótaðar og óafsakanlegar í alþjóðasamfélaginu. Það að ganga út er ekki beinlínis í anda mannréttinda þar sem eitt ákvæðið kveður á um rétt til skoðanafrelsis og annað til tjáningarfrelsis. 

Þarna mætast greinilega stálin stinn.

Eina færa leiðin til að eyða fordómum er með samræðum á hlutlausum grundvelli, en þar sem allir verða að fara eftir lögmálum gagnrýnnar hugsunar. Það er eina leiðin.

Er það fordómur gagnvart fordómum að fordæma þá alla fyrirfram sem illa?


mbl.is Þrír Íslendingar á Durban II ráðstefnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Það er mannlegt að hafa fordóma og meira að segja töluvert af þeim en við verðum að vinna með þá. Ég er þér100% sammála.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.4.2009 kl. 10:18

2 identicon

Í  dag  ráða  arabaríkin 57  Mannréttindanefnd  SÞ  sem  sumir  eru farnir að kalla Trúarbragaréttindanefn SÞ.,  eða  enn nákvæmara  Íslamsréttindanefnd SÞ.

Mannréttindabrot  helstu mannréttindaafbrotamanna arabaríkjanna  er  ekki til umræðu þarna  heldur meint  mannréttindabrot í Ísrael.

Það  er  auðvitað  forkastanlegt  af Íslandi  að  taka þátt í  svona  samkundu og smekklaust með afbrigðum.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 10:24

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hrannar, ef einhvertíma verður kosning um besta bloggarann, þá átt þú mitt atkvæði, það er alveg örugt.

Þessi grein og hvernig þú tókst á lögum VG er til vitnis um það! Haltu ótrauður áfram, og þarf ég vart að taka fram að ég er sammála öllu sem kemur fram í ofangreindrum pistli.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.4.2009 kl. 10:56

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Fordómar eru eðlileg varnarviðbrögð líkamans sem af einföldum darwinískum ástæðum hræðist það sem hann þekkir ekki. Fordómar eru líka leið vísinda til að koma upp með kenningar sem síðan er hægt að prófa gagnvart raunveruleikanum.  Fordómar eru því ekki vondir í sjálfu sér.

Þegar rætt er um að útrýma fordómum í stjórnmálalegu og félagslegu samhengi er þó jafnan verið að tala um að breyta einum fordómi yfir í annan. Í stað þess að maður haldi að svartur karl sem gangi fram hjá þér sé hættulegri en ef hvítur karl gerði það haldi maður að þeir séu jafn líklegir til að vera hættulegir. Hvorug staðhæfingin er hinsvegar bygð á þekkingu og geta báðir því talist fordómar eða óstaðfest kenning. Það getur hinsvega byggt upp betra samfélag ef annar fordómurinn er ráðandi frekar en hinn. Þess vegna er baráttan um hvaða fordómar eru ráðandi í samfélagi þjóðanna svona mikilvæg fyrir hreyfingar sem vilja hafa áhrif á heiminn sem þær búa í.

Á þessarri ráðstefnu takast á hópar eins og íslömsk ríki, vesturlönd, afríkuríkin, rómanska ameríka og asíuríkin um hvað fordómum skuli barist gegn og hverjum skuli haldið á lofti. Það eru miklir hagsmunir í húfi og þess vegna eiga leiðtogar heimsins erfitt með að koma sér saman um niðurstöðu mála.

Héðinn Björnsson, 20.4.2009 kl. 11:04

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þessi ráðstefna hefur því miður snúist upp í andhverfu sína og markmið hennar er ekki að berjast gegn kynþáttafordómum heldur að koma höggi á gyðinga. Íransforseti tekur þarna þátt en gyðingahatur hans er fyrir löngu orðið heimsþekkt.

Það væri óskandi að í framtíðinni verði haldin önnur ráðstefna gegn kynþáttamisrétti þar sem raunverulega væri barist gegn fáfræði og fordómum. Við Íslendingar gætum jafnvel hugleitt að halda slíka ráðstefnu og sýna þar gott fordæmi.

Hilmar Gunnlaugsson, 20.4.2009 kl. 12:58

6 identicon

Þetta leiðir hugann að því að ríkisstjórnir allmargra ríkja, ef ekki allra, banna tilteknar skoðanir og fordóma. Ákveðnum skoðunum og fordómum er mætt með sektum og jafnvel fangelsisdómum. Er slíkt réttlætanlegt með tilliti til þess að reyna berjast gegn fordómum?

Kristbjörn H. (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 16:24

7 identicon

"Ákveði fólk að ganga út af fundi vegna þess að það veit að maður með fordóma mun ávarpa þingið, þá er þetta fólk ekki að virða skoðanir viðkomandi, þó að skoðanir hans séu illa mótaðar og óafsakanlegar í alþjóðasamfélaginu. Það að ganga út er ekki beinlínis í anda mannréttinda þar sem eitt ákvæðið kveður á um rétt til skoðanafrelsis og annað til tjáningarfrelsis."

Nú fólk sem gengur út af fundi vid thessar adstaedur er einungis ad nýta sér rétt sinn til skodanafrelsis og thad tjáir sig á thann hátt ad thad gengur út af fundinum.

Skodun er annad en fordómar.  Fordómur er thad ad daema eitthvad eda einhvern ad ókönnudu máli.  Fólkid sem gekk af fundi mótmaelti fordómum mannsins med thví ad ganga út af fundi og notfaerdi sér skodana og tjáningarfrelsi sitt.

Sem sagt:  Ekki má rugla saman skodunum og fordómum.

Af hverju saltardu matinn svona mikid? (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 16:58

8 identicon

Hvad vardar Ísrael er thad ad segja ad gydingaríkid Ísrael hefur framid marga og vidbjódslega glaepi gagnvart Palestínu.

Thetta glas er framleitt í Frakklandi (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 17:41

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Vildi ég að satt væri að fordómar væru bara skoðanaágreiningur sem hægt væri að að öðlast skilning á og jafnvel leiðrétta með opinskárri og gagnrýninni umræðu. Vandamálið liggur því miður dýpra en svo og hefur lítið sem ekkert við vitmuni eða "réttar upplýsingar" að gera.  

Ástæðan er fyrst og fremst sú að fordómar setjast að í tilfinningum fólks ekki vitsmunalífi þess. Það er hægt að skilgreina og ræða forsóma fram í rauðan dauðann án þess að fólk breyti um skoðun,  því "ást" þeirra á ákveðnum ósannindum er vitsmununum yfirsterkari.  

Hvarvetna þar sem sigrast hefur verið á illum félagslegum afleiðingum fordóma, hefur það tekið margar kynslóðir þar sem þeim sem eru haldnir þeim hefur verið gert; oftast með mjög stífri lagasetningu",  að breyta hegðun sinni. Þær breytingar urðu til þess um síðir að hugmyndir og tilfinningar barna þeirra "erfðust" ekki, og að tilteknir fordómar urðu þeim ekki eiginleg viðbrögð líkt og foreldra þeirra.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2009 kl. 18:11

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Mér finnst frábært hversu málefnaleg þið eruð, kæru bloggvinir. Fyrir vikið fæ ég miklu meira út úr blogginu heldur en þegar ég skrifaði allar mínar pælingar beint ofan í skúffu. 

Af hverju saltarðu matinn svona mikið: þetta er reyndar góður punktur, sem ég hafði ekki hugsað út í, að með því að taka ekki þátt í samræðu, þá ertu í raun að tjá skoðun þína. En er það ekki grundvallarforsenda mannréttinda að allir komi að umræðum um þau, hvaðan svo sem þeir eru og hvaða skoðanir sem þeir kunna að hafa?

Getur vandinn verið sá sami og hérna heima á Alþingi, að fólk vill ekki ræða saman á jafnræðisforsendum, því að þá getur skoðun þeirra og hagsmunir orðið undir?

Þyrfti að koma upp blæju í pólitíska umræðu, algjört hlutleysi, rétt eins og í réttarsölum, þar sem allir eru jafnir og engum sameiginlegum hagsmunum háðir?

Gæti verið rétt að banna klíku- eða mafíustarfsemi í stjórnmálum?

Nú er ég kominn langt út fyrir eigið vit... ... en þetta eru pælingarnar sem kvikna við að lesa yfir athugasemdirnar.

Hrannar Baldursson, 20.4.2009 kl. 20:49

11 Smámynd: Brattur

Varðandi það hvort við eigum að banna klíkuskap í stjórnmálum held ég að það sé mjög erfitt að framfylgja eftirliti með því... þó finnst mér að pólitískar ráðningar t.d. í dómarastörf o.þ.h. eiga að banna með því að fela öðrum að ráða í þau störf.

Hvort eigum við að hafa þjóðfélag þar sem að "allt sé leyfilegt nema það sé sérstaklega bannað" eða að "allt sé bannað nema að það sé sérstaklega leyfilegt"... ?

Að dæma stóran hóp fólks eftir nokkrum einstaklingum sem þú þekkir eru fordómar... og stundum stendur maður sjálfan sig að því, einkum  í pólitíkinni...

Þó held ég að ég sé ekki fordómafullur að öðru leiti...

Brattur, 20.4.2009 kl. 21:14

12 identicon

Hér  eru löndin  talin  upp,  sem  gengu út  af  ráðstefnunni í mótmælaskyni  við árás  Apakattarins, rasistans og hatursprangarans   Mamouds Amadinejads  á  Ísrael.



_European Union members, including: _Austria , Belgium,   Britain,  Bulgaria,   Cyprus,  Czech Republic (has left the conference for good),  Denmark,   Estonia,  Finland,  France, Greece,   Hungary,  Ireland,  Latvia,  Lithuania,  Luxembourg,  Malta,  Portugal,  Romania,  Slovakia,   Slovenia,   Spain,  Sweden

Einnig:

St. Kitts and Nevis

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 21:23

13 identicon

Þið segið nokkuð og komið með góð rök.   Og þessi punktur sló mig: "Nú fólk sem gengur út af fundi vid thessar adstaedur er einungis ad nýta sér rétt sinn til skodanafrelsis og thad tjáir sig á thann hátt ad thad gengur út af fundinum".

EE elle (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband