10 málshættir með kjánalegum útúrsnúningum

Það er stutt í páska og þá blómstrar málsháttamenning Íslendinga. Hefurðu pælt í því þegar þú heyrir málshætti að þó þeir hafi kannski eitthvað viskubrot, þá ganga alhæfingar þeirra sjaldan upp. 

Hér eru nokkur dæmi:

1. Að hika er það sama og að tapa, nema þegar þú stendur í marki og kastar þér á boltann áður en honum er sparkað.

2. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, en trúirðu ekki á tilvist sálarinnar, hugsaðu um sjálfan þig, græddu eins mikið og mögulegt er og brostu þegar hagkerfið hrynur.

3. Af litlum neista verður oft mikið bál, nema þú sért að kveikja á eldspýtu í sturtu.

4. Af máli má manninn þekkja, en deila má um hvort það sé af ummáli, flatarmáli, kaffimáli eða frönskukunnáttu.

5. Aldrei er góðum liðsmanni ofaukið, nema liðið sé fullskipað.

6. Aldrei er góð vísa of oft kveðin, nema þegar þú setur hana inn í athugasemdakerfi allra blogga alla daga.

7. Auðkenndur er asninn á eyrunum, nema hann noti hjálm.

8. Allt tekur enda um síðir nema síður frakki sé.

9. Allt er vænt sem vel er grænt, nema það sé andlit í spegli á sunnudagsmorgni.

10. Allir hlutir eru svartir í myrkri, fyrir utan sálina, andardráttinn, sólina og óþolandi trommusláttinn í kjallaranum, vaxliti, sjálflýsandi leikföng og alls hins sem er ekki svart í myrkri.

 

Mynd: Softpedia


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahaha er að spá að tileinka mér þennan 9. sérstaklega, fæ ég leyfi hjá þér til að nota hann sem lífspeki mína í nánustu framtíð? hehehe;)

Kristbjörn H. (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 14:09

2 identicon

vá voðalega lítið fyndið

k (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 15:33

3 Smámynd: Ómar Ingi

Slæmur dagur hjá k ? 

Ómar Ingi, 7.4.2009 kl. 19:07

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Kristbjörn: Verði þér að því.

k: 'k!

Ómar: Þeir segja að þriðjudagir séu sumum erfiðari en mánudagar. Kannski þetta sé dæmi um það.

Hrannar Baldursson, 7.4.2009 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband