Eru ofurhetjusögur, eins og sagan um The Dark Knight, goð- og hetjusögur nútímans?

 

Sögur um forna guði, hetjur og skrímsli hafa síðan mannkynið man eftir sér skemmt okkur. Fyrr á öldum sat kannski sögumaðurinn við eld og sagði sögur sem hann hafði erft frá öðrum sögumönnum, og breytti aðeins til að höfða til nýrrar kynslóðar. Þessar sögur vekja áhuga fólks, sérstaklega þegar vel er sagt frá, við þurfum af einhverjum ástæðum að hlusta á sögur, við nærumst á þeim.

Sögurnar eru eitthvað órjúfanlegt frá hinu mannlega. Þó að formið breytist, þá finna sögumennirnir alltaf nýjar leiðir til að birta þær, sama þó að þær séu nánast alltaf um sama hlutinn - átök manneskju gegn umhverfi sínu eða öðrum manneskjum.

Þannig urðu goðasögurnar til, þar sem að eina leið manneskja var að vinna sér inn punkta hjá guðunum til að hafa einhverja stjórn á náttúruöflunum, eða að minnsta kosti einhverja von.

Hómerskviðurnar voru einmitt um ofurmenni eins og Akkíles, sem er fyrirmynd Superman, og Ódysseif, sem er fyrirmynd Batman.

 

Við höfum færst frá því að segja sögur á köldum kvöldum við heitan varðeld, yfir í að horfa á tjald þar sem sögunni er varpað myndrænt og lifandi á skjá, þar sem sögumaðurinn er það myndrænn að hann hverfur nánast algjörlega, fyrir utan kannski einstaka manneskju sem svarar í gemsann og fólk sem kann sig ekki á aðra vegu. Auk auglýsingahlés og texta, sem taka þátt í að færa upplifunina aftur til fortíðar. Einmitt þess vegna er svo gaman að fara í bíó í Bandaríkjunum: enginn texti, ekkert hlé - og kvikmyndasalirnir hreinir og með þægileg sæti.

Af hverju höfum við svona gífurlegan áhuga á ofurhetjum?

Allir, og nú alhæfi ég, virðast hafa einlægan áhuga á að heyra góða sögu vel sagða.

Af hverju ætli það sé?

 

Myndir:

Batman:  DC Comics

Ódysseifur: The Odyssey Hotlist


mbl.is Leðurblökumaðurinn geysivinsæll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband