Hvort er verðmætara: ferskur líkami eða ferskur hugur?

Ef þú gætir lifað að eilífu með annaðhvort líkama eða huga 30 ára manneskju, hvort myndir þú velja?

Þú færð því miður ekki að velja bæði. Halo

Og ágætt að taka það fram: líkaminn í þessu dæmi hættir að hrörna eftir sextugt, þannig að þú verður ekki að polli eftir 300 ár.

 

Mynd: Unsung Hero Revolution


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

líkama, en í góðu ástandi, þá gæti maður hreyft sig allavegana. Frekar það en að vera með góðan huga og geta bara það eitt að sitja og íhugað allan daginn.

Oddur Ingi Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Hugann því að 60 ára líkami er ekki svo slæmur og dugar vel en ef hugrinn heldur árfram að hörna þá er líkaminn einskis virði á endanum.

Einar Þór Strand, 20.7.2008 kl. 12:29

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég veldi líkamann. Mér þætti alveg voðalegt ef hugurinn staðnaði um þrítugt.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 20.7.2008 kl. 13:21

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Eruð þið semsagt að segja að hugur og líkami séu í raun og veru aðskilin fyrirbæri en ekki eitt og hið sama?

Hrannar Baldursson, 20.7.2008 kl. 13:30

5 identicon

Agalega adladandi ad hafa skrokkinn síungann sko ... en ég hef engan áhuga á ad hugurinn stadni vid 30 ... mér finnst minn "40oghóst" td miklu skarpari

Er ekki hugsanavilla í tessu hjá tér, Hrannar minn ... eftir mínu viti tá hrörnar hugurinn ekki ad sama skapi og líkaminn, nema upp komi sjúkdómar.

Elfa (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband