Getur verið að vörubílstjórar noti trukka en ríkið löggur á meðan hinn sanni sökudólgur glottir í kampinn?

Undanfarið hafa atvinnubílstjórar verið sífellt háværari á götum borgarinnar. Þeir þeyta bílflautur, hægja á umferð og jafnvel loka fyrir henni. Lögreglunni er skylt að halda uppi lögum og reglu, og þar á meðal í umferðinni. Lögreglumenn hafa þurft að grípa til örþrifaráða gegn atvinnubílstjórunum, sem skiljanlega átta sig ekki fullkomlega á hvers vegna ríkið er svona vont við þá. Ríkið virðist ekki heldur skilja af hverju bílstjórarnir eru svona vondir.

Mig grunar að lausnin í þessu máli felist því miður ekki í hugrökkum mótmælum atvinnubílstjóra, þar sem að mig grunar að þeir séu að mótmæla einhverjum sem er ekki ríkið. Reynum að setja þetta í samhengi.

Fyrir páska áttu sér stað óeðlilegar hræringar á bankamarkaði sem virðast fara að mestu órannsakaðar, þrátt fyrir að Seðlabankastjóri hafi einn daginn fullyrt að innlendir aðilar væru sekir að þessu og síðan næsta dag að sökudólgarnir væru erlendir aðilar. Rannsóknir komast ekki á flug og þá helst vegna þess að hvítflibbadeild ríkissaksóknara hefur hvorki nógu mikil mannaforráð né fjárráð til að ráða við ofurglæpi á fjármálamarkaði.

Afleiðingin var hörð gengisfelling - sem urðu til þess að erlend lán hækkuðu mikið, hækkun stýrivaxta - sem orsakar hærri verðbólgu og þar með mikla hækkun á húsnæðislánum og síðan almennar verðhækkanir - meðal annars óvenju háar hækkanir á bensíni og díselolíu. Allt þetta lendir verst á þeim sem eiga minnst og skulda mest. Það er ekki ólíklegt að margir atvinnubílstjórar séu í þessum hópi.

 burning-man-trucks

Ég get ímyndað mér að þessar hækkanir hafa sérstaklega mikil áhrif á atvinnubílstjóra sem geta aðeins samið um sín laun á ákveðnum fresti, og ef það er rétt sem ég hef lesið, að aukinn rekstrarkostnaður þýðir lægri laun fyrir bílstjórana, þá skil ég heift þeirra vel.

Ríkisstjórnin hefur ekki beinlínis valdið þessu ástandi, en virðist hafa staðið óvirk hjá og komið þeim skilaboðum til fólksins í landinu að ekki verði komið til móts við fólkið í landinu, nema eftir vel úthugsaðar áætlanir og pælingar fræðimanna, sem skila nefndaráliti sem menn eins og fjármálaráðherra sem þekktur er fyrir að fara ekki eftir nefndarálitum (að minnsta kosti í starfsráðningum), - en á meðan þessi óvirkni stendur sem hæst, er fólk að missa trú á ríkisstjórninni og það sakað um að hlusta ekki á fólkið og einblína á hagsmuni fárra en valdamikilla hópa. Sem er, tel ég, réttmæt gagnrýni.

passive_smoke

En þannig starfa flestar ríkisstjórnir og stjórnmálamenn. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Sekt ríkisins felst í því að standa þögult og óvirkt hjá og horfa upp á óréttlæti gerast án þess að skipta sér af. Við ætlumst til þess að ríkið gera eitthvað í málunum, en það eina sem mér sýnist ríkið geta gert í þessum málum er að hugtreysta og styðja við fólkið, - en ekki einu sinni það er gert. Greyið bílstjórarnir eru barðir til hlýðni í stað þess að lofað sé í það minnsta að taka á málunum eftir bestu getu.

Nú sýnist mér bílstjórar og ríkið vera í þráskák, þar sem báðir aðilar pirra hinn stöðugt meira. Atvinnubílstjórar pirra ríkið með aðgerðum sínum, en ríkið pirrar bílstjóra með aðgerðarleysi sínu.

Solomon%20truck

En hugsum aðeins um þetta. Stjórnvöld eru aðeins við völd tímabundið. Atvinnubílstjórar eru að berjast fyrir lifibrauði sínu og vilja hugsanlega vera atvinnubílstjórar alla ævi og lifa við mannsæmandi kjör. En bílstjórarnir átta sig ekki alveg á hlutverki ríkisins, sem er ekkert annað en skuggi af raunverulegum valdhöfum landsins.

Af hverju bílstjórarnir reyna ekki að komast að því hverjir hinir raunverulegu valdhafar eru, er skiljanlegt. Flestir mótmælendur um heim allan gera sams konar mistök, þeir rífast og kvarta gegn valdi sem er færanlegt og verður ekki lengur til eftir nokkur ár, í stað þess að ráðast að rót vandans, valdhöfunum sem ríkja sama hver stjórnar ríkisstjórninni og setur landslög.

Það er ljóst að ríkið er ekki lengur við völd í landinu. Einhver annar stýrir þjóðarhraðbátnum. Þetta er nokkuð sem gerst hefur víða um heim í mannkynssögunni, að fyrirtæki, einstaklingar og fjármálastofnanir og jafnvel glæpagengi, hafa náð völdum í landinu og troðið einstaklinga í svaðið með skeytingarleysi og fjárkúgunum sem enginn skilur. Þetta veldur óróleika í þjóðfélaginu.

Byltingar áttu sér stað víða um heim á 18. og 19. öld, gegn einmitt því að einræði næði fótfestu og lýðræðið hefði meiri völd en þeir sem gæta fyrst og fremst eiginhagsmuna. Það er hægt að rökstyðja það að slík óánægja og óréttlæti sé rótin að baki kommúnisma - þegar efnis- og einstaklingshyggjan er orðin svo öfgakennd að hún verður ekki stöðvuð án hallarbyltingar og margra áratuga fórna á mannslífum og mannréttindum. Maður þarf ekki að ferðast mikið um heiminn til að kynnast þessum málum af eigin raun.

Ég sting ekki upp á neinum aðgerðum. Ég er einfaldlega að velta þessum hlutum fyrir mér. Þetta er einfaldlega það sem ég sé. Sé þetta einhver tálsýn verð ég þakklátur þeim sem leiðrétta mig og sýna mér hvernig málin eru í raun og veru. Ég er samt ansi hræddur um að ég sé nálægt sannri sýn á málinu.

 

Að stoppa trukk: 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Það er hollt að hugsa og vellta fyrir sér hlutunum

Ómar Ingi, 24.4.2008 kl. 19:56

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Áhugaverðar vangaveltur, ég held að þú höggvir ans nærri sannleikanum.

Held því miður að þessi harka sé það sem koma skal og borgaraleg óhlýðni verði tækluð af hörku í framtíðinni, maður er búinn að sjá þetta á leiðinni og sjálfsagt borin von að við Íslendingar sleppum við fasistavæðingu fyrirtækjanna og kalda krumlu þeirra stjórnandi flestu sem þau vilja. Raunverulegt vald stjórnmálamanna er gríðarlega ofmetið, það vita flestir sem eitthvað hafa skygnst á bak við tjöldin þó að það sé ekki vinsælt að röfla of mikið yfir því.

Georg P Sveinbjörnsson, 24.4.2008 kl. 22:28

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Mér finnst þetta góð pæling, Hrannar, -og ég held reyndar eftir að hafa horft upp á vanmátt stjórnvalda undanfarið sem þeim finnst alveg eðlilegur! - að við þyrftum við að fara að hugsa nýjar hugsanir í sambandi við lýðræðið- við álítum að vestræna lýðræðið sé besta hugsanlega stjórnarfar sem til er í veröldin- en þetta lýðræði okkar er mjög takmarkað-annars vegar takmarkast það mest auðvitað af fjármálavaldinu og hinsvegar þeim sem við kjósum til að setja lögin- og sú kenning að við lifum við það lýðræði að geta skipt um stjórn á fjögurra ára fresti -finnst mér nokkuð hjákátleg - allt mitt líf - og það er hlutfallslega miðað við meðal ævilengd orðið nokkuð langt- hefur Sjálfstæðisflokkurinn stjórnað þessu landi nema kannski svosem tíu, tólf ár! Það er eitthvað bogið við lýðræðið þegar þannig er. Hvernig völd erfast og þeim er viðhaldið er náttúrlega kapituli útaf fyrir sig- en við þurfum að fara hugsa kerfið allt saman upp á nýtt. Það er mín skoðun.

María Kristjánsdóttir, 24.4.2008 kl. 23:01

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Góðar pælingar hjá þér. Ég les næstum alltaf bloggið þitt. Helst að ég láti kvikmyndirnar eiga sig.

Sæmundur Bjarnason, 24.4.2008 kl. 23:03

5 identicon

http://eyjan.is/hux/

Bóbó (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 23:37

6 Smámynd: haraldurhar

   Hrannar tek undir margt er þú segir hér í pisli þínu, en það sem mér finnst vanta í hana er að afleiðing kolrangrar peningastjórnar og vaxtaokurs undanfarna ára er koma fram með æ meiri þunga.

   Þú tæptir á fyrir nokkru síðan á afleiðingar á slíkri peningastjórnun í S-Ameríku,  þar sem gengi gjaldmiðilsins var haldið uppi með ofurvöxtum, og þeir er áttu þess kost notuðu bara dollara sín á mill.  Mér þætti vænt um að þú skifaðir pistil um þessi mál, þar sem þú greindir frá orsök og afleiðingu og ekki síst hver árangur hennar var á kjör fólks.

haraldurhar, 24.4.2008 kl. 23:49

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Góður pistill að vanda Hrannar og nýjir áhugaverðir fletir á málum.

Ætla hins vegar rétt að vona að staurinn/búnaðurinn sé ekki tákn núverandi stjórnvalda. OMG!

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.4.2008 kl. 00:34

8 identicon

Það sem mér finnst verst í sambandi við það hvernig þessu landi er stýrt er að ég fyllist vanmáttartilfinningu, ekki nóg með að mitt atkvæði telji voða lítið eitt og sér, þó sá sem ég kýs komist á þing þá ræður sá/sú voða litlu eins og þú lýsir í þessum pistli.

Sú þýðing sem ríkið hefur fyrir mér er að það er sá aðili sem tekur 40% af launum mínum og fangelsar mig ef ég reyni að komast hjá því. Ég fæ lítið sem ekki neitt fyrir þennan pening, allavega ekki í neinu samræmi við upphæðina sem ég hef greitt. Og ég gat fylgst með því frá fyrstu hendi hvernig þetta velferðarkerfi sem er oftast vísað til þegar spurt er hvað verður um peningana brást öfum mínum og ömmum algerlega þegar á þurfti að halda, það var bara læknamistök, vanræksla og ellilífeyrir sem var ekki hægt að lifa á.

Sú menntun sem ég hef fengið hefði ég getað keypt fyrir minni pening, hún var og er af litlum gæðum, þrjú kennaraverkföll segja allt sem þarf.

N.b. ég er ekki hægrimaður þrátt fyrir þessar skoðanir, hægriflokkar vilja reka samfélagið eins og fyrirtæki, og það setur almenna borgara í þá óþægilegu stöðu að vera bæði helsta tekjulind og stæðsti útgjaldaliður "fyrirtækisins" vinstri flokkarnir á hinn bóginn líta á sig sem foreldra og borgara sem börnin sín á mjög yfirlætislegan máta. Báðir armar sýna mikla forsjárhyggju með boðum og bönnum. Vona að ég sé ekki kominn út fyrir efnið.

Þór (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 01:35

9 Smámynd: Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Fínn pistill og góð umræða. En ég tel að Alþingismenn séu ekki að starfa bara til að eyðileggja okkar ágæta land.

Það er að vísu rangt hjá þér að ríkisstjórnin sé ekki að gera neitt í málum atvinnubílstjóra. Nú hefur samgönguráðuneytið ákveðið að reyna breyta hvíldartíma atvinnubílstjóra í gegnum EFTA http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/4103/. Fólk verður bara átta sig á því að svona hlutir gerast ekkert einn tveir og bingó. Við erum aðilar að EES og þurfum að hlýta mörgum reglum Evrópusambandsins, meðal annars hvíldartíma atvinnubílstjóra. Við eigum að kynna okkur málefni áður en við segjum að ekkert sé að gerast. Erum við ekki að segja að ESB sé lausnin við vandamáli okkar? Í þessu tilviki er ESB vandamál okkar.

Einnig er leiðinlegt að sjá hvað fólk tekur lýðræðið hér á Íslandi og því góða lífi sem við höfum hér sem sjálfsögðum hlut. Við erum í flestum tilvikum mjög ofarlega á listum varðandi lífsgæði, menntun og ríkidæmum. Hversu oft lendum við í því að fólk svelti hér á landi? Hversu oft fá börn ekki menntun hér á landi? Hversu oft er fólki neitað um aðgang að heilsugæslu þegar það þarfnast þess?

Við ættum að horfa aðeins útí heim, nóg að horfa á CNN, bara til að átta okkur á því hversu gott við höfum það. Hvernig væri svo að hrósa þingmönnum af og til, fyrir þau góðu verk sem þeir hafa gert.

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson, 25.4.2008 kl. 02:20

10 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Þú hittir víða naglann á höfuðið í þessari grein, held ég. Takk!!

Jónína Benediktsdóttir, 25.4.2008 kl. 08:42

11 Smámynd: Áddni

Mikil og mörg sannleikskorn í þessum pistli þínum Hrannar. Áhugverðasti punkturinn finnst mér einmitt sinnuleysi stjórnvalda, eða öllu heldur sú staðreynd að þeir viti ekkert hvað þeir eigi að gera.

Ég er hræddur um að hefðir þú skrifað þetta í BNA, væru tveir frá FBI komnir á hurðina undir eins....

Áddni, 25.4.2008 kl. 09:54

12 identicon

Góðan dag,

Hvers vegna eru menn sífelt að vísa til þessar rekenda flutningatækja sem bílstjóra eða nánast launþega, nú eða boðbera réttlætis og mannréttinda.

Þeir sem standa fyrir þessum látum eru atvinnurekendur sem geta verðlagt sína vinnu eins og þeir vilja, þeir hafa einfaldlega um árabil verðlagt hana of lágt.

Megin vandi þeirra fellst í gengislækkuninni vegna mikillar skuldsetningar tækja. það er kostnaðarauki sem er erfiðara að velta út í verðlag og tekur lengri tíma. Hvað varðar olíuhækkun þá er þeim auðvelt að koma henni í kílómetragjaldið sem flestir þeirra vinna á í einni eða annarri mynd.

bkv

EP

Elías Pétursson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 11:00

13 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir áhugaverðar athugasemdir kæru bloggfélagar- og vinir.

Hrannar Baldursson, 25.4.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband