Hvernig verður siðferði okkar til?

DALL·E 2023-12-06 11.29.40 - A grand and realistic image of a cowboy in a setting that reflects a cosmic balance. The cowboy is surrounded by diverse elements representing family,

Við ákveðum öll að lifa lífinu einhvern veginn, og við ákveðum að lifa því á ólíkan hátt. Sum okkar viljum við hlíða fornum hefðum, sumir vilja lifa lífinu eins og þeim sýnist, og sumir vilja fylgja ákveðnum leiðum sem þeim finnst skynsamleg.

Sumar fjölskyldur halda alltaf hátíðleg jól, og sumum stendur nokkurn veginn á sama um jólin. Sumar fjölskyldur fara reglulega í kirkju og eru trúrækin, en aðrar fjölskyldur spá ekkert í trúnni. Sumar fjölskyldur leggja mikið upp úr námi, aðrar upp úr vinnu, og sumum stendur nokkurn veginn á sama um nám og vinnu. Sumar fjölskyldur eru brotnar og hver einstaklingur þarf að sjá um sig.

Fjölskyldan hefur gríðarleg áhrif á hvernig manneskjur við verðum, því fjölskyldan býr til rútínur í kringum okkur, og þessar rútínur hjálpa okkur að tengjast öðru fólki í samfélaginu. Ef fjölskyldan hefur gríðarlegan áhuga á knattspyrnu og fylgir ákveðnu knattspyrnuliði, er alls ekki ólíklegt að meðlimir fjölskyldunnar tengist öðrum fjölskyldum með sams konar áhuga.

Það er fleira en bara fjölskyldan sem hefur áhrif á hvernig manneskjur við verðum. En fjölskyldan gefur flestum okkur rútínur sem við notum til að átta okkur á lífinu og tilverunni. Þessar rútínur geta falist í venjum, við hermum eftir þeim sem við virðum mest, við lærum nýja hluti á þeim félagsskap sem við erum í, við erum líklegri til að eignast vini og kunningja sem eru í einhverju samræmi við þær rútínur sem við höfum lært í okkar eigin fjölskyldu, og sum okkar styrkjast á ákveðnum sviðum ef okkur er hrósað, og forðast hluti sem er refsað fyrir. Eftir því sem við vöxum úr grasi förum við að velta fyrir okkur orðspori okkar, lögum samfélagsins, lesum alls konar bækur, förum í alls konar nám, og þannig þróumst við út fyrir þann ramma sem fjölskyldan gaf okkur.

Í einu menningarsamfélagi erum við allskonar. Síðan þegar við breytumst í fjölmenningarsamfélag aukast víddirnar. Siðferði okkar mótast á svo marga vegu, og við þurfum að gæta að öllum þessum áhrifum, ekki gagnvart öðru fólki, heldur gagnvart okkur sjálfum, því þó að oft lærum við ýmislegt gáfulegt og viturlegt frá fjölskyldum okkar, þá geta fordómar og fáfræði verið hluti af þeim upplýsingum sem við meðtökum.

Eftir því sem við áttum okkur betur á margbreytileikanum og öllum þeim upplýsingagjöfum sem til eru í kringum okkur, og leyfum okkur að hlusta með opnum en gagnrýnum hug, leyfum okkur að skoða gaumgæfilega okkar eigin hugmyndir, hvaðan þær komu og hvort þær eigi endilega við þar sem við höldum að þær eigi við, getum við þroskast og dafnað í mannveru sem er ekki einsleit í skoðunum sínum, heldur víðsýn og djúp, og mögulega vitur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Ætli SIÐFERÐIÐ byrji ekki sunnudagaskólanum þar sem að við lærum um  BOÐORÐIN 10. 

Síðan staðfestum við okkar KRISTNU TRÚ á fermingardaginn þar sem að þessa tilvitnun er að finna:

"ALLT SEM AÐ ÞÚ VILT AÐ AÐRIR MENN GJÖRI YÐUR AÐ ÞAÐ SKULUÐ ÞÉR OG ÞEIM GJÖRA".

--------------------------------------------------------

Þessi tilvitnun hér að ofan er nánast sú sama og KARMALÖLMÁLIÐ  gengur út á.

Allt sem að þú gerir öðrum til góðs eða meins

mun koma aftur til þín með einhverjum hætti.

--------------------------------------------------------

Síðan er hægt að vinna sér inn gott karma

með því að fórna lífi sínu fyrir aðra

 t.d. í gegnum HJÁLPARSVEITA-STARF

Dominus Sanctus., 6.12.2023 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband