Kári og Covid

Íslensk erfðagreining tryggði að Íslendingar komu betur út úr fyrstu bylgju Covid-19 en flestar aðrar þjóðir, með því að skima Íslendinga, sem gerði stjórnvöldum fært að rekja fólk með appi og lögreglurannsóknarvinnu, aðskilnaði og einangrun.

Heilbrigðiskerfið fékk þar mikinn stuðning. Læknar og hjúkrunarfræðingar gátu brugðist við ástandinu án þess að kerfið félli saman, eins og gerst hefur í Svíþjóð, á Ítalíu og Spáni, Bandaríkjunum, Brasilíu og víðar.

Forsenda þess að halda veirunni niðri er að skima, rekja og einangra eftir þörf. Ef einn þáttinn vantar getur kerfið brugðist.

Kærar þakkir Kári og ÍE fyrir einstaka gjöf til þjóðarinnar sem hefur örugglega kostað fyrirtækið gríðarlegar fjárhæðir og tíma, en grætt mikið þegar kemur að velvild. Þessi gjöf er grundvöllur þess frelsis sem Íslendingar hafa upplifað frá 15. júní.

Vona að heilbrigt samband haldi áfram sem heldur Íslandi á farsælli braut, til þess að við sigrumst öll á erkifjendunum: fávisku, hroka og Covid-19.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslensk erfðagreining, sem er í eigu bandaríska líf­tækni- og lyfja­fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins Amgen, gaf Landspítalanum, sem er í eigu íslenska ríkisins, 800 milljóna króna jáeindaskanna. cool

Þorsteinn Briem, 8.7.2020 kl. 23:41

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.7.2020 (í dag):

"Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildarinnar á Landspítalanum, segir það ekki vera hlutverk Landspítalans að skima fríska ferðamenn við landamæri Íslands.

Um 25 þúsund hafa nú verið skimaðir við landamærin frá því að skimun hófst þar um miðjan júní.

Um 70 hafa greinst jákvæðir, meirihluti með mótefni og án einkenna.

"Þannig að alger meiripartur, 99,7% af þeim einstaklingum sem fara í þessa skimun, eru neikvæðir í skimuninni.

Það segir okkur að prófið er ekki að gagnast okkur nógu vel og þá held ég að það sé miklu skynsamlegra að við verjum peningunum okkar í annað," segir Ragnar Freyr.

Hann leggur til að skimun erlendra ferðamanna verði hætt, Íslendingum sem komi frá útlöndum verði boðið að fara í sóttkví og þeir síðan skimaðir innan tiltekins dagafjölda.

"Þeir sem hafa smitað eru Íslendingar sem smita aðra Íslendinga, ekki erlendu ferðamennirnir," segir Ragnar Freyr."

Nær væri að verja almannafé í annað

Þorsteinn Briem, 9.7.2020 kl. 00:12

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þjóðin almennt virðist almennt sameinast um það þakklæti sem IE á skilið fyrir framtakið.

Samt ekki alls kostar rétt hjá Steina Briem og/eða Ragnari Frey.  Þeir rúmensku smituðu 2 lögregluþjóna á sínum tíma.  En þeir voru auðvitað ekki "ferðamenn" í þeim skilningi.

Kolbrún Hilmars, 9.7.2020 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband