You Will Never Walk Alone: Liverpool - A.C. Milan (upphitun fyrir kvöldið)

Ljóst er að leikurinn sem Liverpool og A.C. Milan spiluðu fyrir tveimur árum hefur áunnið sér sess sem klassískur knattspyrnuleikur. Ég hef engan sérstakan áhuga á fótbolta, en ber samt ákveðnar tilfinningar til Liverpool - sérstaklega vegna frábærra stuðningsmanna og andrúmsloftsins í kringum liðið. Ég sá úrslitaleikinn fyrir tveimur árum þar sem ég var staddur í Mexíkó, og þá var oft öskrað: 

"Gooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooool!"

Þessi leikur var endursýndur oft á dag á flestum sjónvarpsstöðvum í Mexíkó alla vikuna. 

Þetta blogg er sérstaklega tileinkuð föður mínum og bróður, og Fabio vinnufélaga mínum - sem allir hafa verið harðir púlarar frá barnsaldri og verða mættir í stofuna með trefilinn í kvöld.

Þetta verður spennandi upplifun, sama hvernig fer. 10 mínútna inngangur sérstaklega gerður fyrir leikinn í Aþenu sem leikinn verður í kvöld.

 2005 Champions League Final - AC Milan vs Liverpool FC:

Vegurinn til Aþenu:



Og að sjálfsögðu:

You will never walk alone:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er þá allaveg eitt sem við erum ekki sammála um kæri frændi...Liverpool

Oddur Ingi (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 18:56

2 Smámynd: arnar valgeirsson

æi, don, þar fórstu alveg meðða...

arnar valgeirsson, 23.5.2007 kl. 21:37

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hmm... Oddur Ingi, ef Liverpool tæki upp á því að bjóða þér á æfingu með þeim, myndirðu þiggja boðið?

Arnar: við erum nú ósammála um svo margt - af hverju ekki knattspyrnu líka.

Hrannar Baldursson, 24.5.2007 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband