Niðurstöður Óskarsins: klúður!

?m=&d=20070226&t=2&i=415613&w=239Mín spá var í 25% samræmi við niðurstöður akademíunnar, sem þýðir annað hvort að ég hef ekkert vit á kvikmyndum eða að smekkur minn á kvikmyndum sé gjörólíkur smekk bandarísku akademíunnar, eða eitthvað allt annað sem mér dettur einfaldlega ekki í hug.

Ég hafði rangt fyrir mér í flestum aðalkategóríum, enda fór ég eftir eigin smekk, og síður eftir því sem ég trúði að myndi gerast út frá vinsældum viðkomandi. Reyndar var ég búinn að lesa ýmsa lista gagnrýnenda í Bandaríkjunum, en vildi að sjálfsögðu frekar fara eftir eigin tilfinningu.

Það var vissulega gaman að spá í spilin, og sérstaklega gaman að sjá hvað ég er öðruvísi. Wizard

 Besta kvikmyndin:

Spá: Letters From Iwo Jima

Sigurvegari: The Departed.

Ljóst er að ég er ekki sammála akademíunni um ágæti þessarar myndar, en svona er þetta. Smekkur manna er ólíkur. Ég skrifaðist á við bandaríska gagnrýnandann James Berardinelli, en honum fannst The Departed vera mikið meistarastykki. Hann hafði líka séð Internal Affairs en fannst hún svo léleg að hann nennti ekki einu sinni að skrifa um hana dóm, en sagði mér að hann hafi haft á tilfinningunni að atburðarrásinni í henni hafi verið flýtt, á meðan Scorcese gaf persónum sínum meiri tíma til að þróast. The Departed er 50 mínútum lengri mynd, sem útskýrir kannski þessa tilfinningu að einhverju marki. Svona er smekkur manna ólíkur.

0/1

 

Besti leikarinn:

Spá: Leonardo DiCaprio

Sigurvegari: Forest Whitaker

Þar sem að ég hef ekki séð The Last King of Scotland get ég í rauninni ekkert sagt um þetta val, nema að mig hlakkar mikið til að sjá Whitaker í þessu hlutverki.

0/2

 

Besta leikkonan: 


Spá: Helen Mirren

Sigurvegari: Helen Mirren

Ég hafði ekki séð neina af þeim kvikmyndum sem um var að ræða. Helen Mirren hafði einfaldlega hrifsað til sín öll möguleg verðlaun og hlaut að vinna þetta. (Hefði ég fylgt sömu aðferðarfræði í öðrum kategóríum hefði ég skorað mun hærra). Whistling

1/3

 

Besti leikari í aukahlutverki:

Spá: Djimon Hounsou

Sigurvegari: Alan Arkin

Það er engin spurning: Djimon Hounsou var stórkostlegur í sínu hlutverki, en verið var að verðlauna Alan Arkin fyrir stórgóðan feril.

1/4

 

Besta leikkona í aukahlutverki:

Spá: Rinko Kikuchi

Sigurvegari: Jennifer Hudson 

Flestir gagnrýnendur höfðu fullyrt að Hudson væri örugg með sigur, en þar sem að ég hef ekki enn séð Dreamgirl gat ég náttúrulega ekki stutt þá fullyrðingu.

1/5 

 

Besta leikstjórn 

Spá: Clint Eastwood

Sigurvegari: Martin Scorcese

Ljóst er að Martin Scorcese fær þessi verðlaun fyrir þær fjölmörgu klassamyndir sem að hann hefur leikstýrt á ferlinum. The Departed er alls ekki meðal hans bestu mynda; en kvikmyndaheimurinn krafðist þess einfaldlega að þessi vinsæli leikstjóri fengi loks Óskarinn og yrði ekki óverðlaunaður eins og Charlie Chaplin eða Alfred Hitchcock, sem fengu aldrei Óskar, en fjölmargar tilnefningar.

1/6 

 

Besta frumsamda handritið:

Spá: El Laberinto del Fauno

Sigurvegari: Little Miss Sunshine 

Vissulega eru samtölin í Little Miss Sunshine mjög flott skrifuð, en engin kvikmynd gerð á þessu ári jafnast á við hina frumlegu sögu sem birtist í El Laberinto del Fauno.

1/7

 

Besta handrit byggt á áður sömdu efni:

Spá:  Children of Men

Sigurvegari: The Departed

Þarna er ég einfaldlega innilega ósammála, þar sem að Infernal Affairs, frummynd The Departed, hafði mun betur skrifað handrit. Þetta finnst mér einfaldlega rangt. En svona er þetta stundum.

1/8 

 

Besta kvikmyndatakan:

Spá: El Laberinto del Fauno

Sigurvegari: El Laberinto del Fauno

Loksins erum við akademían sammála um eitthvað.

2/9 

 

Bestu skeytingar/klippingar:

Spá: Blood Diamond

Sigurvegari: The Departed

Þarna er ég ósammála, enda þótti mér The Departed alls ekkert sérstaklega vel klippt. 

2/10 

 

Besta erlenda myndin:

Spá: El Laberinto del Fauno

Sigurvegari:  Des Leben der Anderen

2/11

 

Besta teiknimyndin:

Spá: Cars

Sigurvegari: Happy Feet

2/12


Listræn stjórnun:

Spá: El Laberinto del Fauno

Sigurvegari: El Laberinto del Fauno

3/13

 

Bestu klæðin:

Spá: Curse of the Golden Flower

Sigurvegari: Marie Antoinette

3/14

 

Besta frumsamda tónlistin:

Spá: El Laberinto del Fauno

Sigurvegari: Babel 

3/15

 

Besta lagið:

Spá: eitthvað úr Dreamgirls

Sigurvegari: An Inconvenient Truth 

3/16

 

Besta förðunin:

Spá: El Laberinto del Fauno

Sigurvegari: El Laberinto del Fauno

4/17

 

Besta hljóðrásin:

Spá: Apocalypto

Sigurvegari: Dreamgirls

4/18

 

Bestu tæknibrellurnar:

Spá: Superman Returns

Sigurvegari: Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest 

4/19

 

Besta heimildarmyndin:

Spá: An Inconvenient Truth

Sigurvegari: An Inconvenient Truth 

5/20

mbl.is Scorsese fékk loks Óskarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég var nú sammála þér í flestu. En ég var allavegana með Happy Feet rétt.

Adios 

Oddur (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 20:31

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Nú langar mig að sjá Happy Feet.

Hrannar Baldursson, 1.3.2007 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband