10 kvikmyndir í uppáhaldi hjá Don Hrannari

Það er gaman að gera svona lista stöku sinnum. Þessi listi er fyrst og fremst gerður til gamans. Kvikmyndirnar sem um ræðir eru ekki endilega álitnar mestu meistaraverk kvikmyndasögunnar, heldur eru þetta myndir sem mér finnst gaman að horfa á, aftur og aftur. Myndir sem ég get hugsað mér að setja í tækið og horfa á, strax í dag, hefði ég tíma.

Ég mun ekki telja teiknimyndir, sem oft getur verið gaman að kíkja á með fjölskyldunni.

 

1. Raiders of the Lost Ark (1981) - Háskólabíó

RaidersLostArk_127Pyxurz1

 

2. Braveheart (1995) - Kvikmyndahús í Puebla, Mexíkó

braveheart

 

3. Pulp Fiction (1994) - Regnboginn

pulp_fiction_1994_3

 

4. The Lord of the Rings (2001-2003) - Kvikmyndahús Í Merida og Puebla, Mexíkó

sam-and-frodo-mount-doom-636x288

 

5. L.A. Confidential (1997) - Austurbæjarbíó

601px-LAC-Bud-4

 

6. Star Wars (1977) - Nýja Bíó

han-shot-first-640x360

 

7. Life of Brian (1979) - Heima Spóla

life-of-brian

 

8. The Terminator (1984) - Heima Spóla

terminator-1984-linda-hamilton-michael-biehn-pic-7

 

9. Die Hard (1988) - Austurbæjarbíó

645102-4

 

10. 12 Angry Men (1957) - Heima DVD

video_still_3Reasons_12AM_Youtube_Still

 

Aðrar kvikmyndir sem voru nálægt því að komast á þennan lista:  Purple Rose of Cairo, Groundhog Day, Alien/ Aliens, The Avengers, Once Upon a Time in the West, The Matrix, Forrest Gump, Back to the Future, The Thing, The Wizard of Oz, Ben-Hur, The Princess Bride, The Untouchables, Jurassic Park


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Die Hard og L.A Confidential voru reyndar sýndar í Bíóborginni sem hýsti áður kvikmyndahús sem hét Austurbæjarbíó sem er nú leikhús sem er kallað Austurbær 

Ómar Ingi, 29.12.2012 kl. 12:40

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Rétt hjá þér Ómar Ingi. Svona skolast stundum til í hausnum á manni. :)

Hrannar Baldursson, 29.12.2012 kl. 12:52

3 Smámynd: Ómar Ingi

Það voru samt óþolandi margir sem kölluðu bíóið alltaf Austurbæjarbíó

Listinn hjá þér er aftur á móti alveg ágætur

Ómar Ingi, 29.12.2012 kl. 12:55

4 Smámynd: Mofi

Princess Bride, góður :)   alltaf gaman að rekast á fólk sem kann að meta þá snilldar mynd.

Ég myndi skipta út L.A. Confidential út fyrir Shawshank Redemption og þá væri minn listi afskaplega líkur þínum.

Mofi, 29.12.2012 kl. 15:52

5 identicon

  Horfir thu bara a engilsaxneskar kvikmyndir?  Flestar a listanum eru lettvægar afthreyingamyndir sem skilja ekkert eftir sig.

Johann (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 16:17

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Johann: nei, ég horfi á fleiri myndir. Til dæmis sá ég eina frábæra frá Íran um daginn: "A Separation". Hún kemst hins vegar ekki á listann, því að þær myndir sem mér finnst gaman að horfa á aftur og aftur eru einmitt frekar léttar, vel gerðar og skemmtilega skrifaðar afþreyingamyndir. :)

Mofi: Shawshank Redemption er afar góð, en hins vegar hef ég ekki haft mig í að horfa á hana oftar en einu sinni.

Allar myndirnar á þessum lista eru myndir sem ég hef horft á a.m.k. tvisvar og fæ ennþá mikið út úr þeim.

Hrannar Baldursson, 29.12.2012 kl. 17:22

7 identicon

Tvö nöfn verðum við að finna í lista yfir frábærar myndir;

Charles Chaplin og Marlon Brando.

Til greina koma; The Gold Rush og A Streetcare Named Desire.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 18:19

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Haukur: það má vel vera - en þetta er ekki endilega listi yfir frábærar myndir, heldur um þær myndir sem eru í mestu uppáhaldi hjá Don Hrannari. ;)

Hrannar Baldursson, 29.12.2012 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband