Jóhanna Sigurðardóttir í Kastljósi (2011) 1/2

Jóhönnu Sigurðardóttur var boðið í Kastljósviðtal, sem átti að vera gagnrýnið og þar sem fólk gat hringt inn til að spyrja spurninga. Smelltu hér til að horfa á viðtalið: Kastljós

En...

  • Spurningarnar þurftu að vera stuttar
  • Skellt var á spyrjendur á meðan þeir spurðu
  • Spyrjendur fengu ekki að fylgja spurningum sínum eftir þegar Jóhanna svaraði út í loftið

Sérstaklega fannst mér áhugavert hvernig skellt var á Andreu, formann Hagsmunasamtaka heimilanna, sem hafði greinilega undirbúið afar góðar spurningar. Jóhanna svaraði fyrri spurningunni, að hún ætlaði að taka við undirskriftarlista 1. október frá HH. Seinni spurningunni svaraði hún afar illa. Spurt var hvort hún hefði kynnt sér þær fjórar leiðir sem HH telja að geti lagfært skuldastöðu heimilanna. Í stað þess að svara þessu fór hún að tala um greiðslujöfnunarleiðir og hvað ríkisstjórnin hafði gert rosalega mikið í þessum málum, að bankarnir hefðu ekki staðið sig nógu vel og blablíblablabla. BS fillterinn fór í gang.

Þegar hún var síðar spurð út í verðtrygginguna, fannst mér áhugavert að hún hugsaði bara um eina hlið málsins, virtist nákvæmlega sama um þá sem staddir eru í skuldafangelsi í dag, og virðist ekki skilja mikilvægi þess að leysa þetta fólk úr viðjum vandans. Þetta fólk verður að mæta á Austurvell kl. 9:30 1. október 2011 og gefa skýr skilaboð sem ekki er hægt að misskilja.

Jóhanna talaði aðeins um að bjóða upp á óverðtryggð lán til framtíðar, nokkuð sem hefur verið í boði, á fáránlegum vöxtum reyndar. Fjármagnseigendur eru vanir að græða gífurlega á lánum, og virðist þykja eðlilegt hversu ógurlega fólki blæðir fyrir vikið. Það þarf jafnvægi í þessa stöðu. Það að ganga í ESB og taka upp Evruna er ekki lausn fyrir þá sem eru á heljarþröm, því miður. Þetta verður Jóhanna að skilja, annars verður hún að víkja með öllu sínu liði.

Viðtalið við Jóhönnu Sigurðardóttur í Kastljósi var drottningarviðtal. Tíminn var of stuttur til að fara djúpt í hlutina, og samræðufólki hennar hefði átt að vera gefið tækifæri til að fylgja eftir sínum spurningum. Þess í stað hagaði hún sér bara eins og svarteygð drottning, ekki eins og lýðræðislega kjörinn leiðtogi, sem virkilega hefur hag almennings fyrir brjósti.

Þetta var ömurlegt viðtal. Gef því hálfa stjörnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta viðtal viðtal var einfaldlega pantað.

Í örvæntingarfullri tilraun til að sefa kraumandi reiði almennings.

Svefnmeðalið virkaði ekki og tilraunin snerist upp í andhverfu sína.

Hápunktur þáttarins var þegar Jóhanna lofaði að afnema verðtryggingu.

Lágpunkturinn þegar hún reyndi að nota það sem mútur fyrir ESB-aðild.

Hún má reyndar eiga það að hún er eitthvað farin að hlusta. Við báðum um beint lýðræði og fengum pólitísk hrossakaup í beinni útsendingu og símasambandi við þjóðina. Pólitísk hrossakaup eru nefninlega sá skilningur sem valdastéttin virðist leggja í lýðræðishugtakið, og nú hefur það verið fært út úr reykfylltum bakherbergjum fram í dagsljósið. Ný tegund af braski er fædd: brask með almenningsálit. Eins og í fyrri tilraunum Samfylkingarinnar og fylgisnata hennar mun braskið líka enda með hruni í þetta sinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.9.2011 kl. 06:30

2 identicon

Það var lagt upp með að spurningar ættu að vera hnitmiðaðar og engar langlokur.

En ég sá bara gamla konu í sjónvarpssal, gamla konu sem sagði ekkert sérstakt, ekkert .. Hef ekkert á móti gömlum konum eða mönnum; Finnst bara að fólk eigi að þekkja sinn tíma.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 09:21

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dæmigert viðtal við stjórnmálamann sem laug sig út úr öllu og sagði "ekkert"

Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2011 kl. 12:44

4 Smámynd: Sólbjörg

Aðaltromp Jóhönnu í Kastljós leikritinu fannst henni sjálfri vera þegar hún ítrekað opinberaði fyrir þjóðinni það mikla undrunarefni sem allir áttu að falla í stafi fyrir, það að hún sjálf hefði mikinn SKILNING á stöðu fólks-hvorki meira né minna. Hún hin "heilaga", marg tjáði að allir hefðu fengið eitthvað frá hennar mikla hjálpræði!!! Vá!

Heldur Jóhanna að hún sé Móðir Theresa í Kalkútta að útdeilda ölmusu til þurfalinga? Vandinn er að það er það sem hún heldur.

Krafan á morgun og við stefnuræðu hennar á mánudaginn er ÞINGROF, það er eina krafan sem hún og ríkisstjórnin er dauðhrædd við. Jóhanna hefur heldur ekki hundsvit á skuldavanda heimilanna því þýðir ekkert að vera með kröfur um það á Austurvelli. BURT MEÐ JÓHÖNNU!!

Sólbjörg, 30.9.2011 kl. 17:57

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Jóhanna er eflaust góð kona, en lélegur forsætisráðherra.
Hún bara ræður ekkert við þetta verkefni og er enginn leiðtogi.

Haraldur Hansson, 30.9.2011 kl. 19:35

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Bara að tími Jóhönnu hefði aldrei komið...  Hún kann ekki að stjórna neinu, ekki einu sinni sjálfri sér...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.10.2011 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband