Date Night (2010) **1/2

 

date-night-poster

 

"Date Night" er gamanmynd sem er stundum svolítið fyndin, enda aðalleikararnir frekar góðir, en söguþráðurinn svo mikil vitleysa og allar aukapersónur svo flatar að myndin í heild er engan veginn eftirminnileg.

Steve Carrell er einn af mínum eftirlætis húmoristum. Mér fannst hann frábær bæði í "Get Smart" og "The 40 Year Old Virgin". Hann var líka góður í "The Daily Show" með Jon Stewart. Nú er hann góður, ásamt ágætri Tina Fey, en í stað þess að ná taki á mér fannst mér eins og leikararnir væru einfaldlega á vappi gegnum kvikmyndastúdíó, þar sem allt er fyrirfram ákveðið og öruggt. Frekar klisjukennt.

Hjónin Phil (Steve Carrell) og Claire (Tina Fey) lifa hversdagslegu lífi, en vikulega fara þau út saman til að krydda tilveruna. Eitt kvöldið skreppa þau á veitingastað í New York án þess að hafa pantað sér borð, og taka borð sem annað par var búið að panta. 

Skuggalegir gaurar reka þau frá borðinu og draga þau út í skuggastund, draga upp skammbyssur og halda að þau séu glæpapar sem stolið hefur minnislykli. Að sjálfsögðu rugla skúrkarnir saman hjónum og þjófum, en hjónin þurfa einhvern veginn að sleppa lifandi frá þessum gaurum og leysa glæpamál sem tengir saman mafíuforingann Ray Liotta og saksóknara New York borgar leikinn af William Fichtner í pervertaskapi. Einnig blandast inn í söguna Mark Wahlberg sem skyrtulaus ofurnjósnari.

Sagan er algjört aukaatriði, leikurinn líka, sem og allt annað fyrir utan þau Steve Carrell og Tina Fey. Þannig að spurningin verður, eru brandaranir þess virði að borga í bíó með barnapössun og öllu því sem fylgir. Svar mitt er nei. Leigðu frekar "Get Smart" og horfðu á hana aftur, eða það sem er enn betra, leigðu þér "Life of Brian" og horfðu á hana þrisvar sama kvöld.

Kíktu á "Date Night" þegar hún kemur á vídeó eða birtist í sjónvarpi. Ekki þess virði að sjá í bíó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Leiðinlegasta kvikmynd ársins og þvílík tímasóun myndi fær hauskúpu.

Ómar Ingi, 13.5.2010 kl. 14:48

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Leiðinlegasta mynd ársins?

Get ekki auðveldlega samþykkt það. Shutter Island er til dæmis mun leiðinlegri.

Hrannar Baldursson, 13.5.2010 kl. 17:43

3 Smámynd: Ómar Ingi

Þú hefur ekki skilið Shutter Island , en Date Night er kvöl að horfa hreinasti viðbjóður.

Skil ekki að þú skulur reyna að verja þetta , það er Blade Runner í þér þarna kannt stundum ekki gott að meta og stendur síðan með svona já þú veist

Ómar Ingi, 14.5.2010 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband