Beowulf & Grendel (2005) ***

 

362861.1020.A

 

"Beowulf & Grendel" er áhugaverđ nálgun á söguna um baráttu hetjunnar Beowulf viđ trölliđ Grendel. Í ţetta skiptiđ fćr Grendel mannlega vídd og góđa ástćđu til ađ tćta óvini sína í sundur.

Ţegar hinn ungi Grendel (Hringur Ingvarsson) upplifir morđ hins danska konungs Hrothgar (Stellan Skarsgĺrd) á föđur sínum, heitir hann hefnda. Mörgum árum síđar rćđst hinn fullorđni Grendel (Ingvar E. Sigurđsson) á hermenn Hrothgars í bjórskála konungs og drepur alla ţá sem lyfta vopni gegn honum.

Hrothgar konungur verđur nánast viti sínu fjćr, hugsanlega vegna sektarkenndar fyrir ađ hafa drepiđ föđur Grendel fyrir litlar sakir, hugsanlega vegna ţess ađ hann upplifir sig ósjálfbjarga gegn skrímslinu.

Beowulf (Gerard Butler áđur en hann lék í "300" og varđ samstundis stórstjarna í kvikmyndaheiminum) siglir ađ ströndum Danalands međ 12 menn og lofar Hrothgar ađ drepa skrímsliđ. Grendel hefur hins vegar engan áhuga á ađ drepa útlendinga. Hann vill ađeins drepa vel vopnađa Dana og hefna föđur síns. Smám saman áttar Beowulf sig á ađ eitthvađ meira liggur ađ baki, og öđlast smám saman aukna virđingu fyrir skrímslinu.

Inn í ţetta blandast svolítiđ sérstakur ástarţríhyrningur milli nornarinnar Selmu (Sarah Polley), Grendels og Beowulf. Ađ sjálfsögđu stefnir í lokauppgjör, en međ ţeim öfugu formerkjum ađ kannski er Grendel eftir allt hetjan í ţessari sögu, ekki Beowulf, og Beowulf áttar sig á ţessu smám saman.

Ţađ er gaman ađ sjá marga íslenska leikara og íslenskt landslag njóta sín almennilega í ţessari mynd. Líklega er ţetta sú kvikmynd sem sýnir fegurđ íslenskrar náttúru betur en nokkur önnur kvikmynd, en íslenskt landslag leikur í raun eitt af ađalhlutverkunum. Ţađ er sérstaklega gaman ađ Gunnari Eyjólfssyni og Ólafi Darra Ólafssyni. Báđir eiga ţeir góđa spretta.

"Beowulf & Grendel" er fín skemmtun. Ađeins eitt atriđi í upphafi myndar hefđi mátt missa sig, en ţá kemur Beowulf ađ landi einhvers stađar og fćr ađ borđa hjá fiskimanni. Ţađ atriđi hefđi mátt hverfa ţar sem ţađ gerir ekkert fyrir heildarmyndina, og mađur veltir stöđugt fyrir sér, hvernig í ósköpunum tengist ţetta atriđi ţví sem gerist seinna? Og ég velti jafnvel fyrir mér hvort ađ leikstjórinn Sturla Gunnarsson hafi veriđ ađ leika sér međ tímann, ađ ţetta vćri atriđi sem átti ađ gerast seinna í myndinni, en ţađ kom aldrei. 

Ţađ hefđi mátt bćta klippinguna og ná fram betri hrynjanda í myndina. Fyrir utan ţađ er "Beowulf & Grendel" ágćtis skemmtun.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

Ég las Beowulf á frummálinu fyrir ca 8 árum síđan, ţađ var alveg meiriháttar.  Ég ráđlegg fólki ađ lesa bókina á ensku, rímiđ og ljóđrćnan nýtur sín svo vel...

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 6.5.2010 kl. 00:48

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sammála. Ég las útgáfu Seamus Heany: Beowulf: A New Translation ţegar hún kom út fyrir um 12 árum. Mjög ađgengilegur texti.

Hrannar Baldursson, 6.5.2010 kl. 05:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband