Íslenskir tónlistarsalar ekki í takt við tímann?

Tengt þessari frétt af Eyjunni: Algjört hrun hefur orðið í sölu tónlistar. Erlend tónlist nær hætt að seljast

tonlist.jpgFullyrðingar um að niðurhal tónlistar af netinu styðji við almenna tónlistarsölu eiga ekki við rök að styðjast. Þetta segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, í Fréttablaðinu í dag. Hlutdeild erlendrar tónlistar í sölu hefur farið úr 60 í 35 prósent.

Hann segir að hér hafi orðið algjört hrun í sölu tónlistar, sér í lagi þegar horft er til sölu á erlendri tónlist. Gunnar bendir á að þar til fyrir fáum árum hafi hlutdeild erlendrar tónlistar verið í kringum 60 prósent á móti þeirri íslensku. “Núna er þetta hlutfall komið niður í 35 prósent.”

 

Sjálfur hef ég keypt erlenda tónlist og kvikmyndir frá play.com, amazon.co.uk og amazon.com. Dettur ekki í hug að kaupa þessar vörur á Íslandi, enda verðlagningin með ólíkindum.

Maður fær vörurnar mun ódýrara heim í póstkassann með því að borga toll, skatt og flutningsgjald, heldur en að kaupa diska heima. Þar að auki eru diskar að verða úrelt fyrirbæri.

Þetta er einfaldlega merki um að Íslendingar séu ekki í takt við tímann.

Dæmi: “Essential” með Michael Jackson. Tók þetta dæmi saman á fimm mínútum:

Skífan: kr. 3.799,-
Play.com: kr. 2.737,- (Var um kr. 1.400,- fyrir rúmu ári)
Amazon.co.uk: kr. 1415,- (Var um kr. 700,- fyrir rúmu ári)
Amazon.com: kr. 1642,- (Var um kr. 800,- fyrir rúmu ári)

Það þarf mikið til að sannfæra mig um að punga út fjögurþúsund krónum fyrir eitthvað sem hægt var að kaupa á þúsundkall fyrir ári og fyrir tvöþúsundkall í dag, eða um 3000 eftir toll, flutning og skatt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er það ekki ofmælt að diskar séu að verða úrelt fyrirbæri? Ekki finn ég þá músik sem ég hef helst áhuga fyrir annars staðar en á diskum. Hvað er þá komið í staðinn fyrir diskana? 

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.2.2010 kl. 11:02

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sigurður: netið er að koma í staðinn fyrir diskana, t.d. tonlist.is, en iTunes er besta uppsprettan. Veit ekki hvort Íslendingar geti notað það samt.

Hrannar Baldursson, 3.2.2010 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband