Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2010

Finnum viđ réttlćtiđ í prósentum?

Ef ţú átt milljarđ í peningum og tapar fimmtíu milljónum, og nágranni ţinn á tuttugu milljónir og tapar fjörutíu milljónum; segđu mér: hvor hefur tapađ meiru?

Ekki má gleyma ađ í spilinu eru ósýnileg verđmćti.

Hver er verđmiđinn á sálarstríđ ţess sem á ekki fyrir mat, fötum og húsnćđi; getur ekki sinnt menntun barna sinna; og neyđist til ađ flytja úr landi vegna yfirvofandi gjaldţrots til ađ eiga sér vonarneista?

Hvernig stendur á ţví ađ fólk sem hefur tapađ hluta af eigum sínum er blint fyrir ţví fólki sem tapađ hefur öllu, ţrátt fyrir ađ vera dugmikiđ fólk, međ góđa menntun, heiđarlegt og taliđ ómetanlegt fyrir eigiđ samfélag? Af hverju er ţetta fólk látiđ frjósa úti án hjálpar?

Er enginn skilningur fyrir ţví ađ flest af ţessu fólki er heiđarlegt og stolt, og dettur ekki í hug ađ leggjast á hnén og grátbiđja um hjálp, en ađ hjálp er ţađ sem vantar? 

Fengi ég ađ vera alráđur í einn dag legđi ég ríkisstjórnina strax niđur og tćki alla ţingmenn af launaskrá, passađi ađ lćknar, sálfrćđingar, iđnađarmenn og kennarar hćttu ađ flćđa úr landi međ ţví ađ stofna ţjóđstjórn fólks sem sannarlega er gagnrýniđ, frjótt og sýnir umhyggju; leggur niđur verđtryggingu og passar upp á ţá sem ţurfa á hjálp ađ halda; fellir niđur skuldir og borgar jafnvel skađabćtur til ţeirra sem ruđist hefur veriđ yfir eftir hrun, en festist ekki í prósentureikningum og flóknum úrrćđum sem gera ţví miđur illt verra fyrir ţá sem virkilega ţurfa ţessa hjálp. 


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband