Guđfađirinn og Bjarni Ben: 'This is the business we have chosen.'

don_michael_corleone

Bjarni Ben var í léttu viđtali á Bylgjunni laugardaginn 16. maí 2015 og ţegar hann var spurđur um eftirlćtis kvikmynd valdi hann Guđföđurinn og hafđi ţetta ađ segja til útskýringa:

“Stundum ţegar menn eru ađ kvarta yfir stöđunni í pólitíkinni, hvađ allt getur veriđ óvćgiđ og ósanngjarnt, og eitthvađ ömurlegt, ţá nota ég ţessa setningu úr The Godfather, sem ađ ţiđ muniđ kannski eftir, svona til ađ róa menn, 'This is the business we have chosen.'"

Ţar sem ađ ég er gríđarlegur kvikmyndaáhugamađur kviknađi strax ljós. Ţađ er ekkert óvenjulegt viđ ađ fólk velji Guđfađirinn sem sína uppáhalds kvikmynd, ţađ sem er óvenjulegt er tilvitnunin sem Bjarni vísar í. 

Samhengiđ er ţannig: Michael Corleone hefur erft mafíuveldi föđur síns og ćtlar sér ađ umbreyta glćpastarfseminni í lögleg viđskipti, en einn af gamla skólanum ákveđur ađ láta taka óţćgilegan andstćđing af lífi, sem gerir hann sjálfan ađ óţćgilegum andstćđingi sem Michael reynir ađ taka af lífi, sem ţýđir ađ Michael Corleone mistekst ćtlunarverk sitt, ađ gera mafíuna ađ löglegum viđskiptum, ţví ţađ er alltaf eitthvađ sem ţarf ađ hreinsa upp bakviđ tjöldin. Og ţađ sem verra er, Michael hafđi rangt fyrir sér, svikarinn var hans eigin bróđir.

Ég hafđi ekki áttađ mig á ţví fyrr, en ţađ er ákveđinn samhljómur á milli Bjarna Ben og Michael Corleone, án ţess ađ ég ţekki eitthvađ sérstaklega til fjölskyldulífs Bjarna eđa bendli hann viđ glćpastarfsemi. Báđir erfa ţeir mikiđ veldi, og báđir enda ţeir í ţví ađ verja sína hagsmuni međ öllum tiltćkum ráđum, og eiga enga útgönguleiđ ţar sem ađ ţeir eru orđnir ađ höfuđi fjölskyldunnar og forysta vinanna sem líta upp til ţeirra, ţannig ađ ţeir lenda í ađ vera í hlutverkum sem hentar ţeim ekkert endilega og er ekki nákvćmlega ţađ sem ţeir óskuđu sér.

Ţađ er áhugavert ađ forystumađur stjórnmálaflokks líki sér á ţennan hátt viđ skáldađan mafíuforingja, og ađ ţađ sé slíkur samhljómur á milli skáldskaps og veruleika, ađ í einni andrá sé hćgt ađ sjá hvernig tengingin passar. 

Ég túlka ţetta ţannig ađ Bjarni er í stjórnmálum til ađ verja eigin hagsmuni, hagsmuni vina sinna og fjölskyldu, og ađ honum ţyki ţetta eđlilegur útgangspunktur, á međan hiđ nauđsynlega umfang stjórnmálamanns í slíkri stöđu ćtti ađ vera hagsmunir ţjóđarinnar allrar, almannahagur. Jafnframt sýnist mér hann ekki vera eini stjórnmálamađurinn međ ţessa sýn, ađ umfang starfa hans snúist um ađ vernda og víkka út sérhagsmuni. Ţannig virđist leikurinn gerđur í dag. En ţennan leik ţarf ađ brjóta upp til ađ lćkna samfélagiđ af ţví krabbameini sem hagsmunapólitíkin er. 

Ef hann og ađrir stjórnmálamenn, sem og sérhver ţjóđfélagsţegn, áttuđu sig á ađ öll íslenska ţjóđin er ein fjölskylda, ţá vćri tónninn í ţjóđfélaginu sjálfsagt annar. 

Sannur leiđtogi er nefnilega ekki bara sá sem er bestur í leiknum, heldur sá sem áttar sig á ađ ţetta er í raun enginn leikur, heldur spurning um hvernig viđ lifum og deyjum sem ţjóđ og ţegnar langt inn í framtíđina. 

Stjórnmálamenn á Íslandi í dag, virđast vera fastir eins og flugur í kóngulóarneti, og átta sig ekki á ţeim möguleika ađ lífiđ án netsins gćti gert líf ţeirra betra. 

Ţeir eru svolítiđ eins og fangarnir í hellislíkingu Platóns, spila leik sem ţeir telja veruleikann sjálfan, en grunar ekki ađ veruleikinn sé annađ en ţeir trúa.

 

Viđtaliđ viđ Bjarna Ben má heyra hér.


« Síđasta fćrsla

Athugasemdir

1 identicon

".....veruleikann sjálfan, en grunar ekki ađ veruleikinn sé annađ en ţeir trúa:"

Rétt er: veruleikann sjálfan, en grunar ekki ađ veruleikinn sé annar en ţeir trúa.

Rétt og rangt (IP-tala skráđ) 20.5.2015 kl. 14:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband