Af hverju gaf viðskiptaráðherra loforð sem ekki var hægt að standa við? Erum við að renna sífellt hraðar niður hála brekku án þess að geta stoppað okkur?

brefvidskiptaraduneyti.jpg

Ég sé ekki betur en að viðbrögð Breta vegna samtals Darling við Árna Matthiesen hafi verið réttlætanleg útfrá þessu bréfi sem sent var 5. október, eða tveimur dögum fyrir samtalið fræga, þar sem oft var vísað í þetta bréf.

Ef viðskiptaráðuneytið hefur verið búið að lofa skattpeningum Íslendinga margar kynslóðir fram í tímann hlýtur íslenska þjóðin að þurfa að standa við þá skuldbindingu. Eða hvað?

Ef við erum búin að gefa skjalfest loforð, hvernig getum við réttlætt að fara ekki eftir því tveimur dögum síðar? Þarna virðast alvarleg mistök hafa verið gerð, en alls ekki einu mistökin í þessu furðulega máli. Þetta er eins og að kaupa hús og tveimur dögum síðar tilkynna seljanda að hugsanlega getum við ekki borgað það.

Auðvitað fýkur í seljandann.

 

 

slippery

 

Annað mál og áhugaverðara

Reyndar erum við komin á svolítið merkilegan rökfræðilegan flöt, sem hægt væri að kalla rökvilluna hála brekku (slippery slope fallacy) sem þýðir að við höfum byrjað að renna niður hála brekku og í stað þess að hægja á okkur, aukum við sífellt hraðan, þó að við viljum helst vera efst í brekkunni. Ég er farinn að halda að stjórnmálamennirnir okkar séu einfaldlega ekki nógu klókir til að átta sig á því að eftir að maður hefur gert ein stór mistök, hefur maður tilhneigingu til að gera önnur enn stærri áður en maður vinnur sig út úr sjokkinu sem fylgdi því að gera fyrstu mistökin, en þannig halda mistökin áfram að vinda upp á sig. Eina leiðin út úr svona ísbrekku er að höggva í ísinn með haka og halda sér fast. 

Það er ljóst að ísinn sem um ræðir er verðbólgan, gengið og fjármálaumhverfi okkar í dag, og að höggva verður í þó að það skilji eftir sig einhverjar rispur og göt. Það þarf til dæmis að uppræta verðtryggingu á lánum þegar allar forsendur verðtryggingar hafa gufað upp og sýnt er að skuldarar munu annars renna stanslaust með í brekkunni. Reyndar gæti það þýtt að eigendur renni þess í stað. Þetta er spurning um val: viljum við að eigendur tapi einhverju eða að skuldarar tapi öllu?

Ef það verður ekki gert verður að minnsta kosti að gefa fólki sanngjörn úrræði.

Það verður spennandi að heyra hvað verður gert fyrir þennan venjulega Íslending sem hefur aðeins gerst sekur um að kaupa sér húsnæði og kannski notaðan bíl, en aldrei vogað sér út í að kaupa flatskjá, risastórt einbýlishús með sundlaug og margra milljóna krónu jeppa.

Ég bíð spenntur eftir góðum fréttum.

 

 


 


mbl.is Sögðust myndu styðja Tryggingasjóð innlána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband