Hvað finnst þér um bjartsýni þegar á móti blæs?

 

 

 

Ég hef heyrt þá kenningu að bjartsýni sé pirrandi fyrir fólk sem er í vondu skapi. Að það sé alltaf einhver kátur haus sem poppar upp úr drunganum og hversdagsleikanum sem segir eitthvað jákvætt til þess eins að vera jákvæður gæti verið böl í huga eins en blessun í öðrum huga, allt eftir því hvernig hugarfari viðkomandi stýrir.

Í stjórnlausu hugarfari getum við pirrað okkur bæði yfir logni og roki, rigningu og þurrki; en þegar við vitum hvað við hugsum getum við stýrt okkar eigin hugarfari í rétta átt. Ekki bara trúa að þú getir það, spurðu frekar hvernig þú ferð að því. Þegar þeirri spurningu hefur verið kastað fram getur fyrst vonast til að ná stjórn á þessu farartæki sem hugur og tilfinningar eru.

Til gamans og til að vera einn af þessum hausum sem poppar sífellt jákvæður upp, þrátt fyrir alvarlegt þjóðfélagsástand, langar mig að þýða nokkrar tilvitnanir um bjartsýni.

Ég hef þá trú að hófleg bjartsýni geti ekki skaðað. Er það rétt?

 

"Ég get ekki breytt vindáttinni, en ég get hagað seglum eftir vindi til að ná á leiðarenda." (Jimmy Dean)

 

"Enginn getur farið til baka að upphafinu, en hver sem er getur byrjað í dag á nýjum endi." (Maria Robinson)

 

"Brostu þegar það er sárast." (NN)

 

"Kannski þarf að þvo augun með tárum okkar stöku sinnum til að við sjáum Lífið aftur á skýrari hátt." (Alex Tan)

 

"Ef þú kallar vandræði þín reynslu og manst að öll reynsla þroskar einhvern hulinn kraft innan í þér, munt þú verða fullur af lífi og hamingjusamur, sama hversu erfiðar aðstæður gætu verið." (John Heywood)

 

"Ef þú áttaðir þig á hversu öflugar hugsanir þínar eru, myndir þú aldrei hugsa neikvæða hugsun." (Peace Pilgrim)

 

"Það sem okkur sýnist vera erfiðar raunir, reynast oft vera blessanir í dulargervi." (Oscar Wilde)

 

"Jákvætt hugarfar er að spyrja hvernig hægt er að gera eitthvað frekar en að segja að hægt sé að gera það." (Bo Bennett)

 

"Bölsýnismaður sér erfiðleika í sérhverju tækifæri; bjartsýnismaður sér tækifæri í sérhverjum erfiðleika." (Winston Churchill)

 

"Það er lítill munur á bölsýnismanni og bjartsýnismanni. Bjartsýnismaðurinn sér kleinuhring; bölsýnismaðurinn sér holu." (Oscar Wilde)

 

"Bjartsýnismaður mun segja þér að glasið sé hálf fullt; bölsýnismaðurinn að það sé hálf tómt; og verkfræðingurinn að það sé helmingi stærra en það þarf að vera." (NN)

 

"Það er betra að vera bjartsýnismaður sem hefur stundum rangt fyrir sér en bölsýnismaður sem hefur alltaf rétt fyrir sér." (NN)

 

"Bjartsýnismaður er manneskja sem ferðast á engu frá hvergi til hamingju." (Mark Twain)

 

"Fyrir sjálfum mér er ég bjartsýnismaður - það virðist vita gagnslaust að vera eitthvað annað." (Winston Churchill)

 

"Venjulegur blýantur er um 15 sentímetra langur, með tveggja sentímetra strokleðri - það er að segja ef þú heldur að bjartsýnin sé dauð." (Robert Brault)

 

"Bölsýni leiðir til veikleika, bjartsýni til valds." (William James)

 

"Kennsla er mesta bjartsýnisverkið." (Colleen Wilcox)

 

 

Tilvísanir þýddar af vefsíðunni ThinkExist.com


Bloggfærslur 26. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband