Hvort ertu með höfuðið í skýjunum eða fæturnar á jörðinni?

 

 

Til eru tvenns konar manneskjur í heiminum. Þær eiga í stöðugum átökum hvor við hina. Önnur vill frið þegar hin vill stríð. Önnur vill gefa þegar hin vill eignast. Önnur skapar tækifæri en hin tekur þau.

HINN LJÚFI HUGUR HINN HARÐI HUGUR
Lærir af hugsun
(Reglusöm og löghlýðin manneskja)
Lærir af reynslu
(Reglur eru til að brjóta þær, og lög má brjóta komist ekki upp um mann)
Hugsun
(Ég get hugsað um sama fyrirbæri frá 1000 sjónarhornum)
Hrifning
(Ég vil þetta og ég vil hitt, og helst aðeins meira en allir hinir)
Hugsjónir
(við þurfum að byggja okkur betri heim)
Efnishyggja
(Ég vil eignast flottari bíl, hús og meiri pening en allir hinir)
Bjartsýni
(En hvað þetta er flottur kleinuhringur!)
Bölsýni
(Það er gat á helvítis bollunni!)
Trú
(Ég vil byggja samskipti mín við aðrar manneskjur á trausti)

Trúleysi
(Fólk er fífl, það er engum treystandi nema manni sjálfum)

Frjáls vilji
(Ég get ákveðið hvernig ég lifi lífinu og það hefur áhrif á gildi lífsins)
Örlög
(Það er sama hvað maður gerir, ég enda hvort eð er í gröfinni eins og allir hinir)
Einhyggja
(Það er ágætt að leita einingar í þessum heimi)
Fjölhyggja
(Heimurinn er og verður alltaf sundraður)
Fer troðnar slóðir
(Fyrst þetta virkaði fyrir pabba, virkar það líka fyrir mig)

Fer ótroðnar slóðir
(Þó að pabbi hafi fylgt í fótspor föður síns, þarf ég ekki að gera það sama)

Þessar pælingar eru upprunnar frá heimspekingnum William James, en afar frjálslega skreyttar af undirrituðum. Ég veit að það er ekki hægt að skipta manneskjum svona í flokka - en maður getur lært eitthvað á því að pæla í svona hlutum.

  • Er eitthvað til í þessu?
  • Hvorum hópnum tilheyrir þú?
  • Hvorum hópnum vilt þú tilheyra? 


Mynd: AllPosters.com

Bloggfærslur 21. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband