Hvar finnast tækifærin í fjármálakreppunni?

 

 

Á síðustu árum hafa bankarnir sogað til sín margt af besta vinnuafli landsins. Nú þegar bankarnir eru fallnir hlýtur þetta fólk að velta framhaldinu alvarlega fyrir sér. Sumir vilja kannski flýja af landi brott enda með góð viðskiptatengsl í öðrum löndum og eiga ekki í miklum vandræðum með að fá góð störf. Aðrir vilja sjálfsagt halda sig á heimaslóðum.

Það má ekki gleyma því að fyrir ofurþenslu bankanna, þá var pláss fyrir allt þetta fólk á Íslandi í störfum sem hentaði þeim. Stærðfræðingar voru yfirleitt sáttir við að grafa djúpt í leyndardóma stærðfræðinnar - frekar en leyndardóma vísitölunnar, eðlisfræðingar höfðu ekkert á móti því að stunda rannsóknir á eðli heimsins - frekar en eðli áhættunnar, kennarar höfðu ekkert á móti því að kenna - frekar en að stýra færslum í einhverju kerfi. Þetta fólk er loksins frjálst á nýjan leik.

Ef það hefur áhuga, bíður þeirra gífurlega mikið af tækifærum á Íslandi. Öll sú þekking sem orðið hefur til í bankaheiminum er ekki að engu orðin eins og peningurinn, þekkingin er ennþá til staðar og hún er mun traustari grundvöllur en hlutabréf og sjóðir. Fyriræki og stofnanir vantar svona fólk. Þetta fólk hefur bara ekki verið til viðtals á meðan það var djúpt sokkið í bankaheiminn.

Það má bjóða þau velkomin heim.

Kannski þýðir þetta að stressið í þjóðfélaginu taki að hjaðna, að foreldrar finni tíma til að sinna börnum sínum, og fjölskyldan verði aftur að undirstöðu íslenskt þjóðfélags.

Er eitthvað að því?

 

E.S. Hlustið á þetta viðtal sem var á Rás 2 í morgun:

Morgunútvarp Rásar 2

Hjálmar Gíslason bjartsýnismaður

 

Mynd: Algiz

 


Bloggfærslur 20. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband